Viltu koma í ferðalag? Guðmundur Björnsson skrifar 15. maí 2024 17:00 Ferðamál, ferðamennska og ferðamálafræði hefur verið ástríða mín lengi, og ég trúi því að nám í ferðamálafræði sé lykillinn að því að skilja ferðaþjónustuna og ferðamennsku og hvernig hún getur haft jákvæð áhrif á samfélagið okkar. Ferðamálafræði býður upp á einstakt tækifæri til að kafa djúpt í þessa spennandi og þverfaglegu námsgrein. Ferðamálafræði – fyrir hverja? Ef þú hefur áhuga á ferðamennsku og vilt skilja hvers vegna fólk ferðast og hvernig við getum byggt upp ferðamannastaði í sátt við umhverfi og menningu, þá er ferðamálafræði fyrir þig. Námið hentar líka þeim sem vilja efla nýsköpun og vöruþróun í ferðaþjónustu, hafa gaman af því að skipuleggja og vilja vinna fjölbreytt verkefni undir handleiðslu helstu sérfræðinga landsins. Það er einnig frábær valkostur fyrir þá sem langar í krefjandi og skemmtilegt framtíðarstarf. Hvað lærir maður í ferðamálafræði? Námið er fjölbreytt og tengir saman náttúru- og umhverfisfræði, félagsvísindi, viðskiptafræði og skipulagsfræði. Mikilvægur hluti námsins er að skoða áhrif ferðamennsku á umhverfi, menningu og hagkerfi og samspil þeirra. Nemendur fá tækifæri til að vinna með fyrirtækjum og stoðkerfi ferðaþjónustunnar, með sérstaka áherslu á starfsþróun og möguleika til starfsþjálfunar. Nýsköpun og sjálfbærni í ferðaþjónustu Nýsköpun er lykillinn að því að þróa ferðaþjónustu sem er bæði arðbær og sjálfbær. Í náminu eru nemendur þjálfaðir í að nýta nýjustu tækni og hugmyndafræði til að þróa þjónustu sem uppfyllir þarfir ferðamanna á vistvænan hátt. Ferðamennska hefur bæði jákvæð og neikvæð áhrif á umhverfi, og það er okkar hlutverk að lágmarka neikvæðu áhrifin með sjálfbærri þróun. Nemendur í ferðamálafræðum læra að greina áhrif ferðamennsku á umhverfi og þróa lausnir til að vernda náttúruna á sama tíma og við stuðlum að efnahagslegum og félagslegum ávinningi. Öryggismál í ferðaþjónustu Öryggi ferðamanna er grundvallaratriði í ferðaþjónustu. Því læra nemendur um mikilvægi öryggisáætlana, áhættumat og viðbragðsáætlanir í tilfelli neyðarástands. Kennsla í öryggismálum felur í sér þjálfun í viðbrögðum við náttúruhamförum, slysavörnum og heilsufarslegum áskorunum. Sérstök áhersla er lögð á gerð öryggisáætlana, öryggismenningu og öryggi í náttúruferðum, þar sem farið er yfir hvernig hægt er að vernda bæði ferðamenn og náttúruna sjálfa. Þjálfun og framtíðarhorfur Nám í ferðamálafræðum undirbýr nemendur fyrir fjölbreytt störf í ferðaþjónustunni. Námið leggur áherslu á nýsköpun, þjónustuþróun og neytendavernd, sem eru lykilatriði í samkeppni innan ferðaþjónustunnar. Nemendur fá þjálfun í sjálfstæðum vinnubrögðum en einnig í því að vinna með öðrum. Kennarar leggja mikið upp úr því að vera aðgengilegir og stuðningsríkir, sem stuðlar að góðu sambandi milli nemenda og kennara. Félagslífið innan deildarinnar er einnig öflugt, með fjölbreyttum viðburðum og starfsemi sem stuðlar að sterku samfélagi. Lokaorð Ferðamálafræði veitir nemendum dýrmæta þekkingu á nýsköpun, áhrifum ferðamennsku á umhverfi og sjálfbærni, og öryggismálum. Þetta nám undirbýr nemendur fyrir krefjandi störf í ferðaþjónustunni þar sem þeir geta stuðlað að vistvænni og öruggari ferðaþjónustu á Íslandi og um allan heim. Ég hvet alla sem hafa áhuga á þessum málum að skoða þetta nám í HÍ nánar og taka þátt í þessu spennandi ferðalagi. Höfundur er kennari í ferðamálafræðum við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Skóla- og