Sport

Dag­skráin í dag: Vináttulandsleikir, formúluæfingar og undan­úr­slit Stórmeistaramótsins

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Memphis Depay og liðsfélagar hans í hollenska landsliðinu sáust að sjálfsögðu við hjólreiðar fyrir leikinn gegn Skotlandi.
Memphis Depay og liðsfélagar hans í hollenska landsliðinu sáust að sjálfsögðu við hjólreiðar fyrir leikinn gegn Skotlandi. ANP via Getty Images

Það er feykinóg um að vera þennan föstudag á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone. Flestallir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í góðu úrvali af fótbolta, formúlu, golfi og rafíþróttum. 

Vodafone Sport 

14:20 –  Norður Makedónía og Moldóva mætast í vináttuleik í fótbolta.  

17:25 – Freiburg og Hoffenheim mætast í þýsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta, Frauen-Bundesliga.

19:35 – Holland og Skotland mætast í vináttuleik í fótbolta.

01:25 – F1: Æfing 3. Bein útsending frá þriðju æfingu fyrir kappaksturinn í Ástralíu um helgina. 

04:45 – F1: Tímataka

Stöð 2 Sport 

18:45 – Heiðursstúkan: Systurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur mætast í stórskemmtilegri viðureign þar sem viðfangsefnið er Besta deild kvenna og annar fótbolti kvenna.

Stöð 2 Sport 4 

22:00 –  Bein útsending frá öðrum degi Fir Hills SeRi Pak Championship á LPGA mótaröðinni.

Stöð 2 eSport

18:00 – Bein útsending frá undanúrslitaleikjum Stórmeistaramótsins sem eru spilaðir á LAN í Arena. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×