Skoðun: Forsetakosningar 2024

Fréttamynd

Hatur og fyrir­litning

Undanfarna daga hefur Þjóðleikhús fáránleikans sett upp einhverja furðulegustu sýningu í manna minnum og er þó enginn hörgull á sambærilegum sýningum í sögu þessarar andlega löskuðu þjóðar.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­herjar

Nú göngum við íslendingar að kjörklefunum. Það er stór hópur sem hefur ákveðið að gefa kost á sér til forseta Íslands og öll hafa þau ýmislegt til brunns að bera, sama hvernig maður lítur á það. Það hefur orðið ljóst að slagurinn um atkvæði er orðinn ansi hávær og ganga mætti svo langt að segja að hann sé orðinn að leðjuslag. 

Skoðun
Fréttamynd

Að hitta hetjuna sína

Hæfileikar, einir og sér, leiða mann ekki frá einum stað til annars. Hæfileikar stýra því ekki hvernig maður kemur fram við fólk, dýr og náttúru, þeir hafa engan siðferðislegan áttavita og greiða manni afar fáar götur í samskiptum og flóknum álitamálum.

Skoðun
Fréttamynd

Ein­stakt tæki­færi

Hvað gerir forseti Íslands? Hvers vegna þurfum við forseta? Þetta eru spurningar sem hafa heyrst núna þegar við erum að kjósa okkur nýjan forseta. Starf forseta Íslands er eitt af þessum störfum, þar sem sá sem því gegnir, getur mótað starfið því það býður upp á mikinn sveigjanleika og fjölbreytta nálgun.

Skoðun
Fréttamynd

Óskað eftir for­seta sem færir ungu fólki völd

Á morgun 1. júní verður kosið til embættis forseta Íslands, þar sem við munum kjósa sjöunda forseta lýðveldisins. Í þessu samhengi skiptir máli að við unga fólkið skilum okkur á kjörstað og nýtum lýðræðislegan kosningarétt okkar. Við sem erum að kjósa í fyrsta skiptið fáum loksins að nýta kosningaréttinn, sem er mikið meira en bara réttur. Hann er tækifæri okkar til að láta rödd okkar heyrast og hafa áhrif á samfélagið.

Skoðun
Fréttamynd

Með ósk um vel­gengni, Halla Hrund

Þessi kosningabarátta hefur verið áhugaverð. Tími yfirvegaðra stefnuyfirlýsinga er löngu liðinn og við hefur tekið samfelldur kliður á samfélagsmiðlum sem fjölmiðlar sleikja upp í misjöfnum tilgangi. Stundum hefur þetta tekið á sig mynd hatrammra skothríða þar sem orðfæri hefur gengið fram af viðkvæmu og grandvöru fólki.

Skoðun
Fréttamynd

Ég styð Höllu Hrund Logadóttur

Það er mikilvægt að forseti Íslands sé óháður valdastéttum og pólitískum flokkum. Forseti má ekki þurfa að taka afstöðu til máls sem hann hefur áður stutt eða lagt fram.

Skoðun
Fréttamynd

Arnar Þór Jóns­son

Eflaust varpa flestir öndinni léttar þegar þeirri skýjareið og draumarugli lýkur, sem einkennt hefur umræðuna um forsetakosningar undanfarið. Engan skal undra að þjóðinni líði eins og húðsneyptum hundi og fái aulahroll, þegar hún heyrir fjölmiðlafólk, misgáfaða álitsgjafa og suma frambjóðendur ræða um sig, eins og hún sjálf sé mállaus óviti er þurfi að hugsa fyrir.

Skoðun
Fréttamynd

Að skreyta sig með stolnum fjöðrum

Undanfarna daga hefur þeirri áhugaverðu söguskýringu verið haldið á lofti að það sé ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur eitthvað sérstaklega að þakka að fjöldinn allur af Palestínufólki hafi komist undan þjóðarmorði á Gaza og hingað til Íslands, þar sem fólkið er með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Dvalarleyfi sem þau eiga einfaldlega rétt á samkvæmt lögum og er engum að "þakka."

Skoðun
Fréttamynd

Opið bréf til Jóns Ólafs­sonar heim­spekings

Hvort má Katrín Jakobsdóttir bjóða sig fram? Jón Ólafsson! þú ert prófessor við Háskóla Íslands, doktor í heimspeki með gráðu í Rússlandsfræðum og hefur göfug stefnumið samkvæmt skilgreiningu ritstjórnar Vísindavefsins:

Skoðun
Fréttamynd

Per­sónan Katrín Jakobs­dóttir

„Ég vil alltaf bæta mig,“ svaraði Katrín auðmjúk þegar ég spurði hana hvernig henni hafi gengið í lokaprófunum. Þarna stóðum við fyrir framan kennslustofurnar í Menntaskólanum við Sund með vitnisburðinn í höndunum

Skoðun
Fréttamynd

For­setinn, NATÓ, ýsan og blokkin

Varðandi afstöðu míns forsetaframbjóðanda Katrínar Jakobsdóttur til aðildar Íslands að Atlantshafsbandalaginu og fram kom í kappræðum á Stöð 2 í gærkvöldi þá er það dæmi um mál þar sem okkur greinir á í grundvallaratriði.

