Handbolti

Grótta upp í Olís eftir sigur með minnsta mun í odda­leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Gróttu fagna
Leikmenn Gróttu fagna Grótta

Grótta mun leika í Olís-deild kvenna í handbolta á næstu leiktíð. Liðið vann Aftureldingu með eins marks mun í oddaleik um sæti í deild þeirra bestu. Mosfellingar falla þar með niður um deild en um var að ræða umspil milli deilda. 

Leikur dagsins var æsispennandi frá fyrstu mínútu og ljóst að bæði lið ætluðu sér að spila í Olís-deildinni á komandi leiktíð. Á endanum voru það gestirnir í Gróttu sem höfðu betur, lokatölur 22-21 í gríðarlega jöfnum leik.

Það var því fagnað aðleikslokum og reikna má með að fagnaðarlætin standi áfram á Seltjarnarnesi fram eftir kvöldi.

Soffía Steingrímsdóttir átti magnaðan dag í marki Gróttu. Hún varði alls 18 skot og var með 46 prósent markvörslu. Daðey Ásta Hálfdánsdóttir var markahæst í sigurliðinu með 5 mörk og þar á eftir kom Ída Margrét Stefánsdóttir með 4 mörk.

Saga Sif Gísladóttir gerði hvað hún gat í marki Aftureldingar, hún var með 15 varin skot og 40 prósent markvörslu. Susan Ines Gamboa var markahæst með 6 mörk og þar á eftir kom Anna Katrín Bjarkadóttir með 4 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×