Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Halla féllst á beiðni Bjarna og rúmar sex vikur til kosninga Halla Tómasdóttir forseti féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í dag um þingrof. Kosið verður til Alþingis þann 30. nóvember næstkomandi. Innlent 15.10.2024 12:50 Reglan að forseti fari fram á starfsstjórn Biðji forsætisráðherra lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt er reglan að forseti biður ríkisstjórnarflokkanna að sitja áfram í starfsstjórn þar til nýr ríkisstjórn hefur verið mynduð segir lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík. Ef annar tekur við hins vegar við forsætisráðuneytinu þá sé um að ræða nýja ríkisstjórn en ekki starfsstjórn. Það séu til dæmi um það. Innlent 15.10.2024 12:18 Forseti Alþingis telur eðlilegt að Bjarni leiði starfsstjórn Forseti Alþingis telur eðlilegt að Bjarna Benediktssyni verði falið að leiða starfsstjórn eftir að hann biðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt á Bessastöðum síðar í dag. Óvissa ríki eðlilega um þingstörf þessa dagana en ekkert verði að þingfundi sem var á dagskrá Alþingis í dag. Innlent 15.10.2024 11:50 Rúmar þrjár milljónir króna á hvert gæludýr úkraínskra flóttamanna Ráðstafanir til þess að úkraínskir flóttamenn gætu tekið gæludýr sín með sér til Íslands kostuðu hátt í 59 milljónir króna. Kostnaðurinn á hvert gæludýr nam rúmum þremur milljónum króna en koma þurfti á fót sérstakri einangrunarstöð fyrir dýrin. Innlent 15.10.2024 09:41 Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda Árangur er metinn út frá gildismati hvers og eins. Það hvað telst til árangurs og hvort honum hafi verið náð er því opinberandi fyrir þann sem það metur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á undanförnum vikum haldið því fram að undir forystu flokksins hafi gríðarlegum árangri verið náð í málefnum hælisleitenda. Skoðun 15.10.2024 09:03 Þórdís gæti boðið sig fram í Kraganum Mögulegt er að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, bjóði sig fram í Suðvesturkjördæmi í kosningum sem fara fram í næsta mánuði. Hún segist íhuga það alvarlega. Innlent 15.10.2024 08:40 „Loksins!“ segja ungir sjálfstæðismenn Samband ungra sjálfstæðismanna fagnar ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um að binda enda á ríkisstjórnarsamstarfið. Innlent 14.10.2024 22:03 Almenningur um stjórnarslit: „Þetta var komið út í smá rugl“ Atburðarásin hefur verið hröð í pólitíkinni síðustu sólarhringa og sérfræðingar varla haft undan að reyna að greina stöðuna. Lífið 14.10.2024 21:19 Starfsstjórn með nýjum forsætisráðherra „bara einhver furðukenning“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segist ætla að biðjast lausnar úr embætti, en segir það hafa legið fyrir frá því að hann tilkynnti um að hann óski eftir þingrofi á sunnudag. Honum finnist eðlilegast að mynda starfsstjórn með stuttan forgangslista sem geti komið mikilvægum málum, líkt og fjárlögum, í gegn sem fyrst. Innlent 14.10.2024 21:06 Ekki einhugur meðal formanna flokkanna um framhaldið Ekki er einhugur um það meðal leiðtoga á Alþingi hvort forseti Íslands eigi að verða við ósk forsætisráðherra um þingrof, eða hvort honum beri að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Forsetinn ræddi við leiðtoga allra flokkanna í dag. Formaður Vinstri grænna lýsti því yfir snemma í kvöld að hún gæti vel séð fyrir sér minnihlutastjórn hennar flokks með Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins í embætti forsætisráðherra fram að kosningum. Innlent 14.10.2024 20:13 Sér Sigurð Inga alveg fyrir sér sem