Skoðun
Fréttamynd

„Svona er á síld“

Ekki er laust við að einhverjir hafi farið fullmikinn að undanförnu í glósum og glefsum vegna forsetakosninga, sumir jafnvel offari, sem er miður. En það er eins og gengur, pólitíkin er grimmt sport, skoðanir skiptar, mannskepnan misjöfn og kurteisi ekki öllum í blóð borin.

Skoðun
Fréttamynd

Aldrei hitta hetjurnar þínar

Er þekkt orðatiltæki sem segir manni að leita ekki persónulegra kynna við þá sem maður hefur litið upp til og/eða hefur mikið dálæti á úr fjarska eða í gegnum miðla.

Skoðun
Fréttamynd

Auð­lindir í almannaeigu – Halla Hrund Logadóttir 7. for­seti Ís­lands

Lúmsk yfirtaka nýfrjálshyggjunnar byrjaði að herja á Bandaríkin og Bretland á níunda áratugnum í forsetatíð Reagans og Thatcher. Skilaboðin voru skýr: minnka þyrfti ríkisrekstur og einkavæða. Einfalda regluverkið. Lækka þyrfi skatta og auka flæði framleiðslu og fjár á heimsmarkaði. Markaðurinn ætti að ráða.

Skoðun
Fréttamynd

Hver er besti skóla­stjórinn?

Nú í vikunni þegar ég kom inn í einn af yngri bekkjum skólans sem ég starfa í til að sækja nemanda voru krakkarnir í bekknum niðursokknir í myndband sem rúllaði á tjaldinu.

Skoðun
Fréttamynd

Vofa húsagans býsnast enn

Árið 1995 urðu tímamót á Íslandi þegar tjáningarfrelsi var lögleitt að því leyti sem kannski mestu máli skiptir: þá varð íbúum landsins frjálst að gagnrýna embættismenn. Nánar til tekið var 108. grein hegningarlaga fjarlægð en hún hljómaði svo:

Skoðun
Fréttamynd

Nokkrar stað­reyndir um Ís­land, Katrínu og Gaza

Ég hef unnið með Katrínu Jakobsdóttur í 21 ár og alla tíð dáðst að kjarki hennar og áræðni sem er mun meiri en hjá flestum stjórnmálamönnum. Að sama skapi hef ég undrast alla þá neikvæðni og níð sem heyrist um þessa mætu konu í tilefni forsetakosninganna.

Skoðun
Fréttamynd

Til þeirra sem hyggjast kjósa Katrínu Jakobs­dóttur

Þegar kemur að því að ræða fólk sem býður sig fram til opinberra embætta finnst mér mikilvægt að aðgát sé höfð í nærveru sálar. Þrátt fyrir að eiginhagsmunir og vinahylling geti verið kveikjan að slíku framboði hugsa ég að flestir bjóði sig fram af heilum hug með trú á eigin getu og því ber að fagna.

Skoðun
Fréttamynd

Katrín og kvenhatrið

Nýjasta útspil stuðningsmanna Katrínar Jakobsdóttur um að það sé merki um kvenhatur og kvenfyrirlitningu (Jón Ólafsson og Berglind Rós Magnúsdóttir) að hafa efasemdir um framboð Katrínar til forsetaembættisins er athyglisvert, rétt eins og fliss Ragnars Kjartanssonar yfir orðinu elíta, vegna þess að öll tilheyra þau menningarelítunni sem Auður Jónsdóttir gagnrýndi nýlega í frægri grein í Heimildinni og njóta augljóslega góðs af nálægðinni við Katrínu og hennar öfluga stuðningsfólk.

Skoðun
Fréttamynd

Bessa­staðir eru ekki fyrir byrj­endur

Í ljósi þess að nú standa fyrir dyrum forsetakosningar er brýnt að hugsa aðeins nánar um embættið og hvers konar einstakling heppilegast sé að velja í það. Fleiri en nokkru sinni áður bjóða sig nú fram til að gegna þessu æðsta embætti þjóðarinnar, en landsmenn þurfa að velja nú strax á laugardaginn.

Skoðun
Fréttamynd

Ég vil Baldur og því kýs ég Baldur

Ég hef undanfarna daga verið að hugsa með sjálfum mér afhverju ég ætli að kjósa Baldur Þórhallsson? Ég svo fattaði það, þegar ég fann bréf frá sjálfum mér niðri í kompu. Þetta bréf var 24 ára gamalt. Þar las ég um þennan týnda strák sem var að leita að hamingjunni, ástinni og tilgangi lífsins.

Skoðun
Fréttamynd

Inngönguspáin

Þá er komið að því, kjördagur forsetakosninga er á morgun og því hárréttur tími til að birta inngönguspána.

Skoðun
Fréttamynd

Ær­leg og heiðar­leg manneskja

Það er mikilvægt að nýta kosningaréttinn því það er langt frá því að vera sjálfsagt mál að hafa þann rétt og það þurfti baráttu til að öðlast hann.

Skoðun
Fréttamynd

Barna­píu á Bessa­staði!

Þegar ég var 10 ára gamall byrjaði systir mín með strák sem mér fannst mjög skemmtilegur. Þau voru 16 ára og henni fannst eðlilega gersamlega glatað hvað ég vildi alltaf vera mikið með þeim og bankaði mikið á herbergisdyrnar hennar.

Skoðun
Fréttamynd

KosninGnarr krafta­verk

Nýlega heyrði ég kenningu þess efnis að hátt hlutfall ADHD greininga á Íslandi megi skýra með því hvernig landið byggðist.

Skoðun