Skoðun

Helga Þóris­dóttir - Minn for­seti

Valdimar Óskarsson skrifar

Margir einstaklingar eru í kjöri til forseta Íslands að þessu sinni. Að mínu mati eru nokkrir frambærilegir kostir en einn aðili ber af, nefnilega Helga Þórisdóttir. Forseti Íslands þarf að vera fróður, ópólítískur, koma vel fram, hlusta á þjóðina og hafa skilning á þeim vandamálum sem að steðja á þeim tímum sem við lifum á. Ein hættan varðar misnotkun persónuupplýsinga en Helga hefur sérþekkingu á persónuvernd, en verndun þeirra er eitthvað sem ekki má vanmeta.

Ég treysti Helgu til þess að standa vörð um það sem okkur öll varðar, friðhelgi einkalífsins, og hún hefur alla þá eiginleika sem til þarf til þess að vera góður forseti.

Höfundur er framkvæmdastjóri Keystrike.




Skoðun

Sjá meira


×