Erlent

Biden skorar á Trump

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Donald Trump hefur neitað að mæta í kappræður síðastliðinn ár.
Donald Trump hefur neitað að mæta í kappræður síðastliðinn ár. Vísir/Samsett

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skorað á mótherja sinn í tilvonandi forsetakosningum, hann Donald Trump, að mæta honum í kappræðum.

Báðir hafa áður talað um að vilja kappræður en í þetta sinn skorar Biden á Trump beint með myndbandi sem hann birti á síðu sinni á X.

„Donald Trump tapaði tveimur kappræðum gegn mér árið 2020. Síðan þá hefur hann ekki mætt í kappræður. Nú lætur hann sem hann vilji mæta mér í kappræðum aftur,“ segir Biden í myndbandinu.

Biden segist vera tilbúin í tvær kappræður og ýtir á eftir Trump. „Veljum dagsetningarnar,“ segir hann.

Fyrr á árinu skoraði Trump á svipaðan hátt á Biden. Trump neitaði að taka þátt í kappræðum þeirra sem buðu sig fram sem fulltrúa Repúblikana í komandi forsetakosningum en hefur sagst vilja mæta Biden.

Trump sem er 77 ára gamall hefur oft sagt að Biden, sem er 81 árs, sé of gamall og gleyminn og muni því ekki vilja mæta sér í kappræðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×