forsætisráðherra Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur að Bjarni Benediktsson ætti að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, enda hafi hann og Sjálfstæðisflokkurinn gefist upp á verkefninu og yfirgefið ríkisstjórnina. Hún geti vel séð fyrir sér starfsstjórn Framsóknarflokks og Vinstri grænna fram að kosningum undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins. Innlent 14.10.2024 19:25 Dagbjört stendur við færsluna sem hún eyddi Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist standa við það sem hún sagði í færslu sem hún eyddi af samfélagsmiðlum um helgina. Hún segir þau hörðu viðbrögð sem færslan fékk einkennast af misskilningi og fréttaflutning af henni misvísandi. Innlent 14.10.2024 18:52 Stjórnarslit og frestun á bankasölu muni hafa lítil áhrif á skuldabréfamarkaðinn Stjórnarslitin munu hafa lítil áhrif á þróunina á skuldabréfamarkaði á næstu misserum, að sögn sjóðstjóra, sem bendir á að slík niðurstaða sé búin að vera í kortunum í talsverðan tíma og hafi því ekki átt að koma fjárfestum á óvart. Verðbólguálagið lækkaði nokkuð á markaði í dag sem kann að vera vísbending um að skuldabréfafjárfestar vænti þess að áformað frumvarp um olíu- og kílómetragjald muni verða að veruleika. Innherji 14.10.2024 17:11 Afar spenntur fyrir minnihlutastjórn Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra hafi komið sér á óvart um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Orri segist skilja orð hans þannig að hann sé að „gefast upp á þessu verkefni.“ Innlent 14.10.2024 17:02 „Ekkert eðlilega leiðinleg, þessi ríkisstjórn“ Fulltrúar minnihlutans á Alþingi reyndu ekki að leyna létti sem hefur gripið um sig í þeirra röðum við þá ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og óska eftir þingrofi. „Hún var ekkert eðlilega leiðinleg, þessi ríkisstjórn,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir fulltrúi Viðreisnar og bætti um betur en áður hafði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati gefið ríkisstjórninni þessa sömu einkunn. Innlent 14.10.2024 16:45 Allar líkur á samþykki forseta og að stjórnin sitji til kosninga Prófessor í lögfræði segist telja allar líkur á að forseti Íslands fallist á beiðni forsætisráðherra um þingrof. Þá sé ólíklegt að formenn ríkisstjórnarflokkanna geti ekki unnið saman fram að kosningum í nóvember. Innlent 14.10.2024 15:46 „Við erum ekkert ofboðslega hrifin af þessari dramatík“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins segir stjórnarsamstarfinu augljóslega lokið. Það þurfi að klára lykilmál eins og fjárlög en það séu kosningar framunda. Framsóknarflokkurinn sé tilbúinn. Það skipti mestu máli að vextir halda áfram að lækka og koma efnahagsmálunum í lag. Lilja ræddi við fréttamann að loknum þingflokksfundi. Innlent 14.10.2024 14:57 Staðan óljós eftir atburðarás gærdagsins Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir þingflokkinn hafa farið yfir stöðuna í stjórnmálum í dag á þingflokksfundi. Staðan sé óljóst eftir atburðarás gærdagsins. Hann ætlar á fundi með forsetanum síðar í dag að ræða það hvort ríkisstjórnin starfi saman fram að kosningum eða hvort skipa þurfi starfsstjórn. Innlent 14.10.2024 14:32 „Risastórt“ fjármögnunargat sem þarf að brúa frestist salan á Íslandsbanka Ólíklegt er að áform stjórnvalda um að selja um tuttugu prósenta hlut í Íslandsbanka nái fram að ganga á komandi vikum sem þýðir að ríkissjóður þarf að leita annarra fjármögnunarleiða til að mæta áætlaðri fjárþörf sinni á þessu ári. Þrátt fyrir pólitíska óvissu hafa viðbrögð fjárfesta á markaði ekki verið afgerandi – krónan styrktist lítillega og ávöxtunarkrafa