Stjörnulífið: Brúðkaup, flutningar og Kaupmannahöfn Fyrsta vika febrúarmánaðar hér á landi var full af frumsýningum og sýningaropnunum. Íslendingar eru þó alltaf á farandsfæti og voru margar tískuskvísur sem gerðu sér ferð til Kaupmannahafnar í tilefni af tískuvikunni. Lífið 6. febrúar 2023 11:35
Febrúarspá Siggu Kling - Bogmaðurinn Elsku Bogmaðurinn minn, síðustu þrír mánuðir hafa verið eins og veðurfarið á Íslandi. Nóvember var heitasti mánuðurinn síðan 1950, desember sá kaldasti síðan mælingar hófust og núna er bara allskonar. Lífið 3. febrúar 2023 07:00
Stjörnulífið: Chicago, útskrift og Alparnir Það var nóg um að vera um helgina. Þorrablót voru haldin víða um landið og Harpan fylltist af nýútskrifuðum snillingum. Aðeins fjórir keppendur eru eftir í Idol, söngleikurinn Chicago var frumsýndur á Akureyri og lögin í Söngvakeppninni voru kynnt. Lífið 30. janúar 2023 10:03
Stjörnulífið: Þorrablót, bóndadagur og bónorð Það var nóg um að vera í síðustu viku. Á föstudaginn var bóndadagurinn haldinn hátíðlegur og skelltu margir sér á þorrablót um helgina. Lífið 23. janúar 2023 11:27
Stjörnulífið: Stórafmæli, Macbeth og barnasturtur Skemmtikrafturinn Eva Ruza hélt upp á fertugsafmælið sitt um helgina og fór alla leið. Á meðal þeirra sem komu fram voru GDRN, Hreimur og Hjálmar Örn. Lífið 16. janúar 2023 11:19
Stjörnulífið: Íslendingar flýja kuldann og flykkjast í sólina Fallegar vetrarmyndir og sólbrúnir áhrifavaldar á sundfötum einkenna samfélagsmiðla þessa dagana. Lífið 9. janúar 2023 11:07
Stjörnulífið: Bónorð, glimmer og miðnæturkossar Árið 2022 heyrir nú sögunni til og er nýtt ár gengið í garð. Á þessum tímamótum virðist þakklæti vera ofarlega í hugum flestra. Þá voru glimmer og glamúr að sjálfsögðu allsráðandi um helgina. Lífið 2. janúar 2023 12:30
Stjörnulífið: Jólanáttföt, arineldur og snjór Jólin eru tíminn til að njóta og skapa minningar með fjölskyldu og vinum. Ef marka má samfélagsmiðla undanfarna daga hafa Íslendingar svo sannarlega notið jólahátíðarinnar í botn og tekið sér frí frá amstri hversdagsins. Lífið 27. desember 2022 11:28
Stjörnulífið: Jólatónleikar, París og frostið Jólaundirbúningurinn er nú í hámarki hjá flestum. Jólatónleikar, frostið og snjórinn voru áberandi á samfélagsmiðlum síðustu daga. Lífið 19. desember 2022 12:31
Stjörnulífið: Jólaundirbúningur, kvikmyndaverðlaun og rómantík í desember Jólaundirbúningur setti sinn svip á vikuna sem leið. Þá fylltist Harpa af prúðbúnum gestum Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem að þessu sinni voru afhent á Íslandi. Lífið 12. desember 2022 10:31
Stjörnulífið: Jólagleði, bumbumyndir og gleðifréttir Desember er genginn í garð. Í gær var annar sunnudagur í aðventu og er jólahaldið komið á fullt. Vikan einkenndist því af jólatónleikum, jólaboðum og almennri jólagleði sem ætla má að ríki út næstu vikurnar. Lífið 5. desember 2022 11:52
Stjörnulífið: Fyrsti í aðventu, kókoshnetur og „góður dagur með Sönnu Marin“ Fyrsti í aðventu var í gær og það eina sem ætti að vera framundan eru jólaljós, heitt kakó, skreytingar og gleði í hjörtum. Listamenn landsins eru að gíra sig í gang fyrir jólatörnina og er spennan í hámarki. Lífið 28. nóvember 2022 11:32
