Bandaríkin höfða mál gegn Apple vegna einokunar Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2024 16:50 Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í dag. AP/Jose Luis Magana Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn Apple. Tæknirisinn er sakaður um að beita einokunarstöðu sinni á markaði snjallsíma til að koma í veg fyrir samkeppni. Þá hafi staða fyrirtækisins verði notuð til að halda aftur af samkeppni á hugbúnaðarmarkaði og draga úr notagildi annarra síma í samkeppni við iPhone. Forsvarsmenn fyrirtækisins eru þar að auki sakaðir um að gera notendum erfitt um vik með að færa sig yfir í snjalltæki frá öðrum fyrirtækjum. Málið var höfðað fyrir alríkisdómstól í New Jersey í Bandaríkjunum í dag. Þetta er í þriðja sinn sem dómsmálaráðuneytið höfðar mál gegn Apple frá 2009. „Neytendur eiga ekki að þurfa að greiða hærra verð því fyrirtæki brjóta lögin,“ sagði Merrick Garland, dómsmálaráðherra, í yfirlýsingu. Hann segir einokun Apple á bandarískum markaði hafa þýtt hærra verð, færri valkosti og verri síma fyrir neytendur. Þar að auki hafi hún valdið skorti á nýsköpun. Saksóknarar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna hafa einni höfðað einokunarmál gegn Amazon, Google og Meta á undanförnum árum. Wall Street Journal segir forsvarsmenn Apple hafa heitið því að berjast af hörku gegn lögsókninni. Þeir segja lögsóknina ógna fyrirtækinu og þeim grunngildum sem aðskilji vörur Apple frá öðrum á markaði þar sem þeir segja mikla samkeppni ríkja. „Ef lögsóknin heppnast myndi hún koma niður á getu okkar til að skapa þá tækni sem fólk býst við af Apple, þar sem tækni, hugbúnaður og þjónusta mætast,“ sagði talsmaður fyrirtækisins. Hér að neðan má sjá blaðamannafund sem haldinn var í dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í dag. Apple undir þrýstingi Á undanförnum mánuðum hefur þrýstingur á Apple aukist víðsvegar um heiminn vegna viðskiptahátta þess, stýrikerfisins sem fyrirtækið notar og aðgengi að því. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sektaði fyrirtækið nýverið um 270 milljarða á grundvelli einokunar þess á sviði tónlistarstreymis. Sjá einnig: Apple sektað um 270 milljarða af ESB Forsvarsmenn Apple hafa lengi varist ásökunum um að þeir komi í veg fyrir aðgengi annarra fyrirtækja að stýrikerfi þeirra á þá vegu að takmarkað aðgengi sé lykilatriði í því að koma í veg fyrir að vírusar og svikaforrit rati þar inn. Bandaríkin Apple Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í fjögur ár Tupperware lýsir yfir gjaldþroti Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Volvo heykist á algjörri rafvæðingu árið 2030 Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækisins eru þar að auki sakaðir um að gera notendum erfitt um vik með að færa sig yfir í snjalltæki frá öðrum fyrirtækjum. Málið var höfðað fyrir alríkisdómstól í New Jersey í Bandaríkjunum í dag. Þetta er í þriðja sinn sem dómsmálaráðuneytið höfðar mál gegn Apple frá 2009. „Neytendur eiga ekki að þurfa að greiða hærra verð því fyrirtæki brjóta lögin,“ sagði Merrick Garland, dómsmálaráðherra, í yfirlýsingu. Hann segir einokun Apple á bandarískum markaði hafa þýtt hærra verð, færri valkosti og verri síma fyrir neytendur. Þar að auki hafi hún valdið skorti á nýsköpun. Saksóknarar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna hafa einni höfðað einokunarmál gegn Amazon, Google og Meta á undanförnum árum. Wall Street Journal segir forsvarsmenn Apple hafa heitið því að berjast af hörku gegn lögsókninni. Þeir segja lögsóknina ógna fyrirtækinu og þeim grunngildum sem aðskilji vörur Apple frá öðrum á markaði þar sem þeir segja mikla samkeppni ríkja. „Ef lögsóknin heppnast myndi hún koma niður á getu okkar til að skapa þá tækni sem fólk býst við af Apple, þar sem tækni, hugbúnaður og þjónusta mætast,“ sagði talsmaður fyrirtækisins. Hér að neðan má sjá blaðamannafund sem haldinn var í dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í dag. Apple undir þrýstingi Á undanförnum mánuðum hefur þrýstingur á Apple aukist víðsvegar um heiminn vegna viðskiptahátta þess, stýrikerfisins sem fyrirtækið notar og aðgengi að því. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sektaði fyrirtækið nýverið um 270 milljarða á grundvelli einokunar þess á sviði tónlistarstreymis. Sjá einnig: Apple sektað um 270 milljarða af ESB Forsvarsmenn Apple hafa lengi varist ásökunum um að þeir komi í veg fyrir aðgengi annarra fyrirtækja að stýrikerfi þeirra á þá vegu að takmarkað aðgengi sé lykilatriði í því að koma í veg fyrir að vírusar og svikaforrit rati þar inn.
Bandaríkin Apple Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í fjögur ár Tupperware lýsir yfir gjaldþroti Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Volvo heykist á algjörri rafvæðingu árið 2030 Sjá meira