Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Play sér ekki til­efni til að breyta af­komu­spánni þrátt fyrir aukna sam­keppni

Mikil samkeppni er frá alþjóðlegum flugfélögum í flugi yfir Atlantshafið í sumar með tilheyrandi þrýstingi til lækkunar á flugfargjöldum, að sögn forstjóra Play, en vegna ýmissa aðgerða sem hefur verið ráðist í til að mæta krefjandi rekstrarumhverfi telur félagið ekki tilefni til að fylgja í fótspor Icelandair og breyta afkomuspá sinni fyrir þetta ár. Hlutabréfaverð Play hefur fallið skarpt síðustu tvo viðskiptadaga og er tæplega fimmtíu prósentum lægra miðað við útboðsgengið í nýlega afstaðinni hlutafjáraukningu.

Fé­lag Róberts fékk um þrjá milljarða með sölu á breytan­legum bréfum á Al­vot­ech

Fjárfestingafélag í aðaleigu Róberts Wessman, forstjóra og stjórnarformanns Alvotech, hefur klárað sölu á hluta af breytanlegum bréfum sínum á líftæknilyfjafyrirtækið fyrir samtals um þrjá milljarða króna. Þrátt fyrir uppfærða afkomuspá Alvotech ásamt jákvæðum viðbrögðum frá erlendum greinendum hefur það ekki skilað sér í hækkun á hlutabréfaverði félagsins.

Árangur Al­vot­ech bendi til að fé­lagið geti orðið „al­þjóð­legur líf­tækni­lyfjarisi“

Alvotech hefur fengið skuldbindandi pantanir á meira en milljón skömmtum af Simlandi-hliðstæðu sinni við Humira í Bandaríkjunum fyrir þetta ár, sem tryggir félaginu umtalsverða hlutdeild á þeim markaði að sögn Barclays, en bankinn hefur hækkað verðmat sitt á Alvotech og telur fyrirtækið á góðri leið með að verða alþjóðlegur líftæknilyfjarisi. Stjórnendur Alvotech vinna nú í endurfjármögnun á skuldum félagsins, sem nema yfir hundrað milljörðum, með það fyrir augum að lækka verulega fjármagnskostnað.

Al­vot­ech sér fram á tvö­falt meiri rekstrar­hagnað miðað við spár grein­enda

Eftir að Alvotech hækkaði verulega áætlun sína um tekjur og afkomu á þessu ári er útlit fyrir að EBITDA-hagnaður líftæknilyfjafélagsins verði um tvöfalt meiri en meðalspá greinenda hefur gert ráð fyrir. Fjárfestar tóku vel í uppfærða afkomuspá Alvotech, aðeins tveimur mánuðum eftir að hún var fyrst birt, en félagið ætti núna að vera ná því markmiði að skila umtalsverðu jákvæðu sjóðstreymi.

Krónan stöðug þrátt fyrir á­föll og fátt sem kallar á veikingu á næstunni

Krónan hefur sýnt styrk sinn með því að haldast afar stöðug í kringum gildið 150 á móti evrunni samfellt um margra mánaða skeið þrátt fyrir að ýmislegt hafi unnið á móti henni á liðnum vetri, að sögn gjaldeyrismiðlara. Væntingar eru um gengisstyrkingu horft inn í árið, sem endurspeglast að hluta í meiri framvirki gjaldeyrissölu, samhliða meðal annars mögulegu fjármagnsinnflæði við yfirtökuna á Marel en sumir vara við viðkvæmri stöðu eftir miklar launahækkanir sem hefur þrýst raungenginu á nánast sömu slóðir og fyrir heimsfaraldurinn.

Verðmetur Ís­lands­hótel 45 prósentum yfir út­boðs­gengi fyrir minni fjár­festa

Hlutafjárvirði Íslandshótela er metið á ríflega 41 milljarð króna samkvæmt nýrri verðmatsgreiningu vegna hlutafjárútboðs hótelkeðjunnar, umtalsvert meira sé miðað við útboðsgengið í tilfelli minni fjárfesta. Hlutabréfagreinandi telur að ferðaþjónustufyrirtækið, sem verður hið fyrsta til að fara á markað hér á landi, búi yfir tækifærum til vaxtar og tekjurnar fari að nálgast tuttugu milljarða á næsta ári.

Gengi bréfa Arion rýkur upp eftir „frá­bæra“ skulda­bréfa­út­gáfu í evrum

Hlutabréfaverð Arion hækkaði skarpt eftir að bankinn kláraði 300 milljóna evra almennt skuldabréfaútboð á hagstæðustu kjörum sem íslenskum bönkum hefur boðist í yfir tvö ár en umframeftirspurnin reyndist meiri en sést hefur í útgáfum evrópskra fjármálafyrirtækja í nokkurn tíma. Alþjóðlegi fjárfestingabankinn JP Morgan, einn umsjónaraðila útboðsins, segir niðurstöðuna endurspegla þann aukna áhuga sem er meðal fjárfesta á skuldabréfum íslenskra banka.

Skúli Hrafn kemur nýr inn í stjórn Eyris Invest fyrir LSR

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, einn stærsti hluthafi Eyris Invest, hefur ákveðið að tilnefna einn af sjóðstjórum sínum í stjórn fjárfestingafélagsins. Eyrir er langsamlega stærsti hluthafinn í Marel með um fjórðungshlut og hefur veitt óafturkallanlegt samþykki sitt um að samþykkja yfirtökutilboð sem JBT áformar að leggja formlega fram síðar í þessum mánuði.

Halda á­fram kaupum á ís­lenskum ríkisbréfum þótt það hægist á vextinum

Fjárfesting erlendra sjóða í íslensk ríkisskuldabréf hélt áfram að aukast í liðnum mánuði þótt nokkuð hafi hægt á vextinum og hefur innflæðið ekki verið minna að umfangi í meira en hálft ár. Stöðugt fjármagnsinnflæði vegna kaupa erlendra skuldabréfafjárfesta síðustu mánuði hefur átt sinn þátt í því að halda gengi krónunnar stöðugu um nokkurt skeið.

Sjá meira