Stjörnulífið: „Sá sem spottar bjórflöskuna fyrst fær fimmhundruð kall“ Stór tímamót eins og afmæli og edrú afmæli fengu að njóta sín á Instagram síðustu daga. Íslendingar virðast vera orðnir spenntir fyrir jólunum enda fyrsti í aðventu á sunnudaginn. Jólaseríur, skraut og einstaka jólatré eru meira að segja byrjuð að skjóta upp kollinum á samfélagsmiðlum. Lífið 21. nóvember 2022 12:30
Stjörnulífið: „Ég verð að fara að heyra í þeim aftur og láta þá laga aðeins í hornunum“ Ferðalög, djammið og bónorð í París vöktu athygli á samfélagsmiðlum í liðinni viku. Feðradagurinn tók svo yfir samfélagsmiðlana í gær. Instagram var bókstaflega yfirfullt af fallegum skilaboðum til þeirra sem gefa sig alla í stóra hlutverkið. Lífið 14. nóvember 2022 12:31
Stjörnulífið: Airwaves, glamúr og ný tónlist Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fór fram um helgina og var uppselt á viðburðinn. Listamenn skemmtu gestum sem dönsuðu fram á rauða nótt. Lífið 7. nóvember 2022 11:31
Stjörnulífið: Hrekkjavaka, Grease og gleði Gerviblóð, dýraeyru og Íslendingar klæddir sem Hollywood stjörnur einkenndu hrekkjavöku helgina sem var að líða. Grease tónleikarnir fóru loksins fram í Laugardalshöllinni eftir að tilkynnt var um þá árið 2020. Lífið 31. október 2022 11:31
Stjörnulífið: Góðverk, þrítugsafmæli og Plóma Brúðkaup og barneignir voru áberandi á samfélagsmiðlum en glæsilegt þrítugsafmæli yfirtók Instagram í miðri vikunni sem leið. Þar voru nokkrar af stærstu samfélagsmiðlastjörnum Íslands samankomnar. Miðillinn hefur einnig verið nýttur til góðs og fór af stað söfnun í Asíu. Lífið 24. október 2022 12:01
Stjörnulífið: Árshátíðir, ofurhlaup og bleiki dagurinn Árshátíðir voru áberandi um helgina þar sem einstaklingar voru mættir í sínu fínasta pússi að fagna saman. Bakgarðshlaupið átti hug og hjörtu margra þar sem hlauparar kepptust um að standa einir eftir. Hinn árlegi bleiki dagur fór fram í vikunni og var samstaðan gríðarleg. Lífið 17. október 2022 11:37
Stjörnulífið: Laxness, leður og Borat Úlpurnar eru komnar á kreik, hrekkjavöku skreytingar eru mættar í verslanir og pumpkin spice latte er orðið aðgengilegt á kaffihúsum. Haustið er að ná hápunkti. Myndir frá ferðalögum eru enn áberandi á Instagram og virðast Íslendingar æstir í að ná nokkrum sólargeislum. Lífið 10. október 2022 11:35
Stjörnulífið: Bleika slaufan, RIFF og Gyða Sól Íslendingar eru búnir að draga fram úlpurnar og fara hvað á hverju að fjárfesta í sköfum fyrir veturinn. Haustlitir einkenna samt tískuna þessa dagana og þykkar kápur, treflar og kaffibollar eru algeng sjón á Instagram. Listamenn landsins eru að dæla út nýju og spennandi efni og haustið fer vel af stað. Lífið 3. október 2022 11:35
Stjörnulífið: Hollywood, húðflúr og glimmerskreyttir golfbílar Íslenskir listamenn komu fram í Hollywood, Mexíkó, Fífunni í Kópavogi og víðar um Ísland í vikunni sem leið. Óveður helgarinnar hvatti suma í kósí gírinn og aðra til þess að flýja eyjuna. Lífið 26. september 2022 12:30