skuldabréfa heilt yfir lækkað – en ósennilegt er að stjórnarslitin muni setja í uppnám væntingar um frekari vaxtalækkanir þegar peningastefnunefnd kemur saman í næsta mánuði, að mati sérfræðinga á skuldabréfamarkaði. Innherji 14.10.2024 13:48 „Við þurfum að flýta okkur hægt í þessari stöðu“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir liggja fyrir að forsætisráðherra hafi ekki beðist lausnar fyrir sína ríkisstjórn. Ræða þurfi hvort setja eigi þess í stað starfsstjórn. Innlent 14.10.2024 13:30 Það henti VG að vera í „svolitlum slag“ við Sjálfstæðisflokkinn Bæði formaður VG og formaður Framsóknar hafa lýst ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um stjórnarslit, sem óvæntum. Þetta hafi komið þeim í opna skjöldu. Ólafur Þ Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor var beðinn um að meta stöðu flokkanna eftir ákvörðun Bjarna. Innlent 14.10.2024 13:21 Þegar öll þjóðin andar léttar Það er margt að meðtaka í umhverfi stjórnmálanna núna fyrir ungt fólk og í gær upplifði ég tilfinningu sem ég held ég hafi aldrei upplifað áður. Skoðun 14.10.2024 13:02 Skondið að sjá ágreininginn koma upp á yfirborðið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir ekkert óeðlilegt að ríkisstjórnin starfi áfram sem starfsstjórn en það sé skondið að sjá allan ágreininginn koma upp á yfirborðið. Þau verði bara að axla sína ábyrgð. Þorgerður ræddi við fjölmiðla á leið til fundar við forseta Íslands. Innlent 14.10.2024 12:58 Stuttur tími til að „komast í kjólinn fyrir jólin“ Nú þegar stefnir í kosningar fyrir jól, keppast flokkarnir við að smíða lista til að tefla fram. Uppstilling þykir líkleg víða, og aðeins einn flokkur hefur þegar tekið ákvörðun um að fara í prófkjör. Formaður eins flokksins segir þá ekki hafa langan tíma til að „komast í kjólinn fyrir jólin“. Innlent 14.10.2024 12:26 Pallborðið: Hvað segir stjórnarandstaðan um útspil Bjarna? Bergþór Ólason, Inga Sæland, Jóhann Páll Jóhannsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verður tilkynning Bjarna Benediktssonar í gær. Innlent 14.10.2024 12:24 Óvissa í efnahagslífinu og erfitt að sjá að verðbólga hjaðni nú Deildarforseti Háskólans á Bifröst segir stjórnarslitin skapa óvissu í efnahagslífinu og erfitt sé að sjá að verðbólga haldi áfram að hjaðna í núverandi ástandi. Hún telur að atvinnulíf muni halda að sér höndum þar til það fer að róast. Nú vilji menn bæði vera í axlaböndum og með belti. Innlent 14.10.2024 11:56 „Mér gæti ekki verið meira sama um alla spekingana“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að honum sé sama um það sem stjórnmálaskýrendur munu segja um ákvörðun hans að boða þingrof. Hann þurfi sterkara umboð og stærri þingflokk til þess að ná fram markmiðum Sjálfstæðisflokksins. Innlent 14.10.2024 10:31 Gerir grein fyrir ákvörðun sinni síðar í vikunni Halla Tómasdóttir, forseti, segist ætla að ræða við formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi áður en hún tekur afstöðu til óskar forsætisráðherra um þingrof. Hún ætlar að greina frá ákvörðun sinni seinna í vikunni. Innlent 14.10.2024 09:55 Óvenjulegt ef forseti féllist ekki á ósk um þingrof Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gerir ráð fyrir að Halla Tómasdóttir, forseti, verði við bón hans um þingrof og að það væri afar óvenjulegt ef hún gerði það ekki. Það hversu fljótt þing verði rofið hafi áhrif á kjördag. Innlent 14.10.2024 09:22 Vilja Guðlaugur Þór, Landsvirkjun og Hafnarfjarðarbær afnema kærurétt almennings? Töluvert ber um þessar mundir á því að stjórnvöld, fyrirtæki og hagsmunasamtök kenni öðrum um eigin hrakfarir. Skoðun 14.10.2024 09:15 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 34 ›
