Lífið

„Þegar þau fóru að keyra vildi Kobbi keyra bílinn“

Helena Rakel Jóhannesdóttir og Jón Grétar Gissurarson skrifa
Selurinn Kobbi hélt að hann væri maður
Selurinn Kobbi hélt að hann væri maður RAX

Selurinn Kobbi eyddi nokkrum mánuðum með Gísla Daníel Reynissyni og fjölskyldu hans árið 1996 eftir að Kobbi hafði orðið viðskila við móður sína og Gísli ákvað að bjarga honum.

Hann varð fljótt einn af fjölskyldunni og vildi ekki fara þegar þau reyndu að sleppa honum aftur í sjóinn og sneri samstundis aftur heim á leið.

Kobbi var einn af fjölskyldunniRAX

„Hann vildi bara lifa eins og maður.“

Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson heimsótti Gísla og fjölskyldu hans nokkrum sinnum á þessum tíma og náði einstæðum myndum af Kobba þar sem hann vildi fá að sitja undir stýri í fjölskyldubílnum og vildi fá að prófa að hjóla. Það er sjaldgæft að hitta svona gæfan selskóp sem eltir mann á röndum og Ragnar náði fjölmörgum frábærum myndum af Kobba sem reyndist hin besta ljósmyndafyrirsæta.

Söguna af Kobba sel sjá má í nýjasta þættinum af RAX Augnablik í spilaranum hér að neðan.

Fleiri þætti úr smiðju RAX má sjá á sjónvarpsvef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×