„Við förum upp aftur“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 23. mars 2024 19:55 Arna Valgerður var að ljúka sínu fyrsta tímabili sem þjálfari og ætlar nú að taka sér smá hlé Vísir/Anton Brink KA/Þór er fallið úr Olís-deildinni eftir hetjulega baráttu gegn Fram í Lambhagahöllinni í kvöld. Lokatölur 26-23 í leik þar sem Norðankonur voru lentar tíu mörkum undir eftir 13 mínútna leik en náðu að minnka muninn niður í tvö mörk á kafla í síðari hálfleik. Arna Valgerður Erlingsdóttir, þjálfari KA/Þórs, var döpur í leikslok eftir frábæran síðari hálfleik hjá sínu liði. Byrjun leiksins var þó banabiti Norðankvenna. „Við byrjum alveg hryllilega og gröfum okkar eigin gröf í rauninni. Við lesum ekki í það hvernig dómararnir eru að dæma í dag. Þeir bara dæma lítið og við höldum alltaf áfram að sleppa boltanum í kontakt og fáum bara hraðaupphlaup í andlitið sem að við náum ekki að koma í veg fyrir. Við fáum held ég fjögur mörk þegar við komumst í vörn sem segir að vörnin okkar var að halda fínt. Fram bara lifir og nærist á hraðaupphlaupum og þú sérð það að þetta endar í þremur mörkum sem þýðir að við vorum miklu betri í seinni hálfleik. Mér fannst við gefa allt sem að við áttum, það var bara ekki nóg.“ Síðari hálfleikurinn var ótrúlegur en KA/Þór fór í sjö á sex sóknarlega og Matea Lonac, markvörður KA/Þórs, fór að verja eins og berserkur. Það dugði þó ekki til. „Við náum að skora fleiri mörk eftir að við byrjum að fara í sjö á sex og þá komumst við frekar í vörn. Matea er alltaf að verja vel, það er ekkert við hana að sakast í fyrri hálfleik þegar hún er að fá á sig tíu hraðaupphlaup. Það er ekkert eðlilegt að hún verji stóran hluta af þeim. Við vissum alltaf að ef við gætum komist í vörn og svona þá væri þetta séns og það segir sig sjálft að bara horfandi á seinni hálfleikinn þá erum við bara betri. Það er svo svekkjandi eftir á að hafa ekki náð að hemja hraðaupphlaupin hjá Fram í fyrri hálfleik af því þá hefði þessi leikur getað farið allt öðruvísi,“ sagði Arna Valgerður. Niðurstaðan er sú að KA/Þór er fallið úr Olís-deildinni. Fréttamaður bað Örnu Valgerði að gera upp tímabilið hjá sínu liði eftir lokaleik tímabilsins. „Þetta tímabil er held ég búið að vera eitt strembnasta í langan tíma fyrir KA/Þór. Auðvitað erum við með rosalega ungt lið. Við erum með þrjá útlendinga sem spila í útistöðunum og tvær þeirra eru bara rétt skriðnar yfir tvítugt, þannig að þær eru ekkert reyndari eða eldri heldur en restin af liðinu. Við gerum ofboðslega mikið af mistökum sem okkur er refsað fyrir og það skrifa ég bara á reynsluleysi.“ „Svo eru bara gríðarleg meiðsli í allan vetur og ég er hundrað prósent viss um það að ef eitthvað annað lið hefði lent í því sem við höfum verið að lenda í vetur þá hefði þeim ekki gengið sérstaklega vel heldur. Við missum landsliðs hornamann út í krossbandaslit í desember. Við reynum að fá inn reynslubolta sem eru líka meiddir, eini örvhenti leikmaðurinn okkar eftir þá er meidd meira og minna allt tímabilið. Hún spilaði samt og svo spilar hún ekki fimm leiki. Þegar hópurinn er ekki breiðari en þetta þá er það bara allt of mikið.“ Arna Valgerður var að ljúka sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari KA/Þórs en Jónatan Þór Magnússon tekur við liðinu. Hvert er framhaldið hjá Örnu Valgerði? „Framhaldið hjá mér er að taka smá pásu. Þetta er náttúrulega búið að vera gríðarlega lærdómsríkt en ofboðslega krefjandi tímabil og ég læri helling af því og stelpurnar líka. Ég er ekki að hætta í þjálfun, það er alveg svoleiðis. Ég ætla bara að taka mér smá pásu, ætla að reyna að mennta mig meira í þjálfarafræðum. Ég mun þjálfa aftur fyrir KA/Þór, það er alveg á hreinu.“ Framtíð KA/Þórs er björt að mati Örnu Valgerðar. „Framtíðin er björt. Yngri flokkarnir eru rosalega flottir. Við förum upp aftur á næsta ári eða þar næsta, við getum alveg staðfest það,“ sagði Arna Valgerður að lokum. Handbolti KA Olís-deild kvenna Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira
