Handbolti

Ís­lands­meistararnir byrja undan­úr­slita­ein­vígið á sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigríður Hauksdóttir var öflug í kvöld.
Sigríður Hauksdóttir var öflug í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Íslandsmeistarar Vals unnu öruggan sigur á ÍBV í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta, lokatölur 28-22.

Valur þurfti ekki að fara í „8-liða“ úrslit þar sem efstu tvö lið Olís-deildar kvenna fara beint í undanúrslit. ÍBV fór hins vegar nokkuð þægilega í gegnum ÍR en lenti á vegg á Hlíðarenda í kvöld.

Yfirburðir Vals voru gríðarlegir frá fyrstu mínútu og leikurinn nánast búinn í hálfleik, staðan þá 18-11 Val í vil. Þó hægst hafi á sóknarleik Vals í síðari hálfleik þá unnu Íslandsmeistararnir öruggan sex marka sigur, 28-22.

Sigríður Hauksdóttir skoraði sjö mörk í liði Vals, Thea Imani Sturludóttir skoraði fimm og Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði þrjú. Þá varði Hafdís Renötudóttir 10 skot í markinu og Sara Sif Helgadóttir varði fimm skot.

Hjá Eyjakonum var Sunna Jónsdóttir markahæst með sjö mörk, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði fimm og Birna Berg Haraldsdóttir skoraði fjögur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×