Lífið

„Ég dreg mig í hlé og fer bara og stofna kaffi­hús“

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Snorri tók ummælunum vel.
Snorri tók ummælunum vel.

Birna Einarsdóttir athafnakona og stjórnarformaður Iceland seafood skaut föstum skotum að Snorra Mássyni fjölmiðlamanni á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem nú fer fram í Silfurbergi í Hörpu. Þar stýrði Snorri pallborðsumræðum. 

„Til að stjórna umræðum höf­um við fengið Snorra Más­son. Eins og fram kom í ný­legu hlaðvarpi þá er ég bara kona þannig að ég dreg mig í hlé og fer bara og stofna kaffi­hús,“ sagði Birna þegar hún kynnti Snorra til leiks.

Þar vísaði hún til umdeildra orða Snorra í hlaðvarpsþætti hans sem ber nafnið Skoðanabræður. Þar ræddi hann og Bergþór Másson bróðir hans við Patrik Atlason tónlistarmann um hlutverk kvenna í atvinnulífinu og á heimilinu. Lagði Snorri til að konur gætu stofnað kaffihús í stað þess að vinna.

„Takk kærlega, takk kærlega,“ sagði Snorri við þessa kynningu Birnu. „Ég er viss um að Birna verður farsæl á því sviði,“ sagði Snorri í gríni áður en hann hóf að stýra umræðum.


Tengdar fréttir

Karl­remba sé komin í tísku

Kynjafræðingur óttast að karlremba sé komin aftur í tísku. Umræða um að það þyki hugrekki að fara gegn femínistum og hinsegin fólki sé mjög alvarleg. 

Ætlar hvorki að hætta að vinna né opna kaffihús

Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og þjónustu hjá flugfélaginu Play, segir tilvonandi eiginmann sinn, Snorra Másson, hvetja hana til dáða í hverju sem hún tekur sér fyrir á vinnumarkaði. Hún ætli sér þó hvorki að hætta að vinna né að opna kaffihús.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×