menntamál Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðamál, ferðamennska og ferðamálafræði hefur verið ástríða mín lengi, og ég trúi því að nám í ferðamálafræði sé lykillinn að því að skilja ferðaþjónustuna og ferðamennsku og hvernig hún getur haft jákvæð áhrif á samfélagið okkar. Ferðamálafræði býður upp á einstakt tækifæri til að kafa djúpt í þessa spennandi og þverfaglegu námsgrein. Ferðamálafræði – fyrir hverja? Ef þú hefur áhuga á ferðamennsku og vilt skilja hvers vegna fólk ferðast og hvernig við getum byggt upp ferðamannastaði í sátt við umhverfi og menningu, þá er ferðamálafræði fyrir þig. Námið hentar líka þeim sem vilja efla nýsköpun og vöruþróun í ferðaþjónustu, hafa gaman af því að skipuleggja og vilja vinna fjölbreytt verkefni undir handleiðslu helstu sérfræðinga landsins. Það er einnig frábær valkostur fyrir þá sem langar í krefjandi og skemmtilegt framtíðarstarf. Hvað lærir maður í ferðamálafræði? Námið er fjölbreytt og tengir saman náttúru- og umhverfisfræði, félagsvísindi, viðskiptafræði og skipulagsfræði. Mikilvægur hluti námsins er að skoða áhrif ferðamennsku á umhverfi, menningu og hagkerfi og samspil þeirra. Nemendur fá tækifæri til að vinna með fyrirtækjum og stoðkerfi ferðaþjónustunnar, með sérstaka áherslu á starfsþróun og möguleika til starfsþjálfunar. Nýsköpun og sjálfbærni í ferðaþjónustu Nýsköpun er lykillinn að því að þróa ferðaþjónustu sem er bæði arðbær og sjálfbær. Í náminu eru nemendur þjálfaðir í að nýta nýjustu tækni og hugmyndafræði til að þróa þjónustu sem uppfyllir þarfir ferðamanna á vistvænan hátt. Ferðamennska hefur bæði jákvæð og neikvæð áhrif á umhverfi, og það er okkar hlutverk að lágmarka neikvæðu áhrifin með sjálfbærri þróun. Nemendur í ferðamálafræðum læra að greina áhrif ferðamennsku á umhverfi og þróa lausnir til að vernda náttúruna á sama tíma og við stuðlum að efnahagslegum og félagslegum ávinningi. Öryggismál í ferðaþjónustu Öryggi ferðamanna er grundvallaratriði í ferðaþjónustu. Því læra nemendur um mikilvægi öryggisáætlana, áhættumat og viðbragðsáætlanir í tilfelli neyðarástands. Kennsla í öryggismálum felur í sér þjálfun í viðbrögðum við náttúruhamförum, slysavörnum og heilsufarslegum áskorunum. Sérstök áhersla er lögð á gerð öryggisáætlana, öryggismenningu og öryggi í náttúruferðum, þar sem farið er yfir hvernig hægt er að vernda bæði ferðamenn og náttúruna sjálfa. Þjálfun og framtíðarhorfur Nám í ferðamálafræðum undirbýr nemendur fyrir fjölbreytt störf í ferðaþjónustunni. Námið leggur áherslu á nýsköpun, þjónustuþróun og neytendavernd, sem eru lykilatriði í samkeppni innan ferðaþjónustunnar. Nemendur fá þjálfun í sjálfstæðum vinnubrögðum en einnig í því að vinna með öðrum. Kennarar leggja mikið upp úr því að vera aðgengilegir og stuðningsríkir, sem stuðlar að góðu sambandi milli nemenda og kennara. Félagslífið innan deildarinnar er einnig öflugt, með fjölbreyttum viðburðum og starfsemi sem stuðlar að sterku samfélagi. Lokaorð Ferðamálafræði veitir nemendum dýrmæta þekkingu á nýsköpun, áhrifum ferðamennsku á umhverfi og sjálfbærni, og öryggismálum. Þetta nám undirbýr nemendur fyrir krefjandi störf í ferðaþjónustunni þar sem þeir geta stuðlað að vistvænni og öruggari ferðaþjónustu á Íslandi og um allan heim. Ég hvet alla sem hafa áhuga á þessum málum að skoða þetta nám í HÍ nánar og taka þátt í þessu spennandi ferðalagi. Höfundur er kennari í ferðamálafræðum við Háskóla Íslands.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun