Fangelsi, fyllerí og fjandinn sjálfur Jónas Sen skrifar 13. febrúar 2024 07:01 Sunnudagur 11. febrúar í Silfurbergi í Hörpu. 60 ára afmælistónleikar Sigurðar Flosasonar tónskálds og saxófónleikara. Stórsveit Reykjavíkur kom fram ásamt Andreu Gylfadóttur, Kristjönu Stefánsdóttur og Þóri Baldurssyni. Sigurður Flosason stjórnaði. Jónas Sen Um blúsgítarleikarann Robert Johnson gekk sú saga fjöllum hærra að hann hefði selt djöflinum sál sína. Hann átti að hafa ákallað Kölska einhverja nóttina við afviknar krossgötur, og beðið hann um að verða frábær gítarleikari í skiptum fyrir sál sína. Vissulega varð hann afburðagítarleikari, en naut sín ekki lengi. Hann varð bara 27 ára og var myrtur að sögn af afbrýðisömum eiginmanni. Djöfsi var fljótur að hrifsa til sín sál hans. Mér datt þetta í hug á tónleikum með Stórsveit Reykjavíkur í Silfurbergi í Hörpu á sunnudagskvöldið. Sigurður Flosason saxófónleikari og tónskáld, og mikil driffjöður á ýmsum sviðum tónlistarlífsins, hélt þar upp á sextíu ára afmælið sitt. Lögin á tónleikunum voru eingöngu eftir Sigurð og flokkuðust undir djass, en urðu nokkuð blússkotin þegar á leið dagskrána. Sigurður, sem kynnti dagskrána, benti á að blúsinn fjallar oftar en ekki um fangelsi, fyllerí, ferðalög og fjandann sjálfan. Það kristallaðist í laginu Ég er djöfuls tík, sem Andrea Gylfadóttir söng af gríðarlegri tilfinningu. Stemningin í laginu var svo ríkuleg að það lá við að það svifi á mann við hlustunina. Runnu ljúflega niður Sigurður hefur komið víða við á tónskáldaferlinum. Djassinn á samt stærsta staðinn í hjarta hans, eins og hann sagði sjálfur. Fyrsti hluti dagskrárinnar var helgaður djassinum, og lögin voru falleg. Þau minntu dálítið á gamla djassstandarda, en oft með nýstarlegri hljómagangi. Tónmálið var hófsamt, tónskáldið gaf í skin frekar en að troða meiningu sinni ofan í mann. Enda var hljómveitarleikurinn fágaður, ýmis sóló frá mismunandi hljóðfæraleikurum voru listileg og fjölbreytt; lögin runnu ljúflega niður. Kristjana Stefáns og Andrea Gylfa Megnið af lögunum voru spiluð en ekki sungin, en söngurinn átti samt veglegan sess á tónleikunum. Þau lög eru, sum hver, afrakstur samstarfs Sigurðar og Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar ljóðskálds og rithöfundar. Kristjana Stefánsdóttir söng nokkur laganna og gerði það af næmi og innileika. Kannski hefði mátt gefa söngnum meira vægi í lögunum, og sleppa intrúmental sólóunum, sem komu aðeins niður á flæðinu í tónlistinni. Andrea Gylfadóttir var frábær í blúsnum eins og áður sagði, en maður saknaði Stefáns Hilmarssonar sem átti að koma fram en forfallaðist á síðustu stundu. Spilað af magnaðri fagmennsku Mjög gaman var af laginu Heimboð í Havana, en þar var suðuramerískur rytmi allsráðandi. Var hann svo fjörugur, að mann langaði helst til að standa upp og fá sér snúning. Takturinn var keyrður áfram af mögnuðum trommuleik Einars Scheving, en salsakennd riff frá píanóleikaranum Eyþóri Gunnarssyni vöktu líka sérstaka aðdáun. Í blúsnum munaði nokkuð um Þóri Baldursson sem spilaði á hammond orgel og gerði það af kunnáttu og lipurð. Og almennt talað spilaði Stórsveit Reykjavíkur af magnaðri fagmennsku og túlkaði allt af lífi og sál. Þetta voru flottir tónleikar og er Sigurði hér með óskað til hamingju með stórafmælið. Niðurstaða: Líflegir og fjölbreyttir tónleikar sem voru mjög skemmtilegir. Gagnrýni Jónasar Sen Tónlist Harpa Tónleikar á Íslandi Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Speak No Evil: Pabbi er ekki með fulle fem Maður þurfti ekki að vera skyggn Melódrama, morð og hæfilega mikið bótox Sunna Gunnlaugs í skugga karlrembu á djasshátíð Sjá meira
