„Þetta var rosalega heimsk villa hjá mér í endann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2024 12:02 Sara Rún Hinriksdóttir í viðtalinu á háborðinu eftir leikinn í gærkvöldi. Stöð 2 Sport Sara Rún Hinriksdóttir og félagar hennar í Keflavík eru komnar í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild kvenna í körfubolta eftir rosalegt einvígi við Stjörnuna. Einvígið endaði með æsispennandi oddaleik í gær. Keflavíkurkonur lentu mest ellefu stigum undir í leiknum en komu til baka og tryggðu sér sigurinn. Sara Rún var mjög öflug í leiknum með 20 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar. Hún kom í viðtal á háborð Subway Körfuboltakvölds eftir leikinn. „Ég get bara sagt það að ég er virkilega ánægð með sigurinn og að hafa landað þessu,“ sagði Sara Rún. En hvað varð það sem Stjörnustelpur gerðu sem gerði Keflavíkurliðnu svona erfitt fyrir í þessu einvígi? Bara þvílíkir leikmenn „Þetta eru bara þvílíkir leikmenn. Jú þær eru mjög ungar en þær berjast allan tímann, í fjörutíu mínútur. Við þurfum að vera á tánum í fjörutíu mínútur til þess að eiga einhvern sjens í þær. Ég er því virkilega ánægð með að hafa unnið í dag,“ sagði Sara. Sara fékk sína fimmtu villu undir lokin og spilaði því ekki lokakaflann í leiknum. Var farið að fara um hana á bekknum? „Já mér fannst þetta rosalega erfitt. Þetta var rosalega heimsk villa hjá mér í endann. Ég átti bara að gefa boltann en ég bara treysti mínum stelpum til þess að vinna þetta,“ sagði Sara. Hún fékk þá á sig sóknarvillu og Keflavík missti boltann. Það kom þó ekki að sök því liðsfélagar hennar lönduðu sigrinum. Sara lenti í því í þessu einvígi að vera skilin eftir galopin. Hvernig er það hugarfarslega fyrir að mæta slíkum varnarleik? „Ég hef oft hugsað þetta. Ég hef gert þetta sjálf við aðra leikmenn og hugsaði bara þá: Ég hefði labbað út úr húsinu ef að þetta hefði verið gert við mig. Svo gerist þetta og ég var bara eitt stórt spurningarmerki. Ég bara lærði af þessu,“ sagði Sara. „Vinkona mín, Bryndís (Guðmundsdóttir) hjálpaði mér í gegnum þetta,“ sagði Sara. Þetta er allt öðruvísi lið Næst á dagskrá hjá Keflavíkurliðinu er einvígi á móti nágrönnunum í Njarðvík og í boði er Íslandsmeistaratitilinn. Úrslitaeinvígið hefst strax á fimmtudaginn. Hvernig sér Sara þá rimmu fyrir sér? „Ég held að það verði allt öðruvísi. Þetta er allt öðruvísi lið. Jú okkur hefur gengið vel á móti þeim hingað til en mér finnst þær vera að toppa sig núna. Þær eru að spila rosalega góðan körfubolta,“ sagði Sara. „Isabella [Ósk Sigurðardóttir] er búin að stíga upp núna, virkilega flott. Selena [Lott] er geggjuð, einn á einn og hún gerir náttúrulega bara allt. Þetta eru allt stelpur sem við þurfum að stoppa,“ sagði Sara. Þessi þáttur er geggjaður Sara sér mun á deildinni frá því að hún var hér síðast. „Mér finnst hún betri. Ég hafði heyrt að hún væri ekki að stækka en ég er mjög ósammála því. Virkilega flottar ungar stelpur sem eru að koma upp og allt í kringum þetta. Þessi þáttur er geggjaður og sjáið bara íþróttahúsið okkar. Þetta er frábært,“ sagði Sara en það var frábærlega mætt á oddaleikinn. Vonandi verður framhald á því í lokaúrslitunum. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Sara Rún eftir sigurinn í oddaleiknum Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Körfuboltakvöld: Tilþrif 4. umferðar Lögmál leiksins: Þetta er eins og í Kolaportinu Hneykslast á nýju Dwyane Wade styttunni Pirraðir á excel skiptingum Péturs Jón Axel öflugur í sigri „Sá bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri“ Sjá meira
