Veður

Víðast dá­litlar skúrir en bjartara norðan­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti yfir daginn verður á bilinu þrjú til tíu stig.
Hiti yfir daginn verður á bilinu þrjú til tíu stig. Vísir/Arnar

Lægðasvæði fyrir vestan land stýrir veðrinu á landinu og það er útlit fyrir fremur rólega sunnanátt næstu daga.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að gera megi ráð fyrir dálitlum skúrum í dag, en þurrt og bjart norðaustanlands. Hiti yfir daginn verður á bilinu þrjú til tíu stig.

Búist er við rigningu með köflum á morgun, þó síst á Norðurlandi.

Á laugardag styttir víða upp, en á sunnudag má búast við einhverjum skúrum eða jafnvel slydduéljum vestantil á landinu.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Suðaustan 5-13 m/s og rigning með köflum, en yfirleitt þurrt á Norðaustur- og Austurlandi fram undir kvöld. Hiti 3 til 10 stig.

Á laugardag: Suðlæg átt 3-10 og dálítil væta, en styttir upp um landið norðanvert. Hiti 5 til 12 stig.

Á sunnudag og mánudag: Sunnan og suðvestan 5-13 og skúrir eða slydduél, en bjart að mestu norðaustan- og austanlands. Hiti 2 til 10 stig.

Á þriðjudag: Suðlæg átt og rigning eða slydda með köflum, en þurrt að kalla norðaustantil. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag: Útlit fyrir vestanátt með dálitlum skúrum eða slydduéljum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×