Mér datt þetta í hug á tónleikum með Stórsveit Reykjavíkur í Silfurbergi í Hörpu á sunnudagskvöldið. Sigurður Flosason saxófónleikari og tónskáld, og mikil driffjöður á ýmsum sviðum tónlistarlífsins, hélt þar upp á sextíu ára afmælið sitt. Lögin á tónleikunum voru eingöngu eftir Sigurð og flokkuðust undir djass, en urðu nokkuð blússkotin þegar á leið dagskrána. Sigurður, sem kynnti dagskrána, benti á að blúsinn fjallar oftar en ekki um fangelsi, fyllerí, ferðalög og fjandann sjálfan. Það kristallaðist í laginu Ég er djöfuls tík, sem Andrea Gylfadóttir söng af gríðarlegri tilfinningu. Stemningin í laginu var svo ríkuleg að það lá við að það svifi á mann við hlustunina. Runnu ljúflega niður Sigurður hefur komið víða við á tónskáldaferlinum. Djassinn á samt stærsta staðinn í hjarta hans, eins og hann sagði sjálfur. Fyrsti hluti dagskrárinnar var helgaður djassinum, og lögin voru falleg. Þau minntu dálítið á gamla djassstandarda, en oft með nýstarlegri hljómagangi. Tónmálið var hófsamt, tónskáldið gaf í skin frekar en að troða meiningu sinni ofan í mann. Enda var hljómveitarleikurinn fágaður, ýmis sóló frá mismunandi hljóðfæraleikurum voru listileg og fjölbreytt; lögin runnu ljúflega niður. Kristjana Stefáns og Andrea Gylfa Megnið af lögunum voru spiluð en ekki sungin, en söngurinn átti samt veglegan sess á tónleikunum. Þau lög eru, sum hver, afrakstur samstarfs Sigurðar og Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar ljóðskálds og rithöfundar. Kristjana Stefánsdóttir söng nokkur laganna og gerði það af næmi og innileika. Kannski hefði mátt gefa söngnum meira vægi í lögunum, og sleppa intrúmental sólóunum, sem komu aðeins niður á flæðinu í tónlistinni. Andrea Gylfadóttir var frábær í blúsnum eins og áður sagði, en maður saknaði Stefáns Hilmarssonar sem átti að koma fram en forfallaðist á síðustu stundu. Spilað af magnaðri fagmennsku Mjög gaman var af laginu Heimboð í Havana, en þar var suðuramerískur rytmi allsráðandi. Var hann svo fjörugur, að mann langaði helst til að standa upp og fá sér snúning. Takturinn var keyrður áfram af mögnuðum trommuleik Einars Scheving, en salsakennd riff frá píanóleikaranum Eyþóri Gunnarssyni vöktu líka sérstaka aðdáun. Í blúsnum munaði nokkuð um Þóri Baldursson sem spilaði á hammond orgel og gerði það af kunnáttu og lipurð. Og almennt talað spilaði Stórsveit Reykjavíkur af magnaðri fagmennsku og túlkaði allt af lífi og sál. Þetta voru flottir tónleikar og er Sigurði hér með óskað til hamingju með stórafmælið. Niðurstaða: Líflegir og fjölbreyttir tónleikar sem voru mjög skemmtilegir.
Gagnrýni Jónasar Sen Tónlist Harpa Tónleikar á Íslandi Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Speak No Evil: Pabbi er ekki með fulle fem Maður þurfti ekki að vera skyggn Melódrama, morð og hæfilega mikið bótox Sunna Gunnlaugs í skugga karlrembu á djasshátíð Sjá meira