Fótbolti

Jói Kalli hættir hjá lands­liðinu og fer til Dan­merkur

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Jóhannes Karl Guðjónsson hefur verið aðstoðarlandsliðsþjálfari í tæp tvö ár.
Jóhannes Karl Guðjónsson hefur verið aðstoðarlandsliðsþjálfari í tæp tvö ár. Getty/Alex Nicodim

Jóhannes Karl Guðjónsson hefur óskað eftir því að láta störfum sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. Hann mun taka við þjálfun Akademisk Boldklub (AB), sem spilar í þriðju efstu deild Danmerkur. 

KSÍ greindi frá á samfélagsmiðlum sínum rétt í þessu. Jóhannes hefur starfað sem aðstoðarþjálfari A-landsliðsins síðan í janúar 2022, fyrst sem aðstoðarmaður Arnars Þórs Viðarsonar og síðar Age Hareide. 

Jóhannes var orðaður við brottför frá KSÍ á síðasta ári þegar hann sótti um starf hjá IFK Norrköping. Hann virtist svo hafa skipt um skoðun og skrifaði undir nýjan samning við KSÍ fyrir mánuði síðan

En svo varð ekki, Jóhannes lætur af störfum og verður ekki með landsliðinu í næsta verkefni liðsins sem eru tveir vináttuleikir gegn Englandi og Hollandi í byrjun júní. Næstu keppnisleikir Íslands eru gegn Svartfjallalandi og Tyrklandi í byrjun september. 

Stefnt er að því að ráða inn nýjan aðstoðarþjálfara sem fyrst en tilkynningu KSÍ í heild sinni má sjá hér og hér fyrir neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×