Lampard kemur Chelsea yfir Frank Lampard var nú rétt í þessu að koma Chelsea yfir gegn Bayern Munchen, í þýskalandi, í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Markið var nánast endurtekning á markinu sem hann skoraði í fyrri leiknum. Sport 12. apríl 2005 00:01
Drogba að tryggja Chelsea áfram Didier Drogba var rétt í þessu að koma Chelsea í 2-1 gegn Bayern Munchen. Joe Cole sendi fyrir og þar kom Drogba og stangaði boltann í fjærhornið. Markið kom á 80. mínútu og þurfa því leikmenn Bayern að skora þrjú mörk á tíu mínútum til að komast áfram og má því segja að Chelsea sé komið með annan fótinn í undanúrslitin. Sport 12. apríl 2005 00:01
Milan komið yfir gegn Inter Andrei Shevchenko var að koma AC Milan yfir gegn Inter í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Milan sigraði fyrri leikinn 2-0 og eru því möguleikar Inter eru nú orðnir litlir en til að komast áfram þurfa þeir nú að skora 4 mörk. Sport 12. apríl 2005 00:01
Leik Inter og Milan hætt Leik Inter og AC Milan í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu var hætt í kvöld vegna óláta áhorfenda. Markus Merk, dómari leiksins, blés leikinn af og kallaði leikmenn til búningsherbergja á 73. mínútu eftir að stuðningsmenn Inter skutu ógrynni af flugeldum inná leikvanginn Sport 12. apríl 2005 00:01
Hálfleikur í Meistaradeildinni Nú er búið að blása til leikhlés í leikjunum tveimur í Meistaradeild Evrópu. Sport 12. apríl 2005 00:01
Chelsea í undanúrslitin Chelsea tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Chelsea tapaði 3-2 gegn Bayern Munchen í kvöld í þýskalandi en unnu samanlagt 6-5 og mæta annað hvort Juventus eða Liverpool í undanúrslitunum. Sport 12. apríl 2005 00:01
Bayern búið að jafna Bayern Munchen var rétt í þessu að jafna leikinn gegn Chelsea. Bayern fékk aukaspyrnu sem hitti beint á kollinn á Michael Ballack sem átti góðan skalla sem Cech varði frábærlega í stöngina og þaðan út í teig. Þar var Claudio Pizarro einn og óvaldaður og setti boltann í netið nánast af marklínu. Bayern þarf nú tvö mörk á 25 mínútum til að komast áfram í keppninni. Sport 12. apríl 2005 00:01
Sagan ekki með Inter Roberto Manchini hefur fulla trú á að sínir menn í Inter geti gert hið ómögulega og náð að sigra granna sína í AC Milan í Meistaradeildinni. Sport 11. apríl 2005 00:01
Gerrard meiddur Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool er meiddur á nára og talið er hugsanlegt að hann missi af síðari leiknum við Juventus í Meistaradeildinni í vikunni. Sport 11. apríl 2005 00:01
Mourinho verður í stúkunni Jose Mourinho segist muni verða í áhorfendastúkunni þegar Chelsea sækir Bayern Munchen heim á Ólympíuleikvanginn í síðari leik liðanna í Meistaradeildinni í vikunni. Sport 11. apríl 2005 00:01
Faria hefur ekkert að fela Leikmenn Bayern Munchen segjast munu mæta fullir sjálfstrausts í síðari leikinn í einvíginu gegn Chelsea í 8-liðum Meistaradeildarinnar í kvöld. Felix Magath, þjálfari Bayern, hefur endurheimt tvo helstu sóknarmenn sína, Roy Makaay og Claudio Pizarro, sem voru meiddir í fyrri leiknum. Sá leikmaður sem Magath óttast mest í liði andstæðinganna er Didier Drogba. Sport 11. apríl 2005 00:01
Gerrard verður ekki með gegn Juve Nú rétt í þessu staðfestu læknar Liverpool liðsins að fyrirliðinn Steven Gerrard geti ekki leikið með liðinu gegn Juventus í síðari leik liðanna á miðvikudagskvöld. Sport 11. apríl 2005 00:01
Leikaraskapur hjá Ballack Leikmenn Chelsea eru ósáttir við framkomu þýska landsliðsmannsins Michael Ballack hjá Bayern München en þeir telja að hann hafi fengið vítaspyrnu á lokamínútu leiks Chelsea og Bayern München í meistaradeildinni á miðvikudaginn á óheiðarlegan hátt. Ballack skoraði sjálfur annað mark Bæjara úr spyrnunni en leikmenn Chelsea segja að hann hafi fallið í teignum án þess að komið væri við hann Sport 8. apríl 2005 00:01
Cole sér fyrir slag við Milan Enski landsliðsmaðurinn Joe Cole er farinn að sjá fyrir sér úrslitaleik við AC Milan í Meistaradeildinni í sumar og segir að ítalska liðið sé "ótrúlega sterkt". Sport 8. apríl 2005 00:01
Ancelotti hógvær Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri AC Milan var hógvær eftir sigur sinna manna á grönnum sínum í Inter í gærkvöldi, en fagnaði endurkomu markaskorara síns. Sport 7. apríl 2005 00:01
Chelsea sagði satt Nú hafa komið fram ný gögn frá Knattspyrnusambandi Evrópu sem sýna að Chelsea hafði rétt fyrir sér eftir allt, þegar þeir héldu því fram að Frank Rijkaard hefði rætt við Anders Frisk í hálfleik á leik Chelsea og Barcelona í Meistaradeildinni á dögunum. Sport 7. apríl 2005 00:01
Terry sakar Ballack um leikaraskap John Terry, varnarmaður Chelsea, vandaði leikmönnum Bayern og dómurunum ekki kveðjurnar eftir 4-2 sigur sinna manna á Bayern Munchen í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Sport 7. apríl 2005 00:01
Bæjarar lofa átökum Uli Hoeness, yfirmaður knattspyrnumála hjá Bayern Munchen, lofar sýningu á síðari leik liðsins við Chelsea í Meistaradeildinni. Sport 7. apríl 2005 00:01
Liverpool óttast ólæti Forráðamenn Liverpool óttast að uppúr sjóði meðal stuðningsmanna á síðari leik liðsins við Juventus í Meistaradeildinni í næstu viku. Sport 7. apríl 2005 00:01
Vörnin svaf á verðinum Roberto Manchini, knattspyrnustjóri Inter á Ítalíu, er ekki tilbúinn að játa sig sigraðan, þótt lið hans hafi beðið lægri hlut gegn grönnum sínum í AC Milan í Meistaradeildinni í gær. Sport 7. apríl 2005 00:01
Ítalska pressan óánægð Ítalska pressan er ekki ánægð með hegðun Ítölsku áhorfendurna á leik Liverpool og Juventus á Anfield í gærkvöldi. Stuðningsmenn Liverpool stóðu fyrir minningarathöfn vegna þeirra 39 sem létust, þar af 38 stuðningsmenn Juventus, á Heysel leikvanginum þegar liðin mættust í úrslitaleik Evrópukeppninnar fyrir tuttugu árum. Sport 6. apríl 2005 00:01
Chelsea sigrar Bayern 4-2 Chelsea sigraði Bayern Munchen á Stamford Bridge í Meistaradeild Evrópu í kvöld með fjórum mörkum gegn tveimur. Joe Cole kom Chelsea yfir strax á fjórðu mínútu og og þannig var staðan í hálfleik. Sport 6. apríl 2005 00:01
Shevchenko kemur Milan í 2-0 Knattspyrnumaður Evrópu, Úkraínumaðurinn Andrei Shevchenko var að koma AC Milan í 2-0 með marki á 74. mínútu í leik gegn Inter í Meistaradeild Evrópu. Pirlo tók aukaspyrnu, gaf fyrir og þar kom Andrei Shevchenko og skallaði framhjá Toldo í markinu. Í fagnaðarlátunum reif hann af sér treyjuna og fékk að launum gult spjald. Sport 6. apríl 2005 00:01
Hálfleikstölur í Meistaradeildinni Nú er hálfleikur í leikjunum tveimur í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Sport 6. apríl 2005 00:01
Eiður í byrjunarliðinu Eiður Smári er í byrjunarliði Chelsea sem tekur á móti Bayern Munchen í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Stamford Bridge í kvöld. Eiður er í fremstu víglínu ásamt Frakkanum Didier Drogba. Sport 6. apríl 2005 00:01
Bayern búið að jafna Bastian Schweinsteiger var rétt í þessu að jafna fyrir Bayern Munchen gegn Chelsea í Meistaradeild Evrópu. Sport 6. apríl 2005 00:01
Mellberg fór í aðgerð í dag Fyrirliði Aston Villa, Svíinn Olof Mellberg, fór í aðgerð í morgun vegna hnémeiðslanna sem hann varð fyrir í 3-0 sigurleiknum gegn Newcastle á St James Park á laugardaginn. Ekki er ennþá vitað hvað hinn 27 ára gamli varnarmaður verður lengi frá keppni. Sport 6. apríl 2005 00:01
Bowyer og Dyer með gegn Sporting Stjóri Newcastle, Skotinn Graeme Souness, hefur nefnt slagsmálahundana tvo, Lee Bowyer og Kieron Dyer, í hópinn sinn í Uefa keppninni fyrir leikinn í 8-liða úrslitum gegn Sporting Lisbon. Sport 6. apríl 2005 00:01
Joe Cole kemur Chelsea yfir Joe Cole var rétt í þessu að koma Chelsea yfir gegn Bayern Munchen í Meistaradeild Evrópu, en aðeins tæpar fimm mínútur voru liðnar af leiknum þegar Cole skoraði. Cole tók skot utan af velli, skotið virtist meinlaust og Oliver Kahn virtist vera með þetta allt á hreinu. En skotið fór í brasilíska varnarmanninn Lucio og breytti um stefnu og Kahn var varnarlaus. Sport 6. apríl 2005 00:01
Hefði átt að verja, sagði Carson Scott Carson, markvörður Liverpool, fullyrti að hann hefði átt að gera betur eftir leikinn gegn Juventus á Anfield í Meistaradeild Evrópu í gær. Sport 6. apríl 2005 00:01
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn