Innlent

Dregið úr hrinunni við Sýlingarfell

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
image
Vilhelm

Dregið hefur úr skjálftahrinunni við Sýlingarfell sem hófst í gærkvöldi. 

Nokkrir skjálftar yfir tveimur stigum að stærð þar sem sá stærsti var 3,5 stig riðu yfir suður af Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg í nótt. Einar Hjörleifsson Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að þar hafi þó aðeins verið um flekahreyfingar að ræða.

Við Sýlingarfell virðist jarðskjálftahrinan sem gekk þar yfir í gær gengin yfir og óljóst hvort um kvikuinnskot hafi verið að ræða:

„Við sjáum töluverða skjálftavirkni í gærkvöld þar sem mældust sjö smáskjálftar við kvikuganginn á stuttum tíma,“ segir Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni. Hann segir að í framhaldinu hafi viðbúnaður verið aukinn í nótt en að svo virðist sem nú sé virknin gengin niður og orðin hefðbundin á ný.

Einar segir ekki hægt að slá því föstu að um kvikuhlaup hafi verið að ræða í gær. „Þá var það mjög, mjög lítið en þarf ekki að hafa verið kvika heldur aðeins skjálftavirkni á svæðinu.“


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×