Stikla fyrir nýja íslenska grínþætti: „Þetta er ógeðslega fyndið“ Ný og spennandi grínþáttasería er væntanleg á Stöð 2 á næstunni. Þættirnir fjalla um vini sem ákveða að kaupa subbulegan bar sem er við það að fara á hausinn. Lífið 25. júlí 2024 15:01
Gagnrýnir varaforsetaefni Trump fyrir ummæli um barnlausar konur Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston furðar sig á ummælum sem varaforsetaefni Donalds Trump lét falla um að pólitískir andstæðingar hans væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“. Aniston varð sjálfri ekki barna auðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Lífið 25. júlí 2024 12:40
Græðgi meðleikonu hafi skemmt endurkomuna Bandaríska leikkonan Mindy Cohn segir að endurkoma grínþáttana Facts of Life hafi verið í pípunum. Þau plön hafi hins vegar fokið út um gluggann vegna græðgi einnar leikkonu í hópnum. Lífið 25. júlí 2024 12:04
Chalamet syngur sem Bob Dylan í nýrri stiklu Bandarísk-franski stórleikarinn Timothée Chalamet sést í hlutverki ungs Bob Dylan í stiklu fyrir lífshlaupsmyndina A Complete Unknown, sem er sögð munu fjalla um stór kaflaskil á ferli Dylans þegar hann færði sig úr hefðbundinni þjóðlagatónlist, stakk rafmagnsgítarnum í samband og byrjaði að spila rokk. Lífið 24. júlí 2024 20:42
Lenti í ofbeldissambandi með frönskum bíl Dagur Kári Pétursson kvikmyndaleikstjóri er búsettur um þessar mundir í Danmörku. Hann hefur að undanfarin misserin ekið á bílaleigubíl, sem hann kunni vel við framanaf en gamanið fór að kárna þegar bíllinn fór að sýna honum megnasta yfirlæti. Innlent 22. júlí 2024 14:23
Útlit fyrir bíólausa Akureyri Bíóhús Sambíóanna við Strandgötu á Akureyri hefur verið sett á sölu. Það er því möguleiki á að bærinn verði bíólaus. Framkvæmdastjórinn hefur hins vegar trú á því að inn komi nýir eigendur sem haldi bíórekstrinum gangandi. Menning 21. júlí 2024 14:43
„Ég grét svo mikið“ Aníta Briem segir það hafa verið mjög tilfinningaþrungið að leika óléttan karakter í þáttaseríunni Ráðherrann á meðan hún var sjálf að reyna að eignast barn. Hún og kærastinn Hafþór Waldorff eiga von á stelpu í nóvember. Lífið 20. júlí 2024 15:02
Við það að landa Theron og Balta Óskarsverðlaunaleikkonan Charlize Theron er sögð vera við það að skrifa undir samning um að leika í nýrri kvikmynd sem Baltasar Kormákur er sagður ætla að leikstýra. Lífið 19. júlí 2024 11:49
„Það er frábært bíóveður“ Stofnandi heimildarmyndahátíðarinnar IceDocs sem fer fram um helgina segir ekkert annað að gera við veðurfarinu en að drífa sig á Akranes og ylja sér inn í Bíóhöllinni. Þetta er í sjötta sinn sem að hátíðin fer fram og dagskráin vegleg. Bíó og sjónvarp 18. júlí 2024 12:23
Íslendingar tilnefndir til Emmy-verðlauna Íslenska tónskáldið Atli Örvarsson er tilnefndur til Emmy-verðlauna í flokki framúrskarandi tónverka fyrir sjónvarpsþættina Silo. Bíó og sjónvarp 17. júlí 2024 18:50
Tobey Maguire er á landinu Bandaríski stórleikarinn Toby Maguire er á landinu. Samkvæmt heimildum Vísis spókaði hann sig í sólinni í miðborginni síðdegis í dag og tók myndir með aðdáendum. Bíó og sjónvarp 15. júlí 2024 18:13
Shannen Doherty látin Bandaríska leikkonann Shannen Doherty, sem lék í sjónvarpsþáttunum vinsælu Beverly Hills, 90210 er látin 53 ára að aldri. Lífið 14. júlí 2024 13:23
Kinds of Kindness: Þríréttað hjá listakokknum Yorgos Bíddu, skrifaði ég ekki pistil um kvikmynd eftir Grikkjann Yorgos Lanthimos fyrir innan við hálfu ári? Tekur þessi maður sér ekki frí? Þurfum við áhorfendur ekki líka frí? Svarið við báðum þessum spurningum er nei. Gagnrýni 14. júlí 2024 11:23
Fyrsta stiklan úr Gladiator II Fyrsta stikla stórmyndarinnar Gladiator II undir leikstjórn sjálfs Ridley Scott hefur litið dagsins ljós. Myndin er sjálfstætt framhald af Skylmingaþrælnum sem kom út árið 2000 og tekinn er upp þráðurinn einhverjum 25 árum eftir atburði fyrstu myndarinnar. Bíó og sjónvarp 9. júlí 2024 21:36
Margot Robbie ólétt Ástralska leikkonan Margot Robbie á von á sínu fyrsta barni með kvikmyndagerðarmanninum Tom Ackerley. Lífið 7. júlí 2024 21:26
Jon Landau er látinn Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn og Óskarsverðlaunahafinn Jon Landau er látinn 63 ára að aldri. Hann framleiddi myndir á borð við Titanic og Avatar á löngum og margverðlaunuðum ferli. Bíó og sjónvarp 7. júlí 2024 10:46