Arna Valgerður Erlingsdóttir, þjálfari KA/Þórs, var döpur í leikslok eftir frábæran síðari hálfleik hjá sínu liði. Byrjun leiksins var þó banabiti Norðankvenna. „Við byrjum alveg hryllilega og gröfum okkar eigin gröf í rauninni. Við lesum ekki í það hvernig dómararnir eru að dæma í dag. Þeir bara dæma lítið og við höldum alltaf áfram að sleppa boltanum í kontakt og fáum bara hraðaupphlaup í andlitið sem að við náum ekki að koma í veg fyrir. Við fáum held ég fjögur mörk þegar við komumst í vörn sem segir að vörnin okkar var að halda fínt. Fram bara lifir og nærist á hraðaupphlaupum og þú sérð það að þetta endar í þremur mörkum sem þýðir að við vorum miklu betri í seinni hálfleik. Mér fannst við gefa allt sem að við áttum, það var bara ekki nóg.“ Síðari hálfleikurinn var ótrúlegur en KA/Þór fór í sjö á sex sóknarlega og Matea Lonac, markvörður KA/Þórs, fór að verja eins og berserkur. Það dugði þó ekki til. „Við náum að skora fleiri mörk eftir að við byrjum að fara í sjö á sex og þá komumst við frekar í vörn. Matea er alltaf að verja vel, það er ekkert við hana að sakast í fyrri hálfleik þegar hún er að fá á sig tíu hraðaupphlaup. Það er ekkert eðlilegt að hún verji stóran hluta af þeim. Við vissum alltaf að ef við gætum komist í vörn og svona þá væri þetta séns og það segir sig sjálft að bara horfandi á seinni hálfleikinn þá erum við bara betri. Það er svo svekkjandi eftir á að hafa ekki náð að hemja hraðaupphlaupin hjá Fram í fyrri hálfleik af því þá hefði þessi leikur getað farið allt öðruvísi,“ sagði Arna Valgerður. Niðurstaðan er sú að KA/Þór er fallið úr Olís-deildinni. Fréttamaður bað Örnu Valgerði að gera upp tímabilið hjá sínu liði eftir lokaleik tímabilsins. „Þetta tímabil er held ég búið að vera eitt strembnasta í langan tíma fyrir KA/Þór. Auðvitað erum við með rosalega ungt lið. Við erum með þrjá útlendinga sem spila í útistöðunum og tvær þeirra eru bara rétt skriðnar yfir tvítugt, þannig að þær eru ekkert reyndari eða eldri heldur en restin af liðinu. Við gerum ofboðslega mikið af mistökum sem okkur er refsað fyrir og það skrifa ég bara á reynsluleysi.“ „Svo eru bara gríðarleg meiðsli í allan vetur og ég er hundrað prósent viss um það að ef eitthvað annað lið hefði lent í því sem við höfum verið að lenda í vetur þá hefði þeim ekki gengið sérstaklega vel heldur. Við missum landsliðs hornamann út í krossbandaslit í desember. Við reynum að fá inn reynslubolta sem eru líka meiddir, eini örvhenti leikmaðurinn okkar eftir þá er meidd meira og minna allt tímabilið. Hún spilaði samt og svo spilar hún ekki fimm leiki. Þegar hópurinn er ekki breiðari en þetta þá er það bara allt of mikið.“ Arna Valgerður var að ljúka sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari KA/Þórs en Jónatan Þór Magnússon tekur við liðinu. Hvert er framhaldið hjá Örnu Valgerði? „Framhaldið hjá mér er að taka smá pásu. Þetta er náttúrulega búið að vera gríðarlega lærdómsríkt en ofboðslega krefjandi tímabil og ég læri helling af því og stelpurnar líka. Ég er ekki að hætta í þjálfun, það er alveg svoleiðis. Ég ætla bara að taka mér smá pásu, ætla að reyna að mennta mig meira í þjálfarafræðum. Ég mun þjálfa aftur fyrir KA/Þór, það er alveg á hreinu.“ Framtíð KA/Þórs er björt að mati Örnu Valgerðar. „Framtíðin er björt. Yngri flokkarnir eru rosalega flottir. Við förum upp aftur á næsta ári eða þar næsta, við getum alveg staðfest það,“ sagði Arna Valgerður að lokum.
Handbolti KA Olís-deild kvenna Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn