Viðskipti innlent

Á­horf á Euro­vision hríðfellur

Bjarki Sigurðsson skrifar
Heru Björk tókst ekki að komast áfram á undankvöldi Eurovision í gærkvöldi.
Heru Björk tókst ekki að komast áfram á undankvöldi Eurovision í gærkvöldi. EPA/Jessica Gow

Meðaláhorf á fyrri undankeppni Eurovision í gærkvöldi var 35 prósent og 56 prósent uppsafnað áhorf. Er það gríðarleg breyting frá áhorfi á undankvöldið sem Ísland tók þátt í í fyrra. 

RÚV greinir frá þessu en í fyrra var meðal áhorf sextíu prósent og uppsafnað áhorf 69 prósent. Árið þar á undan var meðaláhorf 57 prósent og uppsafnað áhorf 68 prósent. 

Meðaláhorf er heildaráhorf á allan þáttinn en uppsafnað áhorf er hlutfall sem horfði í að minnsta kosti í fimm mínútur. 

Áhorf dróst því saman um 41 prósent milli ára. Hera Björk, fulltrúi Íslands í keppninni í ár, komst ekki áfram í gær og stígur því ekki á svið á úrslitakvöldinu á laugardaginn. 

Auglýsingasala RÚV fyrir undankvöldið gekk einnig mun verr en í fyrra og tókst ekki að selja í öll auglýsingaplássin sem voru í boði. Fjöldi fólks hafði hvatt til sniðgöngu keppninnar og fyrirtækja sem myndu auglýsa á meðan keppnin væri í gangi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×