Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Karólína í raun verið meidd í heilt ár

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta varð fyrir miklu áfalli í aðdraganda leikjanna mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland þegar ljóst varð að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, einn besti leikmaður liðsins á EM, yrði ekki með vegna meiðsla.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ef horft er til fram­tíðar þá er hún björt og margar sem eiga enn­ eftir að springa út“

Það styttist í næsta landsliðsverkefni hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta en þær spila síðustu leikina í undankeppni HM í upphafi næsta mánaðar. Liðið er í góðri stöðu og ljóst að sigrar í báðum leikjunum tryggja liðinu sæti á HM í fyrsta skipti. Vísir fór á stúfana og ræddi við nokkra sérfræðinga um þeirra skoðun á Evrópumótinu sem fram fór í Englandi svona þegar rykið hefur sest og stöðu mála hjá landsliðinu fyrir komandi verkefni.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáðu mörkin úr hasarnum í Víkinni

Íslands- og bikarmeistarar Víkings eiga enn möguleika á að verja báða titla sína eftir magnaðan 5-3 sigur á KR í stórbrotnum leik í Víkinni í gærkvöld. Hér að neðan má sjá mörkin úr leik gærkvöldsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tvær ís­lenskar frum­raunir í opnunar­um­ferð þar sem Mara­dona Kákasus­fjallanna stal senunni

Ítalska A deildin fór af stað um síðastliðna helgi og voru úrslit þar nokkuð eftir bókinni. Ekki er þar með sagt að dramatíkina hafi skort, því boltinn var víða að skila sér í markið í uppbótatíma. Hinar svokölluðu systurnar sjö – toppliðin AC Milan, Internazionale, Juventus, Napoli, Roma, Lazio og Fiorentina unnu öll sigra og hálfsystirin Atalanta sömuleiðis.

Fótbolti
Fréttamynd

Fylkir á toppinn eftir sigur í sjö marka leik

Fimm leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld og var nóg af mörkum sem litu dagsins ljós. Fylkir lyfti sér á topp deildarinnar með 4-3 sigri gegn Selfyssingum og þá vann Fjölnir einnig 4-3 sigur gegn Grindavík.

Fótbolti
Fréttamynd

Sara kom inn á í stórsigri Juventus

Landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir lék seinasta hálftíma leiksins fyrir Juventus er liðið vann afar öruggan 4-0 sigur gegn Racing Luxemborg í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Íslendingalið Viking nálgast Sambandsdeildina

Patrik Sigurður Gunnarsson, Samúel Kári Friðjónsson og félagar þeirra í norska liðinu Viking unnu mikilvægan 1-2 útisigur er liðið heimsótti FCSB til Rúmeníu í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Elísa­bet og Kristian­stad úr leik í Meistara­deildinni

Kristianstad, lið Elísabetar Gunnarsdóttur, er úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið mátti þola 3-1 tap gegn Ajax er liðin mættust í Hjörring í Danmörku. Amanda Andradóttir og Emelía Óskarsdóttir byrjuðu leikinn á bekknum hjá Kristianstad.

Fótbolti