Slys á æfingu fyrir fjórum árum er enn að eyðileggja fyrir Söru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2024 09:00 Sara Sigmundsdóttir hefur ekki keppt á heimaleikunum undanfarin fjögur ár. @sarasigmunds Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttirer hætt keppni á þessu CrossFit tímabili. Sara verður því ekki með á undanúrslitamóti heimsleikanna í Frakklandi um komandi helgi en hún tilkynnti þetta á miðlum sínum. Sara var ein af fjórum Íslendingum sem tókst að vinna sér þátttökurétt í undanúrslitamóti Evrópu þar sem barist er um farseðla á heimsleikana í haust. Nú er ljóst að við munum aðeins eiga þrjá keppendur í Lyon. Sara útskýrði stöðuna á sér í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. „Það er kominn tími á það að segja hreinskilið frá því sem hefur verið í gangi hjá mér undanfarin þrjú ár. Ég hef áður talað um sumt eins og krossbandsslitið árið 2021, það þegar ég komst að því átta mánuðum eftir aðgerð að ég væri ekki lengur með krossband eftir að líkaminn hafnaði viðgerðinni og svo þegar ég reif sin í olnboga sem eyðilagði undanúrslitin mín í fyrra,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir. Verið ólík sjálfri sér „Með fram öllu þessu hef ég verið ólík sjálfri mér. Ég hef verið að glíma við einkenni ofþreytu, verið með svima, krampa, bólgur í liðum og margt fleira. Í langan tíma skrifaði ég þetta á þetta sem viðbrögð líkamans við ofþjálfun,“ skrifaði Sara. „Eftir hafa hvílt mig vel en enn þá fundið fyrir þessum einkennum þá leitaði ég aðstoðar hjá nokkrum læknum. Fyrir tólf mánuðum fékk ég svo loksins svarið. Ég greindist með sjálfsofnæmissjúkdóm sem kallast fylgigigt [Reactive Arthritis],“ skrifaði Sara. Var með sýkingu án þess að vita það „Grunnurinn að þessu öllu er það þegar ég datt í kassahoppi [box jump] í maí 2020 og fékk slæman skurð á sköflunginn. Þetta hafði í för með sér sýkingu sem ég gekk með í langan tíma án þess að átta mig á því. Það varð síðan til þess að ofnæmiskerfið mitt fór yfir um og í framhaldinu fóru þessi einkenni að koma fram hjá mér,“ skrifaði Sara. „Góðu fréttirnar er að það er hundrað prósent hægt að lækna þetta. Slæmu fréttirnar eru þær að það tekur tíma til að finna réttu meðölin og gefa líkmananum tækifæri til að bregðast við þeim. Þetta er svokallaður tilraunatími og það getur tekið langan tíma að finna réttu lausnina,“ skrifaði Sara. Veiktist eftir fjórðungsúrslitin „Ég er eins og staðan er núna á þriðja mánuði í því ferli að prófa þriðja meðalið. Það hafði verið að virka þar til að ég veiktist eftir fjórðungsúrslitin,“ skrifaði Sara. „Sá stutti tími sem er á milli fjórðungsúrslitanna og undanúrslitanna gaf mér ekki nægjanlegan tíma til að ná mér að fullu áður en ég fór að prófa æfingarnar. Ég gerði mér engan greiða með því að prófa þær en svona er þetta svolítið hjá mér, ég þarf alltaf að brenna mig á hlutunum,“ skrifaði Sara. Varð að enda tímabilið „Mér hefur nú verið ráðlagt að draga úr æfingum til að leyfa meðalinu að virka á allan líkamann. Þess vegna verð ég því miður að tilkynna það að hér með endar CrossFit tímabilið mitt í ár,“ skrifaði Sara. „Ég mun nú einbeita mér að fullu að því að leyfa nýja meðalinu að virka, þannig að ég geti náð aftur fullum styrk og geti farið að finna sjálfan mig á ný á bæði æfingum og í keppni. Mitt markmið er að sýna að það er alltaf leið fram hjá hindrunum. Eins og ég hef alltaf sagt allan feril minn: Ég get, ég ætla, ég skal,“ skrifaði Sara. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Baldur: Yrði hissa ef minn sjúkraþjálfari myndi fara í svona baráttu Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Albert ekki með gegn Genoa er Fiorentina vann fjórða leikinn í röð Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum Kane steig á andlit en slapp við rautt: „Augljóst að dómarinn var í Bayern treyju“ Kallað eftir afsögn Gerrards Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Enginn verðlaunahafi í fyrra á meðal keppenda Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Haraldur hættir hjá Víkingi Áfall fyrir Cloé Eyju og enginn fótbolti næstu mánuði Jürgen Klopp: Ég vil ekki stíga á neinar tær Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Sjá meira
Sara var ein af fjórum Íslendingum sem tókst að vinna sér þátttökurétt í undanúrslitamóti Evrópu þar sem barist er um farseðla á heimsleikana í haust. Nú er ljóst að við munum aðeins eiga þrjá keppendur í Lyon. Sara útskýrði stöðuna á sér í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. „Það er kominn tími á það að segja hreinskilið frá því sem hefur verið í gangi hjá mér undanfarin þrjú ár. Ég hef áður talað um sumt eins og krossbandsslitið árið 2021, það þegar ég komst að því átta mánuðum eftir aðgerð að ég væri ekki lengur með krossband eftir að líkaminn hafnaði viðgerðinni og svo þegar ég reif sin í olnboga sem eyðilagði undanúrslitin mín í fyrra,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir. Verið ólík sjálfri sér „Með fram öllu þessu hef ég verið ólík sjálfri mér. Ég hef verið að glíma við einkenni ofþreytu, verið með svima, krampa, bólgur í liðum og margt fleira. Í langan tíma skrifaði ég þetta á þetta sem viðbrögð líkamans við ofþjálfun,“ skrifaði Sara. „Eftir hafa hvílt mig vel en enn þá fundið fyrir þessum einkennum þá leitaði ég aðstoðar hjá nokkrum læknum. Fyrir tólf mánuðum fékk ég svo loksins svarið. Ég greindist með sjálfsofnæmissjúkdóm sem kallast fylgigigt [Reactive Arthritis],“ skrifaði Sara. Var með sýkingu án þess að vita það „Grunnurinn að þessu öllu er það þegar ég datt í kassahoppi [box jump] í maí 2020 og fékk slæman skurð á sköflunginn. Þetta hafði í för með sér sýkingu sem ég gekk með í langan tíma án þess að átta mig á því. Það varð síðan til þess að ofnæmiskerfið mitt fór yfir um og í framhaldinu fóru þessi einkenni að koma fram hjá mér,“ skrifaði Sara. „Góðu fréttirnar er að það er hundrað prósent hægt að lækna þetta. Slæmu fréttirnar eru þær að það tekur tíma til að finna réttu meðölin og gefa líkmananum tækifæri til að bregðast við þeim. Þetta er svokallaður tilraunatími og það getur tekið langan tíma að finna réttu lausnina,“ skrifaði Sara. Veiktist eftir fjórðungsúrslitin „Ég er eins og staðan er núna á þriðja mánuði í því ferli að prófa þriðja meðalið. Það hafði verið að virka þar til að ég veiktist eftir fjórðungsúrslitin,“ skrifaði Sara. „Sá stutti tími sem er á milli fjórðungsúrslitanna og undanúrslitanna gaf mér ekki nægjanlegan tíma til að ná mér að fullu áður en ég fór að prófa æfingarnar. Ég gerði mér engan greiða með því að prófa þær en svona er þetta svolítið hjá mér, ég þarf alltaf að brenna mig á hlutunum,“ skrifaði Sara. Varð að enda tímabilið „Mér hefur nú verið ráðlagt að draga úr æfingum til að leyfa meðalinu að virka á allan líkamann. Þess vegna verð ég því miður að tilkynna það að hér með endar CrossFit tímabilið mitt í ár,“ skrifaði Sara. „Ég mun nú einbeita mér að fullu að því að leyfa nýja meðalinu að virka, þannig að ég geti náð aftur fullum styrk og geti farið að finna sjálfan mig á ný á bæði æfingum og í keppni. Mitt markmið er að sýna að það er alltaf leið fram hjá hindrunum. Eins og ég hef alltaf sagt allan feril minn: Ég get, ég ætla, ég skal,“ skrifaði Sara. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Baldur: Yrði hissa ef minn sjúkraþjálfari myndi fara í svona baráttu Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Albert ekki með gegn Genoa er Fiorentina vann fjórða leikinn í röð Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum Kane steig á andlit en slapp við rautt: „Augljóst að dómarinn var í Bayern treyju“ Kallað eftir afsögn Gerrards Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Enginn verðlaunahafi í fyrra á meðal keppenda Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Haraldur hættir hjá Víkingi Áfall fyrir Cloé Eyju og enginn fótbolti næstu mánuði Jürgen Klopp: Ég vil ekki stíga á neinar tær Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Sjá meira
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn