Sport

Enn einn karaktersigurinn og Ís­lands­meistarar þriðja árið í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KA konur fagna sigri í úrslitaeinvíginu en þær hafa orðið Íslandsmeistarar í blaki kvenna undanfarin þrjú ár.
KA konur fagna sigri í úrslitaeinvíginu en þær hafa orðið Íslandsmeistarar í blaki kvenna undanfarin þrjú ár. Knattspyrnufélag Akureyrar

KA-konur urðu í gær Íslandsmeistarar kvenna í blaki þriðja árið í röð eftir sigur í fjórða leik úrslitanna á útivelli.

KA vann þá 3-2 sigur á Aftureldingu á Varmá. Annan leikinn í röð þá lentu KA stelpurnar 2-0 undir í leiknum en tryggðu sér sigurinn með því að vinna þrjá hrinur í röð.

Afturelding komst einnig í 1-0 í úrslitaeinvítinu og í 1-0 í öðrum leiknum sem KA vann síðan á endanum 3-1.

Eftir 3-0 sigur Aftureldingar í fyrsta leik einvígsins bjuggust sumir að sigurganga KA væri mögulega á enda. KA konur hafa hins vegar sýnt gríðarlegan karakter í þessu úrslitaeinvígi og fóru síðan norður með Íslandsbikarinn í gær.

KA konur unnu Íslandsmeistaratitilinn 2019 og svo líka 2022 og 2023. Þetta er því fjórði Íslandsmeistaratitill liðsins á síðustu fimm árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×