Lífið

Stjörnulífið: „Dýrið gengur laust“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Tónlistarhátíðin Airwaves, árshátíðir erlendis og jólaundirbúningur var einkennandi fyrir liðna viku hjá stjörnum landins.
Tónlistarhátíðin Airwaves, árshátíðir erlendis og jólaundirbúningur var einkennandi fyrir liðna viku hjá stjörnum landins.

Tónlistarhátíðin Airwaves, árshátíðir erlendis og jólaundirbúningur var einkennandi fyrir liðna viku hjá stjörnum landins. Söngdrottning fagnaði áttræðisafmæli með stæl.

Sjávarútvegsfyrirtækið Eskja hélt árshátíð í Dubrovnik um helgina. Auðunn Blöndal og Steindi Jr. sáu um veislustjórn og Jökull í Kaleo tók lagið fyrir gesti.

Árshátíð Símans fór fram með pompi og prakt í Berlín þar sem þema veislunnar var októberfest.  Skemmtikraftarnir Eva Ruza og Hjálmar Örn fóru af kostum líkt og við var að búast.

Glæsileg á Airwaves

Bríet birti seiðandi mynd af sér frá hátíðinni. 

Strákaband

Emmsjé Gauti kom fram á tónlistarhátíðinni Airwaves í vikunni.

Glæsileg að vanda

Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir birti mynd af sér. Glæsileg að vanda.

Skvísa í silfri

„Dýrið gengur laust,“ skrifar Pattra Sriyanonge við skvísumynd af sér um helgina.

Sólarfrí á Tenerife

Tónlistarkonan Gréta Salomé fór í fjölskyldufrí til Tenerife á dögunum.

Fiskidagurinn allur

Friðrik Ómar Hjörleifsson, tónlistarmaður og Dalvíkingur þakkar fyrir sig og um leið öllum þeim sem komu fram á Fiskideginum mikla á Dalvík síðastliðin tuttugu ár. Fiskidagurinn verður ei meir.

Jólaskraut í Eyjum

Guðrún Veiga er sannkallað jólabarn og er byrjuð að skreyta fyrir hátíðina. Ekki seinna vænna. 

„Enginn listamaður hefur haft jafn mikil áhrif á mig“

Útvarpsmaðurinn Siggi Gunnars hitti hetjuna sína, Egil Ólafsson, síðastliðinn föstudag.

„Þegar maður hittir hetjuna sína,“ skrifar Siggi við mynd af þeim félögum.

Einhleyp í London

Embla Wigum birti myndasyrpu frá haustinu í London.

Hrekkjavökupartý 

Tara Sif og Elfar Elí buðu í Hrekkjavökupartý.

Sandra Björg og Hilmar létu sig ekki vanta.

Heppinn gaur

Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ísdrottning, birti sæta mynd af sér og kærastanum Þórði Daníel.

Beðið eftir barni

Birgitta Líf birti mynd af sér á náttfötunum en World-class erfinginn á von á barni.

Sætar vinkonur 

Elísabet Gunnars birti mynd af sér ásamt vinkonu sinni, Andreu Magnúsdóttur. Glæsilegar að vanda. 

PBT númeraplata komin í hús

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason fagnaði 29 ára afmæli sínu á dögunum. Patrik fékk númeraplötu að gjöf með stöfunum PBT sem stendur fyrir prettyboitjokkó. Patrik tróð upp á Sjallanum á Akureyri um helgina.

Kórdrottning varð áttræð

Þorgerður Ingólfsdóttir, kórstjóri og heiðursborgari Reykjavíkur, varð áttræð í gær. Hún fagnaði tímamótunum með vinum sínum í hófi í Ásmundarsafni í Sigtúni. Þar var mikið sungið eins og gefur að skilja. Þorgerður stýrði kór Menntaskólans við Hamrahlíð í fimmtíu ár þar til hún lét af störfum árið 2017.

Múgur og margmenni

Eliza Reid forsetafrú, menningar- og fjölmiðlafólk var á meðal þeirra sem mættu í opið hús hjá Haraldi Þorleifssyni á veitingahúsinu Önnu Jónu síðastliðinn fimmtudag. 


Tengdar fréttir

Stjörnulífið: „Grikk eða tott?

Hrekkjavökugleðin var við völd um helgina og tóku stjörnur landins forskot á sæluna skelltu sér í búninga. Aðrir skemmtu sér á árshátíðum erlendis, héldu afmæli og fögnuðu ástinni, svo fátt eitt sé nefnt. Þá létu sumir pússa sig saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×