Stjörnulífið

Stjörnulífið

Fréttir af því helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að deila á samfélagsmiðlum síðustu daga.

Fréttamynd

Febrúarspá Siggu Kling - Bogmaðurinn

Elsku Bogmaðurinn minn, síðustu þrír mánuðir hafa verið eins og veðurfarið á Íslandi. Nóvember var heitasti mánuðurinn síðan 1950, desember sá kaldasti síðan mælingar hófust og núna er bara allskonar.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Chicago, útskrift og Alparnir

Það var nóg um að vera um helgina. Þorrablót voru haldin víða um landið og Harpan fylltist af nýútskrifuðum snillingum. Aðeins fjórir keppendur eru eftir í Idol, söngleikurinn Chicago var frumsýndur á Akureyri og lögin í Söngvakeppninni voru kynnt. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Jólanáttföt, arineldur og snjór

Jólin eru tíminn til að njóta og skapa minningar með fjölskyldu og vinum. Ef marka má samfélagsmiðla undanfarna daga hafa Íslendingar svo sannarlega notið jólahátíðarinnar í botn og tekið sér frí frá amstri hversdagsins.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Hrekkjavaka, Grease og gleði

Gerviblóð, dýraeyru og Íslendingar klæddir sem Hollywood stjörnur einkenndu hrekkjavöku helgina sem var að líða. Grease tónleikarnir fóru loksins fram í Laugardalshöllinni eftir að tilkynnt var um þá árið 2020.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Góðverk, þrítugsafmæli og Plóma

Brúðkaup og barneignir voru áberandi á samfélagsmiðlum en glæsilegt þrítugsafmæli yfirtók Instagram í miðri vikunni sem leið. Þar voru nokkrar af stærstu samfélagsmiðlastjörnum Íslands samankomnar. Miðillinn hefur einnig verið nýttur til góðs og fór af stað söfnun í Asíu.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Árshátíðir, ofurhlaup og bleiki dagurinn

Árshátíðir voru áberandi um helgina þar sem einstaklingar voru mættir í sínu fínasta pússi að fagna saman. Bakgarðshlaupið átti hug og hjörtu margra þar sem hlauparar kepptust um að standa einir eftir. Hinn árlegi bleiki dagur fór fram í vikunni og var samstaðan gríðarleg. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Laxness, leður og Borat

Úlpurnar eru komnar á kreik, hrekkjavöku skreytingar eru mættar í verslanir og pumpkin spice latte er orðið aðgengilegt á kaffihúsum. Haustið er að ná hápunkti. Myndir frá ferðalögum eru enn áberandi á Instagram og virðast Íslendingar æstir í að ná nokkrum sólargeislum.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Bleika slaufan, RIFF og Gyða Sól

Íslendingar eru búnir að draga fram úlpurnar og fara hvað á hverju að fjárfesta í sköfum fyrir veturinn. Haustlitir einkenna samt tískuna þessa dagana og þykkar kápur, treflar og kaffibollar eru algeng sjón á Instagram. Listamenn landsins eru að dæla út nýju og spennandi efni og haustið fer vel af stað. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Eddan, kynjaboð og hundrað mílur

Eddan átti hug og hjörtu landsmanna á sunnudagskvöldið þar sem verðlaun voru veitt fyrir íslenskt sjónvarpsefni. Ítalía heldur áfram að vera vinsæll áfangastaður hjá ferðaþyrstum Íslendingum og listamenn vinna að nýju efni fyrir veturinn. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Tímamót, bombur og maraþon í Frakklandi

Íslendingar virðast vera að taka út ferðalögin og stórafmælin sem féllu niður vegna heimsfaraldursins þessa dagana. Mikið hefur verið um viðburði og fögnuði og ekkert lát virðist vera á slíku í framtíðinni því listafólk er strax er byrjað að undirbúa jólaskemmtanirnar. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Barnalán, berjamór og Ljósanótt

Haustið er mætt í allri sinni dýrð og virðast samfélagsmiðlar iða af spenningi yfir rútínu, hlýjum peysum og kertaljósi. Þó eru ekki allir tilbúnir að sleppa sumrinu og hafa haldið erlendis til þess að heilsa upp á sólina. Ljósanótt fór fram og skartaði himininn sínum fallegu norðurljósum í tilefni þess.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Gleðigangan, gosið og grín

Gleðigangan fyllti samfélagsmiðla af ást, gleði og fjölbreytileika um helgina. Gosið sýndi sínar bestu hliðar og virtust margir leggja leið sína að því þrátt fyrir orð Víðis um að æða ekki upp á fjall. Grínið var líka áberandi þar sem Ari Eldjárn fór aftur af stað með uppistandið sitt í Edinborg og einnig fjölgaði í grínistum landsins.  

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Þjóðhátíð, ástin og brjóstagjöf

Stjörnulífið þessa vikuna náði hápunkti um helgina þar sem Íslendingar skemmtu sér um land allt á fjölbreyttan hátt í tilefni Verslunarmannahelgarinnar. Klara Elias samdi og flutti Þjóðhátíðarlagið í ár sem hefur slegið í gegn og Magnús Kjartan Eyjólfsson kom sá og sigraði í brekkusöngnum. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Brúðkaup, boltinn og folar

Ástin er allsráðandi í Stjörnulífinu þessa vikuna en brúðkaup og brúðkaupsafmæli voru á hverju strái ásamt „babymoon“ á Spáni, folum í sveitinni og listafólk landsins í skemmtilegum ferðum. Þar að auki eru stelpurnar okkar sáttar eftir að hafa gefið sig allar í EM keppnina.

Lífið