Stjörnulífið: Eddan, kynjaboð og hundrað mílur Eddan átti hug og hjörtu landsmanna á sunnudagskvöldið þar sem verðlaun voru veitt fyrir íslenskt sjónvarpsefni. Ítalía heldur áfram að vera vinsæll áfangastaður hjá ferðaþyrstum Íslendingum og listamenn vinna að nýju efni fyrir veturinn. Lífið 19. september 2022 11:45
Stjörnulífið: Tímamót, bombur og maraþon í Frakklandi Íslendingar virðast vera að taka út ferðalögin og stórafmælin sem féllu niður vegna heimsfaraldursins þessa dagana. Mikið hefur verið um viðburði og fögnuði og ekkert lát virðist vera á slíku í framtíðinni því listafólk er strax er byrjað að undirbúa jólaskemmtanirnar. Lífið 12. september 2022 12:30
Stjörnulífið: Barnalán, berjamór og Ljósanótt Haustið er mætt í allri sinni dýrð og virðast samfélagsmiðlar iða af spenningi yfir rútínu, hlýjum peysum og kertaljósi. Þó eru ekki allir tilbúnir að sleppa sumrinu og hafa haldið erlendis til þess að heilsa upp á sólina. Ljósanótt fór fram og skartaði himininn sínum fallegu norðurljósum í tilefni þess. Lífið 5. september 2022 12:31
Stjörnulífið: Skemmtiferðaskip, barneignir og útlönd Stjörnulífið þessa vikuna var fullt af stemningu, barneignum og utanlandsferðum. Skemmtiferðaskipið Norwegian Prima og guðmóðir þess Katy Perry stálu senunni um helgina en íslenskar stjörnur skemmtu einnig gestum skipsins. Lífið 29. ágúst 2022 14:14
Stjörnulífið: Kvennaveiði, maraþon og Menningarnótt Það var mikið um að vera í Reykjavík um helgina og Reykjavíkurmaraþonið og Menningarnótt tóku yfir samfélagsmiðla. Lífið 22. ágúst 2022 11:31
Stjörnulífið: Ítalskur draumur, sveitabrúðkaup og lúxus Ástin leyndi sér ekki í stjörnulífinu þar sem brúðkaup voru um víðan völl, meðal annars á Ítalíu og í sveitinni. Svavar Örn og Daníel Örn gengu í það heilaga eftir nítján ára samband og Jóhanna Guðrún og Ólafur Friðrik deildu kossi. Lífið 15. ágúst 2022 11:31
Stjörnulífið: Gleðigangan, gosið og grín Gleðigangan fyllti samfélagsmiðla af ást, gleði og fjölbreytileika um helgina. Gosið sýndi sínar bestu hliðar og virtust margir leggja leið sína að því þrátt fyrir orð Víðis um að æða ekki upp á fjall. Grínið var líka áberandi þar sem Ari Eldjárn fór aftur af stað með uppistandið sitt í Edinborg og einnig fjölgaði í grínistum landsins. Lífið 8. ágúst 2022 12:31
Stjörnulífið: Þjóðhátíð, ástin og brjóstagjöf Stjörnulífið þessa vikuna náði hápunkti um helgina þar sem Íslendingar skemmtu sér um land allt á fjölbreyttan hátt í tilefni Verslunarmannahelgarinnar. Klara Elias samdi og flutti Þjóðhátíðarlagið í ár sem hefur slegið í gegn og Magnús Kjartan Eyjólfsson kom sá og sigraði í brekkusöngnum. Lífið 2. ágúst 2022 11:57
Stjörnulífið: Brúðkaup, boltinn og folar Ástin er allsráðandi í Stjörnulífinu þessa vikuna en brúðkaup og brúðkaupsafmæli voru á hverju strái ásamt „babymoon“ á Spáni, folum í sveitinni og listafólk landsins í skemmtilegum ferðum. Þar að auki eru stelpurnar okkar sáttar eftir að hafa gefið sig allar í EM keppnina. Lífið 25. júlí 2022 12:01