Uppgjörið: Valur - ÍBV 30-22 | Valskonur mættu með sópinn gegn ÍBV Hjörvar Ólafsson skrifar 30. apríl 2024 21:05 Úr leik kvöldsins. Vísir/Diego Valur lagði ÍBV að velli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta í N1-höllinni að Hlíðarenda í kvöld og tryggði sér þar af leiðandi farseðilinn inn í úrslitaeinvígi deildarinnar. Þar mætir liðið annað hvort Haukum eða Fram. Eftir að hafa misst leikinn úr höndum sér strax í fyrri hálfleik í fyrstu tveimur rimmum liðanna náðu Eyjakonur að halda spennu í leiknum fram í miðbik seinni hálfleiks að þessu sinni. Staðan eftir skemmtilegan fyrri hálfleik var 12-11 Val í vil. Það gekk hins vegar mun hraðar á bensíntankinn hjá leikmönnum ÍBV en Vals í seinni hálfleik og Valskonur sigldu sigrinum þægilega í höfn. Valur vinnur því einvígið 3-0 og bíður þess nú hvort það verða Haukar eða Fram sem freista þess að hrifsa af þeim Íslandsmeistaratitilinn. Thea Imani Sturludóttir freistar þess að finna glufu á vörn Eyjaliðsins. Vísir/Diego Atvik leiksins Erfitt er að taka eitthvað eitt sérstakt atvik út fyrir sviga úr þessum leik. Frekar má segja að það hafi verið áþreifanlegt þegar þreytumerki fór að sjást á leikmönnum Eyjaliðsins sem höfðu lagt líkama og sál í verkefnið fyrstu 45 mínútur leiksins. Leikmenn ÍBV gáfu allt sem þær áttu í leikinn en áttu einfaldlega ekki kraft til þess að velgja Valskonum almennilega undir uggum. Stjörnur og skúrkar Sara Sif Helgadóttir og Hafdís Renötudóttir skiptu leiknum jafnt á milli sín og vörðu vel í marki Vals og það sama má segja um Mörtu Wawrzykowsku í marki Eyjaliðsins. Markaskorun Vals dreifðist vel á milli leikmanna liðsins en Elín Rósa Magnúsdóttir, Thea Imani Sturludóttir, Lilja Ágústsdóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoruðu sex mörk hver. Birna Berg Haraldsdóttir var fremst meðal jafningja hjá ÍBV en hún skoraði sjö mörk í leiknum. Sunna Jónsdóttir var svo að vanda öflug á báðum endum vallarins. Sara Sig og Hafdís stóðu vaktin af stakri prýði. Vísir/Diego Sama má segja um Mörtu Wawrzykowsku. Vísir/Diego Dómarar leiksins Dómarar leiksins, þeir Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson, höfðu góð tök á leiknum og stígu fá sem engin feilspor í þessum leik. Þar af leiðandi fá þeir átta í einkunn fyrir sína frammistöðu. Stemming og umgjörð Það var ekki þétt setið í N1-höllinni í kvöld en þeir sem mættu í stúkuna létu vel í sér heyra og sköpuðu fína stemmingu. Bongótrommurnar voru lamdar með taktvissum slætti Valsmegin og Eyjafólkið sungu og trölluðu að miklum móð. Kaffið var upp á tíu í blaðamannastúkunni og kleinur, kanilsnúðar og Æði bitar fylgdu með. Ekkert upp á Val að klaga í þeim efnum frekar en fyrri daginn. Valskonur fagna sigrinum og sætinu í úrslitunum. Vísir/Diego Olís-deild kvenna Valur ÍBV
Valur lagði ÍBV að velli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta í N1-höllinni að Hlíðarenda í kvöld og tryggði sér þar af leiðandi farseðilinn inn í úrslitaeinvígi deildarinnar. Þar mætir liðið annað hvort Haukum eða Fram. Eftir að hafa misst leikinn úr höndum sér strax í fyrri hálfleik í fyrstu tveimur rimmum liðanna náðu Eyjakonur að halda spennu í leiknum fram í miðbik seinni hálfleiks að þessu sinni. Staðan eftir skemmtilegan fyrri hálfleik var 12-11 Val í vil. Það gekk hins vegar mun hraðar á bensíntankinn hjá leikmönnum ÍBV en Vals í seinni hálfleik og Valskonur sigldu sigrinum þægilega í höfn. Valur vinnur því einvígið 3-0 og bíður þess nú hvort það verða Haukar eða Fram sem freista þess að hrifsa af þeim Íslandsmeistaratitilinn. Thea Imani Sturludóttir freistar þess að finna glufu á vörn Eyjaliðsins. Vísir/Diego Atvik leiksins Erfitt er að taka eitthvað eitt sérstakt atvik út fyrir sviga úr þessum leik. Frekar má segja að það hafi verið áþreifanlegt þegar þreytumerki fór að sjást á leikmönnum Eyjaliðsins sem höfðu lagt líkama og sál í verkefnið fyrstu 45 mínútur leiksins. Leikmenn ÍBV gáfu allt sem þær áttu í leikinn en áttu einfaldlega ekki kraft til þess að velgja Valskonum almennilega undir uggum. Stjörnur og skúrkar Sara Sif Helgadóttir og Hafdís Renötudóttir skiptu leiknum jafnt á milli sín og vörðu vel í marki Vals og það sama má segja um Mörtu Wawrzykowsku í marki Eyjaliðsins. Markaskorun Vals dreifðist vel á milli leikmanna liðsins en Elín Rósa Magnúsdóttir, Thea Imani Sturludóttir, Lilja Ágústsdóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoruðu sex mörk hver. Birna Berg Haraldsdóttir var fremst meðal jafningja hjá ÍBV en hún skoraði sjö mörk í leiknum. Sunna Jónsdóttir var svo að vanda öflug á báðum endum vallarins. Sara Sig og Hafdís stóðu vaktin af stakri prýði. Vísir/Diego Sama má segja um Mörtu Wawrzykowsku. Vísir/Diego Dómarar leiksins Dómarar leiksins, þeir Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson, höfðu góð tök á leiknum og stígu fá sem engin feilspor í þessum leik. Þar af leiðandi fá þeir átta í einkunn fyrir sína frammistöðu. Stemming og umgjörð Það var ekki þétt setið í N1-höllinni í kvöld en þeir sem mættu í stúkuna létu vel í sér heyra og sköpuðu fína stemmingu. Bongótrommurnar voru lamdar með taktvissum slætti Valsmegin og Eyjafólkið sungu og trölluðu að miklum móð. Kaffið var upp á tíu í blaðamannastúkunni og kleinur, kanilsnúðar og Æði bitar fylgdu með. Ekkert upp á Val að klaga í þeim efnum frekar en fyrri daginn. Valskonur fagna sigrinum og sætinu í úrslitunum. Vísir/Diego
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn