Lífið

Stjörnulífið: Frum­sýningar­partý, Söngva­keppnin og konu­dagurinn

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Liðin vika var ansi lífleg hjá stjörnum landins.
Liðin vika var ansi lífleg hjá stjörnum landins.

Liðin var var svo sannarlega viðburðarrík hjá stjörnum landsins. Konudagurinn, Söngvakeppni sjónvarpsins og frumsýningarpartý bar þar hæst. 

Ef Instagram færslurnar birtast ekki er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.

Konudagurinn

Konudagurinn var haldinn hátíðlega í gær þar sem rómantískir makar dekruðu við konurnar í sínu lífi.

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson birti fallega mynd af konunum í hans lífi ásamt því hélt hann konudagstónleika í Bæjarbíó í Hafnarfirði.

Áslaug Arna og Þórdís Kolbrún ráðherrar fögnuðu deginum saman á ferð um landið.

Fyrsti göngutúrinn

Birgitta Líf og Enok fóru í fyrsta göngutúrinn með soninn. Drengurinn kom í heiminn 8. febrúar síðastliðinn. 

„Fallegur dagur fyrir fyrsta göngutúrinn,“ skrifar Birgitta myndirnar.

Stjörnum prýdd listasýning

Myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson var með sýningaropnun í i8 gallerýi á fimmtudagskvöldið. Ýmsar stórstjörnur menningarlífsins létu sjá sig og fagnaði Ragnar svo opnuninni í góðra vina hópi á veitingastaðinum La Primavera. Þar var meðal annars raunveruleikastjarnan Patrekur Jaime. 

Óvænt næsturpössun 

Elísabet Gunnars og eiginmaður hennar Gunnar Steinn fengu óvænta næturpössun.

Eitruð lítil Pilla

Rokksöngleikurinn Eitruð lítil pilla var frumsýnd síðastliðinn föstudag fyrir fullum sal. Eftir sýninguna skemmtu leikarar og gestir sér langt fram eftir kvöldi.

Árshátíð HR

Sunneva Einars og Birta Líf Ólafasdóttir sáu um veislustjórn á árshátíð Háskólans í Reykjavík í Hörpu.

Jákvætt sjálfstal

Svala Björgvins segir mikilvægt að tala við sjálfan sig líkt og þá sem og maður elskar. 

Menningarhelgi á Akureyri

Listaparið Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir nutu helgarinnar á Akureyri.

Vellystingar í Dubai

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason og útvarpsmaðurinn Gústi B skelltu sér til Dubai í vikunni þar sem þeir tóku upp tónlistarmyndband.

Vetrarfrí á enda

Birgitta Haukdal og fjölskylda skelltu sér á skíði í austurísku ölpunum í vetrarfríinu.

Ljúft í sólinni

Tónlistarmaðurinn Aron Can er staddur erlendis í fríi með fjölskyldunni.

Litríkt skíðadress

Ofurhlaupakonan Mari Järsk birti mynd af sér í nýju litríku skíðadressi. 

Sól í febrúar

Inga Lind nýtur lífsins á Lanzarote þessa dagana.

Veðurteppt í sveitinni

Kristín Sif Björgvinsdóttir útvarpskona og tónlistarmaðurinn Stebbi Jak voru veðurteppt í vikunni sem var sannkallað ævintýri.

Söngvakeppnin 

Sigga Ózk sýndi frá æfingarferlinu fyrir Söngvakeppnina.

Hera Björk var ánægð með daginn.


Tengdar fréttir

Stjörnulífið: Idol, skíðaferðir og ástarjátningar

Idol-gleði, skíðaferðir, barneignir og ástin spilaði lykilhlutverk í liðinni viku. Stjörnur landsins fögnuðu ýmsum tímamótum með glæsibrag og febrúar virðist fara vel í mannskapinn. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×