Keflavíkurkonur lentu mest ellefu stigum undir í leiknum en komu til baka og tryggðu sér sigurinn. Sara Rún var mjög öflug í leiknum með 20 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar. Hún kom í viðtal á háborð Subway Körfuboltakvölds eftir leikinn. „Ég get bara sagt það að ég er virkilega ánægð með sigurinn og að hafa landað þessu,“ sagði Sara Rún. En hvað varð það sem Stjörnustelpur gerðu sem gerði Keflavíkurliðnu svona erfitt fyrir í þessu einvígi? Bara þvílíkir leikmenn „Þetta eru bara þvílíkir leikmenn. Jú þær eru mjög ungar en þær berjast allan tímann, í fjörutíu mínútur. Við þurfum að vera á tánum í fjörutíu mínútur til þess að eiga einhvern sjens í þær. Ég er því virkilega ánægð með að hafa unnið í dag,“ sagði Sara. Sara fékk sína fimmtu villu undir lokin og spilaði því ekki lokakaflann í leiknum. Var farið að fara um hana á bekknum? „Já mér fannst þetta rosalega erfitt. Þetta var rosalega heimsk villa hjá mér í endann. Ég átti bara að gefa boltann en ég bara treysti mínum stelpum til þess að vinna þetta,“ sagði Sara. Hún fékk þá á sig sóknarvillu og Keflavík missti boltann. Það kom þó ekki að sök því liðsfélagar hennar lönduðu sigrinum. Sara lenti í því í þessu einvígi að vera skilin eftir galopin. Hvernig er það hugarfarslega fyrir að mæta slíkum varnarleik? „Ég hef oft hugsað þetta. Ég hef gert þetta sjálf við aðra leikmenn og hugsaði bara þá: Ég hefði labbað út úr húsinu ef að þetta hefði verið gert við mig. Svo gerist þetta og ég var bara eitt stórt spurningarmerki. Ég bara lærði af þessu,“ sagði Sara. „Vinkona mín, Bryndís (Guðmundsdóttir) hjálpaði mér í gegnum þetta,“ sagði Sara. Þetta er allt öðruvísi lið Næst á dagskrá hjá Keflavíkurliðinu er einvígi á móti nágrönnunum í Njarðvík og í boði er Íslandsmeistaratitilinn. Úrslitaeinvígið hefst strax á fimmtudaginn. Hvernig sér Sara þá rimmu fyrir sér? „Ég held að það verði allt öðruvísi. Þetta er allt öðruvísi lið. Jú okkur hefur gengið vel á móti þeim hingað til en mér finnst þær vera að toppa sig núna. Þær eru að spila rosalega góðan körfubolta,“ sagði Sara. „Isabella [Ósk Sigurðardóttir] er búin að stíga upp núna, virkilega flott. Selena [Lott] er geggjuð, einn á einn og hún gerir náttúrulega bara allt. Þetta eru allt stelpur sem við þurfum að stoppa,“ sagði Sara. Þessi þáttur er geggjaður Sara sér mun á deildinni frá því að hún var hér síðast. „Mér finnst hún betri. Ég hafði heyrt að hún væri ekki að stækka en ég er mjög ósammála því. Virkilega flottar ungar stelpur sem eru að koma upp og allt í kringum þetta. Þessi þáttur er geggjaður og sjáið bara íþróttahúsið okkar. Þetta er frábært,“ sagði Sara en það var frábærlega mætt á oddaleikinn. Vonandi verður framhald á því í lokaúrslitunum. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Sara Rún eftir sigurinn í oddaleiknum
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Körfuboltakvöld: Tilþrif 4. umferðar Lögmál leiksins: Þetta er eins og í Kolaportinu Hneykslast á nýju Dwyane Wade styttunni Pirraðir á excel skiptingum Péturs Jón Axel öflugur í sigri „Sá bara metnaðarlausa menn sem voru allir með hendur niðri“ Sjá meira
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn