Innlent

Svona var Pall­borðið með Helgu Þóris og Ei­ríki Inga

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Helga Þórisdóttur og Eiríkur Ingi Jóhannsson í Pallborðinu.
Helga Þórisdóttur og Eiríkur Ingi Jóhannsson í Pallborðinu. Vísir/Vilhelm

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, og Eiríkur Ingi Jóhannson sjómaður eru gestir Pallborðsins í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14.

Helga og Eiríkur eru meðal þeirra ellefu sem eru í framboði til forseta Íslands en þau voru meðal síðustu frambjóðendanna til að ná að safna 1.500 meðmælendum. Bæði eru hins vegar staðráðin í því að fara alla leið.

Það verður á brattann að sækja en hvorugt hefur verið að mælast með teljandi fylgi í skoðanakönnunum.

Hægt er að fylgjast með Pallborðinu í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan.

Uppfært: Þættinum er lokið en Pallborðið í heild má sjá að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×