Taylor Swift meðal 265 nýliða á milljarðamæringalista Forbes Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. apríl 2024 08:10 Swift er fyrst til að ná inn á listann vegna tekna af tónlist og engu öðru. AP/Chris Pizzello Tónlistarkonan Taylor Swift er meðal 265 nýliða á lista Forbes yfir milljarðamæringa heimsins í dollurum talið. Alls er nú 2.781 einstaklingur í heimunum sem á eignir metnar á meira en milljarð Bandaríkjadala. Milljarður í dollurum samsvarar 140 milljörðum íslenskra króna. Alls telja eignir þessa fólks 14,2 billjónir Bandaríkjadala, sem er meira en verg landsframeiðsla allra ríkja heims, að undanskildum Bandaríkjunum og Kína. Heildarupphæðin er tveimur billjónum hærri en hún var árið 2023 og hefur hækkað um 120 prósent á síðasta áratug. Milljarðamæringarnir hafa aldrei verið fleiri og þá hafa þeir heldur aldrei verið fleiri sem eiga eignir metnar á meira en 100 milljarða Bandaríkjadala. Þeir eru nú fjórtán talsins en efstir á listanum eru Bernard Arnault, meirihlutaeigandi lúxussamsteypunnar LVMH, og Elon Musk. Arnault er metinn á 233 milljarða Bandaríkjadala og Musk á 195 milljarða. Einn Íslendingur er á listanum; Björgólfur Thor Björgólfsson, sem er sagður eiga eignir metnar á 2,1 milljarð dollara. Swift varð milljarðamæringur í október síðastliðnum, sem má rekja til Eras-tónleikaferðalagsins. Tekjur af miðasölu í Bandaríkjunum eru sagðar hafa numið 700 milljónum dollara og eru þá ótaldar tekjur vegna sölu tónlistar Swift og ýmis varnings. Þá eru einnig ótaldar tekjurnar af 89 tónleikum utan Norður-Ameríku. Swift er meðal fjórtán einstaklinga í skemmtanabransanum sem ná inn á lista Forbes en meðal annarra má nefna George Lukas, Stephen Spielberg, Jay Z og Rihönnu. Swift nýtur hins vegar þeirrar sérstöðu að vera eini tónlistarmaðurinn sem nær inn á listann á tónlistartengdum tekjum einum saman. Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í fjögur ár Tupperware lýsir yfir gjaldþroti Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Volvo heykist á algjörri rafvæðingu árið 2030 Sjá meira
Milljarður í dollurum samsvarar 140 milljörðum íslenskra króna. Alls telja eignir þessa fólks 14,2 billjónir Bandaríkjadala, sem er meira en verg landsframeiðsla allra ríkja heims, að undanskildum Bandaríkjunum og Kína. Heildarupphæðin er tveimur billjónum hærri en hún var árið 2023 og hefur hækkað um 120 prósent á síðasta áratug. Milljarðamæringarnir hafa aldrei verið fleiri og þá hafa þeir heldur aldrei verið fleiri sem eiga eignir metnar á meira en 100 milljarða Bandaríkjadala. Þeir eru nú fjórtán talsins en efstir á listanum eru Bernard Arnault, meirihlutaeigandi lúxussamsteypunnar LVMH, og Elon Musk. Arnault er metinn á 233 milljarða Bandaríkjadala og Musk á 195 milljarða. Einn Íslendingur er á listanum; Björgólfur Thor Björgólfsson, sem er sagður eiga eignir metnar á 2,1 milljarð dollara. Swift varð milljarðamæringur í október síðastliðnum, sem má rekja til Eras-tónleikaferðalagsins. Tekjur af miðasölu í Bandaríkjunum eru sagðar hafa numið 700 milljónum dollara og eru þá ótaldar tekjur vegna sölu tónlistar Swift og ýmis varnings. Þá eru einnig ótaldar tekjurnar af 89 tónleikum utan Norður-Ameríku. Swift er meðal fjórtán einstaklinga í skemmtanabransanum sem ná inn á lista Forbes en meðal annarra má nefna George Lukas, Stephen Spielberg, Jay Z og Rihönnu. Swift nýtur hins vegar þeirrar sérstöðu að vera eini tónlistarmaðurinn sem nær inn á listann á tónlistartengdum tekjum einum saman.
Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í fjögur ár Tupperware lýsir yfir gjaldþroti Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Hætta steðjar að lífsgæðum Evrópubúa Volvo heykist á algjörri rafvæðingu árið 2030 Sjá meira