Innlent

Þrír sóttu um stöðu dómara við Lands­rétt

Atli Ísleifsson skrifar
Kjartan Bjarni Björgvinsson er í hópi umsækjenda.
Kjartan Bjarni Björgvinsson er í hópi umsækjenda. Vísir/Vilhelm

Þrír sóttu um stöðu dómara við Landsrétt sem dómsmálaráðuneytið auglýsti laust til umsóknar í síðasta mánuði.

Á vef dómsmálaráðuneytisins segir að skipað verði í embættið frá 1. september 2024.

„Umsóknarfrestur rann út þann 6. maí síðastliðinn og eru umsækjendur eftirtaldir:

  • Arnaldur Hjartarson héraðsdómari
  • Eiríkur Elís Þorláksson dósent
  • Kjartan Bjarni Björgvinsson settur dómari við Landsrétt

Umsóknir verða afhentar dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara til meðferðar á næstu dögum,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×