Formúla 1

Verstappen vann í Kína

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Max Verstappen fagnar sigri í Sjanghaí í morgun. Hann er enn á ný að stinga af í heimsmeistarakeppni ökumanna.
Max Verstappen fagnar sigri í Sjanghaí í morgun. Hann er enn á ný að stinga af í heimsmeistarakeppni ökumanna. AP

Hollendingurinn Max Verstappen vann kínverska kappaksturinn í formúlu 1 í morgun og jók þar með forskot sitt í heimsmeistarakeppni ökumanna.

Þetta var fjórða keppnin af fimm á tímabilinu þar sem Verstappen fagnar sigri. Þetta var líka 58. keppnin sem Verstappen vinnur á formúlu ferlinum en í fyrsta sinn sem hann nær að vinna kínverska kappaksturinn.

Að þessu sinni varð Bretinn Lando Norris í öðru sæti sem er hann besti árangur á tímabilið.

Þriðji varð síðan liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull, Sergio Pérez.

Lewis Hamilton ræsti úr átjánda sætinu en tókst að vinna sig upp í níunda sætið.

Með þessum sigri eykur Verstappen forskot sitt í keppni ökumanna upp í 25 stig. Hann er með 110 stig en liðsfélagi hans Sergio Pérez er með 85 stig.

Charles Leclerc, sem varð fjórði í dag, er í þriðja sætinu með 76 stig og fjórði er síðan Carlos Sainz Jr. með 69 stig.

Red Bull Racing-Honda RBPT menn juku líka forskotið sitt í keppni liða en þeir eru með 180 stig eða 29 stigum meira en Ferrari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×