Innlent

Sam­­skipti starfs­mannanna gefi kol­ranga mynd af starfi borgarinnar

Odd­viti Pírata í borgar­stjórn segir af og frá að lýð­ræðis-og sam­ráðs­vett­vangar Reykja­víkur séu upp á punt, líkt og að­stoðar­maður ráð­herra hefur spurt sig að opin­ber­lega í kjöl­far frétta­flutnings af um­deildum sam­skiptum starfs­manna borgarinnar á fundi með í­búum. Sam­skiptin verða til um­fjöllunar í borgar­ráði í dag en Dóra segir þau gefa kol­ranga mynd af starfi borgarinnar.

Innlent

Dregist úr hófi að tryggja nem­endum pláss á starfs­brautum

Mikil fjölgun hefur orðið á umsóknum á starfsbrautir framhaldsskóla. Í ár hafi vinna við að tryggja þeim nemendum pláss dregist úr hófi en unnið sé að því að allir fái skólavist við hæfi. Endurskoðun á starfsbrautum framhaldsskóla stendur yfir í mennta- og barnamálaráðuneytinu.

Innlent

For­setinn heiðraði Hönnu Birnu

Útflutningsverðlaun forseta Íslands voru veitt í 35. skipti við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Fyrirtækið Gangverk hlaut verðlaunin að þessu sinni. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, fékk heiðursviðurkenningu. 

Innlent

Ís­lendingar í af­neitun um þriðju vaktina

Meistaranemi í kynjafræði segir að það sé dulin misskipting á íslenskum heimilum þegar kemur að skipulagningu og verkstjórnun þriðju vaktarinnar. Hún segir hugræna vinnu vanmetna á meðan líkamleg vinna, sérstaklega karla, sé gjarnan ofmetin.

Innlent

Æðarkolla ver hreiður sitt með goggi og klóm

Æðarkolla í Fremri-Langey á Breiðafirði var ekki alvel á því að fara af hreiðri sínu þegar Snorri Pétur Eggertsson æðarbóndi vildi taka hjá henni dúninn í vikunni. Hann segir kollurnar hvektar á tófu og örnum sem hafi af þeim eggin og þessi hafi reynst einstaklega baráttuglöð.

Innlent

Segir brýnt að Land­spítalinn dragi lær­dóm af málinu

Lögmaður hjúkrunarfræðings sem sýknuð var af ákæru um manndráp í opinberu starfi segir dóminn sem féll í héraðsdómi í dag afdráttarlausan og mikinn sigur. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir niðurstöðuna mikilvæga stéttinni allri.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við yfir dóm Hæstaréttar í einu umtalaðasta morðmáli íslandssögunnar þegar Armando Beqirai var myrtur fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í febrúar 2021. Hæstiréttur staðfesti sök allra fjögurra sakborninga en mildaði dóma Landsréttar yfir þeim öllum.

Innlent

Allt­of seint að fá svör um skóla­vist í ágúst

Móðir sex­tán ára drengs með fötlun sem enn hefur ekki fengið skóla­vist í fram­halds­skóla í haust segir lof­orð mennta­mála­ráðu­neytisins um svör í ágúst ekki nægi­lega góð. Drengurinn þurfi mikinn stuðning og því sé góður undir­búningur mikil­vægur.

Innlent

Fyrstir undir 18 ára aldri til að kjósa

Tímamót urðu í lýðræðissögu landsins í dag á Höfn í Hornafirði þegar fyrstu kjósendurnir undir átján ára aldri tóku þátt í almennum kosningum. Það voru þeir Ingólfur Vigfússon og Maríus Máni Jónsson, sem eru báðir 17 ára og kusu um hvort aðal- og deiliskipulag, um þéttingu byggðar Innbæ á Höfn, skuli halda gildi sínu.

Innlent

Dómar í Rauða­gerðis­málinu mildaðir veru­lega

Angjelin Sterkaj var rétt í þessu dæmdur til sextán ára fangelsisvistar í Hæstarétti fyrir morðið á Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021. Þrír hlutdeildarmenn hans voru dæmdir til þriggja til tíu ára fangelsisvistar.

Innlent

Svandís með dóma á bakinu fyrir ólögmæta stjórnsýslu

Efasemdir hafa vaknað um lögmæti ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að stöðva hvalveiðar. Þannig hefur Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur efast um réttmæti hennar og sagt að hún standist mögulega ekki kröfur um meðalhófsreglu. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur lýst samskonar efasemdum.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um dóminn sem féll í héraðsdómi í morgun þar sem hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum var sýknaður af ákæru um að hafa orðið sjúklingi að bana. 

Innlent