Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fleiri far­þegar og betri nýting

Flugfélagið Play flutti 146.692 farþega í maí 2024, sem er 14 prósent aukning frá maí á síðasta ári þegar Play flutti 128.847 farþega. Sætanýting hjá félaginu í nýliðnum maí var 86,4 prósent, samanborið við 84,8 prósent í maí í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hót­­el­r­ek­­end­­ur von­ast til að sala hrökkv­i í gang eft­­ir af­­bók­­an­­ir

Allir hótelrekendur finna fyrir því að hægst hefur á bókunum og sala á hótelherbergjum verður eitthvað minni í sumar en í fyrra. Salan gengur betur í Reykjavík og á Suðurlandi en annars staðar úti á landi þar sem hótel hafa brugðið á það ráð að bjóða lægri verð til að ná upp sölunni. Spár um fjölda ferðamanna við upphaf árs munu ekki ganga eftir, segja viðmælendur Innherja.

Innherji
Fréttamynd

Bláa lónið opnar aftur á morgun

Bláa Lónið tekur aftur til starfa á morgun eftir að hafa lokað þegar svæðið var rýmt við upphaf eldgossins sem hófst 29. maí 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjunum.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er mjög erfiður dagur hjá okkur“

Icelandair sagði upp um tíu prósent af skrifstofufólki félagsins í dag, alls átta tíu og tveimur einstaklingum. Forstjóri félagsins segir þetta erfiðan dag en krefjandi rekstrarumhverfi, mikil verðbólga og hækkandi launakostnaður hafi kallað á hagræðingaraðgerðir.

Innlent
Fréttamynd

Átta hundruð manns í Bláa lóninu

Á milli sjö og átta hundruð manns voru í Bláa lóninu þegar það var rýmt upp úr klukkan ellefu. Viðvörunartónar hljómuðu í lóninu, Grindavík og við HS Orku.

Innlent
Fréttamynd

Segir veginn ekki hafa gefið sig

Starfsmenn Vegagerðarinnar á vettvangi rútuslyssins á Rangárvallavegi í gær segja ekki hafa séð þess merki að vegurinn hafi gefið sig undan rútunni.

Innlent
Fréttamynd

Um­merki um að vegurinn hafi gefið sig

Ummerki eru um að vegur hafi gefið sig að hluta til þegar rúta með 27 manns innanborðs valt í Rangarþingi ytra í gær. Sjö voru fluttir á Landspítalann með þyrlum, en líðan þeirra er sögð stöðug.

Innlent
Fréttamynd

Ræða mögu­lega við rútu­bíl­stjórann í dag

Lögregla mun mögulega í dag ræða við bílstjóra rútunnar sem valt á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk í Rangárþingi ytra í gær. Rútan var á vegum Guðmundar Tyrfingssonar ehf. Um borð í rútunni voru 26 manns í hópferð. Allt Íslendingar. 

Innlent
Fréttamynd

Vilja koma fleirum en Kynnis­ferðum inn í BSÍ

Félag atvinnurekenda hefur sent Einari Þorsteinssyni borgarstjóra erindi og farið fram á fund til að ræða hvernig keppinautar fólksflutningafyrirtækisins Kynnisferða geti fengið aðstöðu í Umferðarmiðstöðinni við Vatnsmýrarveg (BSÍ), sem er í eigu Reykjavíkurborgar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fundur um athafnaborgina Reykja­vík

Opinn kynningarfundur borgarstjóra í Ráðhúsi Reykjavíkur, fer fram í dag klukkan 9 til 11 þar sem verður fjallað um Reykjavík sem athafnaborg. Fundurinn fer fram í ráðhúsinu Reykjavíkur og er í beinu streymi.

Innlent
Fréttamynd

Fyrst­a skipt­i sem skrán­ing á Aðal­list­a heppn­ast ekki

Það var áhugi á að fá Íslandshótel á hlutabréfamarkað en ekki á því gengi sem var í boði við núverandi aðstæður. Innlánsvextir eru háir, fjárfestar hafa lagt ríflegt fé í hlutafjárútboð að undanförnu og því mikið fé „tekið af borðinu“ og horfur í ferðaþjónustu eru hóflegar fyrir sumarið. „Hvað á ég að selja til að fjárfesta í hótelkeðjunni?“ spurðu viðskiptavinir miðlara en í ljósi þess hve mörg önnur félög eru hagstætt verðlögð um þessar mundir var oft fátt um svör.

Innherji
Fréttamynd

Parísarhjól á Miðbakka í sumar

Parísarhjól verður sett upp á Miðbakka í sumar. Um tilraunaverkefni til eins sumars er að ræða og mun Taylors Tivoli Iceland ehf annast uppsetningu og rekstur á parísarhjólinu. Hjólabraut víkur fyrir hjólinu en verður sett upp á Klambratúni í staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Ferða­þjónustan og vaskurinn

Fyrr í dag buðu Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) til morgunfundar sem tileinkaður var sérstakri umræðu um íslenska ferðaþjónustu og virðisaukaskatt.

Skoðun
Fréttamynd

Hátt verð fæli ferða­manninn frá Ís­landi

Blikur eru á lofti þegar kemur að bókunum ferðamanna á hótelgistingu hér á landi í sumar. Færri bókanir voru í apríl heldur en verið hefur. Formaður Félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir Ísland dýrt og það sé farið að hafa áhrif.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrsta flugi Icelandair til Pittsburgh fagnað

Fyrsta áætlunarflugi Icelandair til Pittsburgh í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum var fagnað með borðaklippingu, bæði við brottför frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær og einnig við komuna til Pittsburgh í gærkvöldi. Félagið hefur aldrei áður flogið til Pittsburgh en borgin er sextándi áfangastaður félagsins í Norður-Ameríku og sá tólfti í Bandaríkjunum.

Viðskipti