Innlent

Valtýr ráðinn yfir­læknir

Bjarki Sigurðsson skrifar
Valtýr Stefánsson Thors er nýr yfirlæknir barnalækninga hjá Landspítalanum.
Valtýr Stefánsson Thors er nýr yfirlæknir barnalækninga hjá Landspítalanum. Vísir/Arnar

Valtýr Stefánsson Thors hefur verið ráðinn sem yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann. 

Hann lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá læknadeild Háskóla Íslands 2003. Hann starfaði við kandidatsnám á Landspítala 2003-2004 og sem deildarlæknir á Barnaspítala Hringsins 2004-2006. Þá stundaði hann sérnám í almennum barnalækningum og barnasmitsjúkdómum við Wilhelmina barnaspítalann í Utrecht, Hollandi og Bristol Royal Children´s Hospital í Englandi á árunum 2006-2014. Doktorsritgerð sína varði hann við University of Bristol í Englandi árið 2016.

Valtýr hefur starfað sem sérfræðingur í almennum barnalækningum og barnasmitsjúkdómum við Barnaspítala Hringsins frá árinu 2014. Einnig hefur hann verið kennslustjóri sérnáms í almennum barnalækningum frá árinu 2020 og jafnframt lektor við læknadeild Háskóla Íslands frá árinu 2021. Valtýr er virkur í evrópsku og norrænu samstarfi á sviði barnasmitsjúkdóma og hefur sinnt aflmiklu vísindastarfi á Barnaspítala Hringsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×