Brad Pitt í mynd um Formúlu 1 í framleiðslu Hamilton Bandaríski stórleikarinn Brad Pitt fer með aðalhlutverk í bíómynd um Formúlu 1 sem er meðal annars framleidd af formúlukappanum Lewis Hamilton. Myndin er í bígerð og stefnt er á frumsýningu í júní á næsta ári. Bíó og sjónvarp 5. júlí 2024 23:25
Óbirt myndefni úr Snertingu í nýju tónlistarmyndbandi Högna Tónlistarmaðurinn Högni Egilsson og Rvk Studios hafa gefið út tónlistarmyndband í flutningi Högna við lokalag kvikmyndarinnar Snertingar, sem nú er í sýningu í kvikmyndahúsum landsins. Lífið 5. júlí 2024 18:05
Kvikmyndastjarna slær í gegn á Landsmóti hestamanna Hornfirðingurinn Ída Mekkín Hlynsdóttir fer nú mikinn á Landsmóti hestamanna. Hún er í fjórða sæti í unglingaflokki eftir keppni í milliriðlinum, og hefur tryggt sér sæti í úrslitum. Ída Mekkín var ellefu ára þegar hún var í burðarhlutverki í kvikmyndinni Hvítur hvítur dagur, og lék einnig í myndinni Volaða land, en hún er dóttir leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar. Lífið 4. júlí 2024 20:00
Íris segir RÚV henda blautri og kaldri tusku í andlit sjómanna Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir sérdeilis ólíðandi að sjómenn þurfi að greiða afnotagjöld af RÚV ohf., en séu hins vegar sviptir möguleikum á að ná sjónvarps og útvarpssendingum. Innlent 3. júlí 2024 09:43
Leysir frá brandaraskjóðunni Kristjana Arnarsdóttir íþróttafréttamaður á RÚV átti erfitt með þáttastjórn EM stofunnar í hálfleik Portúgals og Slóveníu vegna hláturskasts. Það kom til vegna brandara frá Hjörvari Hafliðasyni sparkspekingi. Lífið 2. júlí 2024 22:26
Lækkuðu hitastigið fyrir leðurklædda kvikmyndaáhugamenn Smárabíó bauð upp á sérstaka snigla sýningu í gærkvöldi á mótorhjólamyndina Bikeriders. Um það bil 70 meðlimir Sniglanna komu í hópkeyrslu á sýninguna klædd í leðurföt og með hjálma. Lífið 27. júní 2024 07:00
Jarðhitasýningin í Hellisheiðarvirkjun fékk óvænta heimsókn Stjarneðlisfræðingurinn og vísindamiðlarinn bandaríski Neil deGrasse Tyson heimsótti í dag jarðhitasýninguna við Hellisheiðarvirkjun. Jarðhitasýningin er eins konar fræðslusetur þar sem gestir geta lært um hvernig jarðvarmi er nýttur til að framleiða rafmagn fyrir landið og heitt vatn fyrir höfuðborgarsvæðið. Lífið 26. júní 2024 14:53
Vilt þú taka fjármálin þín í gegn? Hinir geysivinsælu þættir Viltu finna milljón? sem eru í umsjón Hrefnu Bjarkar Sverrisdóttur og Arnars Þórs Ólafssonar, hefja göngu sína á ný á Stöð 2 í vetur. Lífið 26. júní 2024 14:06
Pirates of the Caribbean-leikari lést eftir hákarlaárás Tamayo Perry, brimbrettakappi og leikari, lést eftir að hafa orðið fyrir árás hákarls við strendur Hawaii. Lífið 24. júní 2024 22:49
Árás á lýðræðið í landinu: Íslenskað streymi eða ekki! Sem áhugamaður um sjónvarp og rekstraraðili línulegs streymis Skjás 1 hef ég af og til ritað nokkur fátækleg opinber orð um þýðingarskyldu, en tilefnið er að ráðamenn þjóðarinnar vilja nú koma böndum á erlend áhrif streymisleiga hér á landi hvað varðar íslenska tungu. Skoðun 24. júní 2024 15:31
Gullni hringurinn í Vesturbænum uppskrift að drauma sunnudegi Skemmikrafturinn og framleiðandinn Sandra Barilli sló eftirminnilega í gegn í hlutverki Mollýar, umboðsmanns strákasveitarinnar IceGuys í samnefndri gamanþáttaröð síðastliðið haust. Hún segist lítið fyrir að plana langt fram í tímann og er yfirleitt búin að framkvæma hlutina áður en hún nær að setja þá á blað. Lífið 24. júní 2024 09:10
Hefur ekki hitt öll 26 systkini sín Bandaríska leik- og söngkonan Jennifer Hudson dreymir um matarboð með allri fjölskyldunni sinni. Hún á þó ennþá eftir að hitta öll systkini sín en þau eru tuttugu og sex talsins. Matarboðið gæti því orðið ansi fjölmennt. Lífið 22. júní 2024 09:31
Donald Sutherland er látinn Kanadíski leikarinn Donald Sutherland, frægur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á borð við The Dirty Dozen og MASH, er látinn eftir langa baráttu við veikindi. Hann var 88 ára gamall. Bíó og sjónvarp 20. júní 2024 17:33
Heimaleikurinn vann til verðlauna í Ástralíu Íslenska heimildarmyndin Heimaleikurinn vann í nótt áhorfendaverðlaun Sydney Film Festival í Ástralíu. Bíó og sjónvarp 20. júní 2024 09:38