Halla féllst á beiðni Bjarna og rúmar sex vikur til kosninga Halla Tómasdóttir forseti féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í dag um þingrof. Kosið verður til Alþingis þann 30. nóvember næstkomandi. Innlent 15.10.2024 12:50
Reglan að forseti fari fram á starfsstjórn Biðji forsætisráðherra lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt er reglan að forseti biður ríkisstjórnarflokkanna að sitja áfram í starfsstjórn þar til nýr ríkisstjórn hefur verið mynduð segir lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík. Ef annar tekur við hins vegar við forsætisráðuneytinu þá sé um að ræða nýja ríkisstjórn en ekki starfsstjórn. Það séu til dæmi um það. Innlent 15.10.2024 12:18
Forseti Alþingis telur eðlilegt að Bjarni leiði starfsstjórn Forseti Alþingis telur eðlilegt að Bjarna Benediktssyni verði falið að leiða starfsstjórn eftir að hann biðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt á Bessastöðum síðar í dag. Óvissa ríki eðlilega um þingstörf þessa dagana en ekkert verði að þingfundi sem var á dagskrá Alþingis í dag. Innlent 15.10.2024 11:50
Rúmar þrjár milljónir króna á hvert gæludýr úkraínskra flóttamanna Ráðstafanir til þess að úkraínskir flóttamenn gætu tekið gæludýr sín með sér til Íslands kostuðu hátt í 59 milljónir króna. Kostnaðurinn á hvert gæludýr nam rúmum þremur milljónum króna en koma þurfti á fót sérstakri einangrunarstöð fyrir dýrin. Innlent 15.10.2024 09:41
Raunverulegur árangur í málefnum hælisleitenda Árangur er metinn út frá gildismati hvers og eins. Það hvað telst til árangurs og hvort honum hafi verið náð er því opinberandi fyrir þann sem það metur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á undanförnum vikum haldið því fram að undir forystu flokksins hafi gríðarlegum árangri verið náð í málefnum hælisleitenda. Skoðun 15.10.2024 09:03
Þórdís gæti boðið sig fram í Kraganum Mögulegt er að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, bjóði sig fram í Suðvesturkjördæmi í kosningum sem fara fram í næsta mánuði. Hún segist íhuga það alvarlega. Innlent 15.10.2024 08:40
„Loksins!“ segja ungir sjálfstæðismenn Samband ungra sjálfstæðismanna fagnar ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um að binda enda á ríkisstjórnarsamstarfið. Innlent 14.10.2024 22:03
Almenningur um stjórnarslit: „Þetta var komið út í smá rugl“ Atburðarásin hefur verið hröð í pólitíkinni síðustu sólarhringa og sérfræðingar varla haft undan að reyna að greina stöðuna. Lífið 14.10.2024 21:19
Starfsstjórn með nýjum forsætisráðherra „bara einhver furðukenning“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segist ætla að biðjast lausnar úr embætti, en segir það hafa legið fyrir frá því að hann tilkynnti um að hann óski eftir þingrofi á sunnudag. Honum finnist eðlilegast að mynda starfsstjórn með stuttan forgangslista sem geti komið mikilvægum málum, líkt og fjárlögum, í gegn sem fyrst. Innlent 14.10.2024 21:06
Ekki einhugur meðal formanna flokkanna um framhaldið Ekki er einhugur um það meðal leiðtoga á Alþingi hvort forseti Íslands eigi að verða við ósk forsætisráðherra um þingrof, eða hvort honum beri að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Forsetinn ræddi við leiðtoga allra flokkanna í dag. Formaður Vinstri grænna lýsti því yfir snemma í kvöld að hún gæti vel séð fyrir sér minnihlutastjórn hennar flokks með Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins í embætti forsætisráðherra fram að kosningum. Innlent 14.10.2024 20:13
Sér Sigurð Inga alveg fyrir sér sem forsætisráðherra Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur að Bjarni Benediktsson ætti að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, enda hafi hann og Sjálfstæðisflokkurinn gefist upp á verkefninu og yfirgefið ríkisstjórnina. Hún geti vel séð fyrir sér starfsstjórn Framsóknarflokks og Vinstri grænna fram að kosningum undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins. Innlent 14.10.2024 19:25
Dagbjört stendur við færsluna sem hún eyddi Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist standa við það sem hún sagði í færslu sem hún eyddi af samfélagsmiðlum um helgina. Hún segir þau hörðu viðbrögð sem færslan fékk einkennast af misskilningi og fréttaflutning af henni misvísandi. Innlent 14.10.2024 18:52
Stjórnarslit og frestun á bankasölu muni hafa lítil áhrif á skuldabréfamarkaðinn Stjórnarslitin munu hafa lítil áhrif á þróunina á skuldabréfamarkaði á næstu misserum, að sögn sjóðstjóra, sem bendir á að slík niðurstaða sé búin að vera í kortunum í talsverðan tíma og hafi því ekki átt að koma fjárfestum á óvart. Verðbólguálagið lækkaði nokkuð á markaði í dag sem kann að vera vísbending um að skuldabréfafjárfestar vænti þess að áformað frumvarp um olíu- og kílómetragjald muni verða að veruleika. Innherji 14.10.2024 17:11
Afar spenntur fyrir minnihlutastjórn Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra hafi komið sér á óvart um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Orri segist skilja orð hans þannig að hann sé að „gefast upp á þessu verkefni.“ Innlent 14.10.2024 17:02
„Ekkert eðlilega leiðinleg, þessi ríkisstjórn“ Fulltrúar minnihlutans á Alþingi reyndu ekki að leyna létti sem hefur gripið um sig í þeirra röðum við þá ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og óska eftir þingrofi. „Hún var ekkert eðlilega leiðinleg, þessi ríkisstjórn,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir fulltrúi Viðreisnar og bætti um betur en áður hafði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati gefið ríkisstjórninni þessa sömu einkunn. Innlent 14.10.2024 16:45
Allar líkur á samþykki forseta og að stjórnin sitji til kosninga Prófessor í lögfræði segist telja allar líkur á að forseti Íslands fallist á beiðni forsætisráðherra um þingrof. Þá sé ólíklegt að formenn ríkisstjórnarflokkanna geti ekki unnið saman fram að kosningum í nóvember. Innlent 14.10.2024 15:46
„Við erum ekkert ofboðslega hrifin af þessari dramatík“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins segir stjórnarsamstarfinu augljóslega lokið. Það þurfi að klára lykilmál eins og fjárlög en það séu kosningar framunda. Framsóknarflokkurinn sé tilbúinn. Það skipti mestu máli að vextir halda áfram að lækka og koma efnahagsmálunum í lag. Lilja ræddi við fréttamann að loknum þingflokksfundi. Innlent 14.10.2024 14:57
Staðan óljós eftir atburðarás gærdagsins Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir þingflokkinn hafa farið yfir stöðuna í stjórnmálum í dag á þingflokksfundi. Staðan sé óljóst eftir atburðarás gærdagsins. Hann ætlar á fundi með forsetanum síðar í dag að ræða það hvort ríkisstjórnin starfi saman fram að kosningum eða hvort skipa þurfi starfsstjórn. Innlent 14.10.2024 14:32
„Risastórt“ fjármögnunargat sem þarf að brúa frestist salan á Íslandsbanka Ólíklegt er að áform stjórnvalda um að selja um tuttugu prósenta hlut í Íslandsbanka nái fram að ganga á komandi vikum sem þýðir að ríkissjóður þarf að leita annarra fjármögnunarleiða til að mæta áætlaðri fjárþörf sinni á þessu ári. Þrátt fyrir pólitíska óvissu hafa viðbrögð fjárfesta á markaði ekki verið afgerandi – krónan styrktist lítillega og ávöxtunarkrafa skuldabréfa heilt yfir lækkað – en ósennilegt er að stjórnarslitin muni setja í uppnám væntingar um frekari vaxtalækkanir þegar peningastefnunefnd kemur saman í næsta mánuði, að mati sérfræðinga á skuldabréfamarkaði. Innherji 14.10.2024 13:48
