Lífið

Ebba Katrín valin bæjarlistamaður Hafnar­fjarðar

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Hafnarfjarðarbær hóf að útnefna bæjarlistamenn árið 2005.
Hafnarfjarðarbær hóf að útnefna bæjarlistamenn árið 2005. Vísir/Vilhelm

Ebba Katrín Finnsdóttir leikkona er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2024. Hún var titluð í gær en hefð er fyrir því í bænum að veita titilinn síðasta vetrardag hvers árs. 

Ebba Katrín hefur nýlega hlotið mikla athygli fyrir leik sinn, bæði á sviði og á skjánum. Hún starfar sem stendur í Þjóðleikhúsinu þar sem hún leikur í einleiknum Orð gegn orði, Frosti og Ellen B. 

Hún hefur komið fram í sýningum og sjónvarpsþáttum á borð við Rómeó og Júlíu, Venjulegt fólk, Mannasiðir, Agnes Joy og Húsó. Þá lék hún Uglu í leikritinu Atómstöðinni-endurliti fékk hún Grímuverðlaun fyrir. 

„Þetta er heiður sem kveikir í mér að vilja til að gera meira og halda áfram á þessari braut. Algjör innspýting,“ segir Ebba Katrín um titilinn.

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir feril og sigra Ebbu Katrínar hvatning fyrir Hafnfirðinga sem hafi fylgst stoltir með árangri hennar. „Fyrir hönd Hafnfirðinga þakka ég Ebbu Katrínu fyrir framlag hennar til menningarlífsins í Hafnarfirði. Við vonum öll að nafnbótin bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2024 verði henni hvatning til áframhaldandi sigra á leiklistarsviðinu,“ er haft eftir Rósu. 

Ítalega umgjöllun um störf Ebbu Katrínar og fyrri bæjarlistamenn má nálgast á vef Hafnarfjarðarbæjar.


Tengdar fréttir

Pétur Gautur er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2023

Pétur Gautur Svavarsson myndlistarmaður er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2023. Pétur Gautur hefur unnið af krafti að list sinni síðan hann hélt sína fyrstu einkasýningu í Portinu í Hafnarfirði árið 1993. Hefð hefur skapast fyrir því að halda síðasta vetrardag hátíðlegan í Hafnarfirði með vali á bæjarlistamanni ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×