Formúla 1

Getur ekki keppt í for­múlu 1 af því að liðið gaf öðrum bílinn hans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Albon frá Tælandi og Logan Sargeant frá Bandaríkjunum eru ökumenn Williams liðsins.
Alexander Albon frá Tælandi og Logan Sargeant frá Bandaríkjunum eru ökumenn Williams liðsins. Getty/Peter Fox

Logan Sargeant mun ekki taka þátt í ástralska formúlu 1 kappakstrinum um helgina eftir mjög sérstaka ákvörðun hjá liðinu hans.

Logan Sargeant mun ekki taka þátt í ástralska formúlu 1 kappakstrinum um helgina eftir mjög sérstaka ákvörðun hjá liðinu hans.

Sargeant keyrir fyrir Williams liðið en liðsfélagi hans er Alexander Albon. Albon varð fyrir því óhappi að eyðileggja bílinn sinn á æfingum í Melbourne en það bitnar þó ekki á honum heldur liðsfélaganum.

Forráðamenn Williams liðsins ákváðu nefnilega að láta Albon fá bílinn hans Sargeant. Sargeant situr því upp í stúku á meðan keppnin fer fram.

Ástæðan er hreinlega sú að Williams menn telja að Albon eigi meiri möguleika á því að ná í stig heldur en Sargeant.

Sargeant sagði sjálfur frá því að þetta væri erfiðasti tímapunkturinn sem hann muni eftir á sínum ferli.

Albon klessti bílinn það mikið að það þarf að senda bílinn alla leið heim til Bretlands til lagfæringar.

„Þótt að það ætti ekki að koma niður á Logan að annar en hann geri mistök þá telur hver einasta keppni í baráttunni. Stigakeppnin hefur aldrei verið jafnari og við tókum þessa ákvörðun út frá því hver væri besti möguleikinn fyrir liðið okkar að ná í stig,“ sagði James Vowles, framkvæmdastjóri Williams liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×