„Við þurfum að flýta okkur hægt í þessari stöðu“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir liggja fyrir að forsætisráðherra hafi ekki beðist lausnar fyrir sína ríkisstjórn. Ræða þurfi hvort setja eigi þess í stað starfsstjórn. Innlent 14.10.2024 13:30
Það henti VG að vera í „svolitlum slag“ við Sjálfstæðisflokkinn Bæði formaður VG og formaður Framsóknar hafa lýst ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um stjórnarslit, sem óvæntum. Þetta hafi komið þeim í opna skjöldu. Ólafur Þ Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor var beðinn um að meta stöðu flokkanna eftir ákvörðun Bjarna. Innlent 14.10.2024 13:21
Þegar öll þjóðin andar léttar Það er margt að meðtaka í umhverfi stjórnmálanna núna fyrir ungt fólk og í gær upplifði ég tilfinningu sem ég held ég hafi aldrei upplifað áður. Skoðun 14.10.2024 13:02
Skondið að sjá ágreininginn koma upp á yfirborðið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir ekkert óeðlilegt að ríkisstjórnin starfi áfram sem starfsstjórn en það sé skondið að sjá allan ágreininginn koma upp á yfirborðið. Þau verði bara að axla sína ábyrgð. Þorgerður ræddi við fjölmiðla á leið til fundar við forseta Íslands. Innlent 14.10.2024 12:58
Stuttur tími til að „komast í kjólinn fyrir jólin“ Nú þegar stefnir í kosningar fyrir jól, keppast flokkarnir við að smíða lista til að tefla fram. Uppstilling þykir líkleg víða, og aðeins einn flokkur hefur þegar tekið ákvörðun um að fara í prófkjör. Formaður eins flokksins segir þá ekki hafa langan tíma til að „komast í kjólinn fyrir jólin“. Innlent 14.10.2024 12:26
Pallborðið: Hvað segir stjórnarandstaðan um útspil Bjarna? Bergþór Ólason, Inga Sæland, Jóhann Páll Jóhannsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verður tilkynning Bjarna Benediktssonar í gær. Innlent 14.10.2024 12:24
Óvissa í efnahagslífinu og erfitt að sjá að verðbólga hjaðni nú Deildarforseti Háskólans á Bifröst segir stjórnarslitin skapa óvissu í efnahagslífinu og erfitt sé að sjá að verðbólga haldi áfram að hjaðna í núverandi ástandi. Hún telur að atvinnulíf muni halda að sér höndum þar til það fer að róast. Nú vilji menn bæði vera í axlaböndum og með belti. Innlent 14.10.2024 11:56
„Mér gæti ekki verið meira sama um alla spekingana“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að honum sé sama um það sem stjórnmálaskýrendur munu segja um ákvörðun hans að boða þingrof. Hann þurfi sterkara umboð og stærri þingflokk til þess að ná fram markmiðum Sjálfstæðisflokksins. Innlent 14.10.2024 10:31
Gerir grein fyrir ákvörðun sinni síðar í vikunni Halla Tómasdóttir, forseti, segist ætla að ræða við formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi áður en hún tekur afstöðu til óskar forsætisráðherra um þingrof. Hún ætlar að greina frá ákvörðun sinni seinna í vikunni. Innlent 14.10.2024 09:55
Óvenjulegt ef forseti féllist ekki á ósk um þingrof Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gerir ráð fyrir að Halla Tómasdóttir, forseti, verði við bón hans um þingrof og að það væri afar óvenjulegt ef hún gerði það ekki. Það hversu fljótt þing verði rofið hafi áhrif á kjördag. Innlent 14.10.2024 09:22
Vilja Guðlaugur Þór, Landsvirkjun og Hafnarfjarðarbær afnema kærurétt almennings? Töluvert ber um þessar mundir á því að stjórnvöld, fyrirtæki og hagsmunasamtök kenni öðrum um eigin hrakfarir. Skoðun 14.10.2024 09:15