Íslendingar erlendis

Fréttamynd

Flug­vélin féll um 54 metra á fimm sekúndum

Fyrstu niðurstöður rannsóknar eftirlitsaðila á flugslysinu sem átti sér stað í flugi vélar Singapore Airlines frá Lundúnum til Singapore fyrir viku síðan benda til þess að vélin hafi fallið um 54 metra á fimm sekúndum.

Erlent
Fréttamynd

„Fyrir­varinn var í rauninni enginn“

Aron Matthíasson var á leið í vinnuferð á vegum Marels til Nýja Sjálands fyrir viku síðan þegar flugvélin sem hann var í, sem var á leið frá London til Singapúr, lenti í mikilli ókyrrð sem varð til þess að einn lést og tugir slösuðust.

Innlent
Fréttamynd

Nemandinn á­kærður fyrir til­raun til manndráps

Norskur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps í ágúst í fyrra þegar hann réðst á Ingunni Björnsdóttur, kennara við Oslóarháskóla í Noregi. Karlmaðurinn viðurkennir að hafa veitt Ingunni og samkennara hennar áverka með hnífaárás en neitar að hafa ætlað að ráða þeim bana.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lendingurinn á meðal þeirra sem slösuðust

Íslendingurinn sem var meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í gær var meðal þeirra þrjátíu sem fluttir voru á sjúkrahús. Einn lést í ókyrrðinni og sjö slösuðust alvarlega.

Innlent
Fréttamynd

Enn frestast utan­kjör­fundar­at­kvæða­greiðslan

Utanríkisráðuneytið neyðist til að fresta til föstudags boðaðri utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna komandi forsetakosninga sem átti að fara fram á Gran Canaria á Spáni í dag. Það stafar af því að hluti kjörgagna sem send voru með forgangi á staðinn skiluðu sér ekki á áfangastað.

Innlent
Fréttamynd

Á­stæða fyrir því að spenna beltin í flugi

Vanir flugfarþegar þekkja það að upplifa mikla ókyrrð um borð. Það getur valdið örum hæðabreytingum í flugi og veldur mörgum einnig miklum óþægindum. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir ástæðu fyrir því að mælst sé til þess að farþegar sitji með sætisólar spenntar á meðan flugi stendur.

Innlent
Fréttamynd

Utan­ríkis­ráðu­neytið harmar skort á kjör­seðlum

Utanríkisráðuneytið harmar það að borið hafi á skorti á kjörseðlum vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Spáni fyrir komandi forsetakosningar á Íslandi. Uppnám varð á kjörfundi á eyjunum Tenerife og Gran Canaria í gær þegar ljóst varð að of fáir kjörseðlar hafi verið á kjörstað.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lendingur á meðal far­þega í flug­vélinni

Íslendingur var á meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í háloftunum með þeim afleiðingum að einn lést og þrjátíu slösuðust. Þetta kemur fram í frétt BBC sem hefur birt lista með þjóðernum farþega vélarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Elín Hall í rán­dýrum kjól á rauða dreglinum

Leikonan Elín Sif Hall klæddist kjól frá franska hátískuhúsinu Chanel á rauða dreglinum á kvikmyndahátiðinni í Cannes í Frakklandi í gær. Kjóllinn er úr haust- og vetr­ar­línu Chanel og kostar á aðra milljón króna.

Lífið
Fréttamynd

Fundu föt við hæfi á síðustu stundu fyrir Cannes

Leikararnir Mikael Kaaber og Katla Njálsdóttir eru nýlent í Cannes í Frakklandi þar sem frægasta kvikmyndahátíð í heimi hefst í dag. Þau Mikael og Katla fara bæði með hlutverk í kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Ljósbrot sem í dag verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni og er ein af opnunarmyndum hennar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Herra Hnetu­smjör hitti Akon: „Þeir vita sem vita“

Rapparinn Herra Hnetusmjör eða Árni Páll Árnason, gerði sér lítið fyrir og hitti bandaríska rapparann Akon. Herrann birtir mynd af sér með Akon á Instagram en hann hitti hann í Berlín í Þýskalandi þar sem hann skellti sér á tónleika.

Lífið
Fréttamynd

Lauf­ey tók lagið hjá Jimmy Fallon

Laufey Lín mætti í gærkvöldi til bandaríska spjallþáttastjórnandans Jimmy Fallon í spjallþátt hans The Tonight Show. Þar tók hún lagið sitt Goddess og spilaði á píanó.

Tónlist
Fréttamynd

Óskar hafi sett stjórninni afar­kosti

TV2 í Noregi segir ástæðu brottfarar Óskars Hrafns Þorvaldssonar frá Haugesund stafa af valdabaráttu milli hans og stjórnenda félagsins. Sú hafi leitt til þess að hann sagði upp.

Fótbolti
Fréttamynd

Í lagi að sætta sig við að vera barn­laus

Unnur Arndísardóttir býr á Spáni með manni sínum Jóni Tryggva Unnarssyni og hundinum þeirra Álfi litla. Þar heldur hún námskeið, stundar hugleiðslu og vinnur sem jógakennari og heilari. Unnur og Jón Tryggvi eru barnlaus en reyndu í mörg ár að eignast barn.

Lífið
Fréttamynd

Hera komst ekki á­fram

Framlag Íslands í Eurovision, lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur, komst ekki upp úr fyrri undanúrslitariðli Eurovision sem fór fram í Malmö í kvöld. 

Lífið
Fréttamynd

Lauf­ey skein skært á Met Gala

Tónlistarkonan, súperstjarnan og Grammy verðlaunahafinn Laufey fékk boð á eftirsóttasta tískuviðburð í heimi, Met Gala í New York. Hún skein skært í gærkvöldi í bleikum síðkjól frá tískuhúsinu Pra­bal Gur­ung.  

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Tróð upp í Nor­ræna partýinu

Hið svokallaða Norræna Eurovision-party fór fram í Malmö í dag. Hera Björk, auk keppenda hinna norrænu landanna, tróð upp í partýinu. Hún flutti bæði Scared of Heights, framlagið í ár, auk lagsins Je ne sais quoi, sem hún flutti í Eurovision árið 2011. 

Lífið
Fréttamynd

Hver er Kári Han­sen?

Kári Vilmundarson Hansen er einn þeirra sem skilaði inn undirskriftum til landskjörstjórnar með það fyrir augum að bjóða sig fram til forseta Íslands. Hann segir í stuttu spjalli við Vísi að hann hefði einfaldlega gripið gæsina, tækifærið.

Innlent
Fréttamynd

Disneydraumurinn varð loks að veru­leika

Langþráður draumur konu með einhverfu rættist á dögunum þegar hún heimsótti Disney World í Flórída. Hún lýsir ferðinni sem algjöru ævintýri en hún safnaði fyrir ferðinni með sölu á armböndum sem hún perlaði.

Lífið