Körfubolti

Ein af stóru Sólunum gæti fært sig yfir í Stóra eplið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jalen Brunson, Devin Booker og Isaiah Hartenstein gætu allir verið liðsfélagar á næstu leiktíð.
Jalen Brunson, Devin Booker og Isaiah Hartenstein gætu allir verið liðsfélagar á næstu leiktíð. Chris Coduto/Getty Images

Devin Booker, ein af stórstjörnum Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta, virðist vera á leið frá félaginu. Er hann sterklega orðaður við New York Knicks sem virðist til í að gera nærri hvað sem er til að fá Booker í sínar raðir.

Sólirnar frá Phoenix eru komnar í sumarfrí eftir að sprækt lið Minnesota Timberwolves sópaði þeim úr leik í úrslitakeppni vesturhluta NBA-deildarinnar. New York er á sama tíma 3-2 yfir í einvígi sínu gegn Philadelphia 76ers.

Knicks er þegar farið að horfa til framtíðar og er sagt vera tilbúið að gera nærri hvað sem er til að gera Booker og stórstjörnu liðsins, Jalen Brunson, að liðsfélögum á næsta ári. Fyrr á þessari leiktíð fór liðið í stórar breytingar til að fá OG Anunoby til liðs við sig frá Toronto Raptors.

Hvort Knicks sé tilbúið að láta OG eða Julius Randle, sem er ekki með liðinu um þessar mundir vegna meiðsla, af hendi á eftir að koma í ljós en það er ljóst að Phoenix lætur hinn 27 ára gamla Booker ekki fara ódýrt. Verði af vistaskiptunum verða þau án efa með stærstu NBA-fréttum sumarsins.


Tengdar fréttir

Magnaður Maxey bjargaði Sixers frá sumarfríi

Ótrúlegar hetjudáðir Tyreses Maxey komu í veg fyrir að Philadelphia 76ers færi í snemmbúið sumarfrí. Hann skoraði sjö stig á síðustu 29 sekúndum leiksins gegn New York Knicks í nótt.

„Gæinn væri Alpha hundur í öllum liðum“

Lögmál leiksins er á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 í kvöld en úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta er nú í fullum gangi og það er því um nóg að tala í þætti kvöldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×