Skjóðan

Skjóðan

Skjóðan skrifaði í Markaðinn í Fréttablaðinu.

Fréttamynd

Og þar fór það?…

Vaxtaákvarðanir seðlabanka eiga að vera fyrirsjáanlegar. Seðlabankar eru í eðli sínu íhaldssamar stofnanir, sem hreyfa sig hægt og lítið í einu, nema þegar skyndilegar og ófyrirsjáanlegar krísur kalla á snarpari viðbrögð.

Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Lífeyrissjóðir kjósi með fótunum

Stjórnendur lífeyrissjóða og fulltrúarnir sem þeir velja til stjórnarstarfa í skráðum félögum hafa það vandasama hlutverk að gæta og ávaxta fjármuni sjóðsfélaga, sem hér á landi hafa nær engin áhrif á fjárfestingastefnu sjóðanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Er velkomið að reyna

Nú hefur Alþingi samþykkt svokallað haftafrumvarp fjármálaráðherra. Þetta greiðir götu fyrir gjaldeyrisútboð Seðlabanka Íslands til að hleypa aflandskrónueigendum úr landi á verulegum afslætti frá gildandi gengi krónunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Betra að telja upp að tíu

Mönnum hættir til að gera mistök í hita leiksins. Stundum er gott að telja upp að tíu áður en rokið er áfram. Íslenska þjóðin er núna í hita leiksins og ætti kannski að telja upp að tíu. Er það í þágu bestu hagsmuna þjóðarinnar að rjúka í kosningar á þessu ári

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fákeppni, arðgreiðslur og ónýt mynt

Einu aðilarnir, sem fást til að fjárfesta hér á landi í krónuhagkerfinu, eru spákaupmenn sem stunda vaxtamunarviðskipti vegna ofurvaxta Seðlabankans og þau viðskipti ógna stöðugleika. Það höfum við áður rekið okkur á. Stjórnendur lífeyrissjóðanna ganga síðan eins langt og þeir komast við að gera sér mat úr fákeppni á kostnað sjóðsfélaga, eigenda sjóðanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Er einhver munur á gömlu bönkunum og þeim nýju?

Stóru bankarnir þrír hafa nú skilað uppgjörum fyrir 2015. Ekki geta þeir kvartað því hagnaður ársins er um 107 milljarðar. Hagnaðurinn frá hruni er 480 milljarðar, sem verður að teljast talsvert í hagkerfi, sem hrundi nánast til grunna, þar sem allur hlutabréfamarkaðurinn hvarf á einni nóttu – varð að núlli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Minnisvarði um ríkisstjórn vestur á Melum

Vestur á Melum er hola ein mikil og stór. Þar átti, og á kannski enn, að rísa Hús íslenskra fræða en ekki var varið meiri peningum til verkefnisins en svo að dugði fyrir grunninum, sem í daglegu tali er nefndur Hola íslenskra fræða. Lengra náði ekki metnaður íslenskra ráðamanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samkeppni er óttalegt vesen

Full ástæða er fyrir Samkeppniseftirlitið að hefja þegar í stað rannsókn á því hvort olíufélögin höfðu með sér samráð um að einungis eitt þeirra byði í viðskiptin við smábátasjómenn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Forsetinn skiptir máli og á hann mun reyna

Greinilega stefnir nú í að framboð af frambjóðendum til forseta verði langt umfram eftirspurn. Enn hafa engar kanónur meldað sig til leiks en í ljósi þess aukna pólitíska mikilvægis sem embættið hefur öðlast í tíð Ólafs Ragnars Grímssonar er ákjósanlegt að sá forseti sem við tekur í sumar fái afgerandi umboð frá þjóðinni.

Viðskipti innlent