Innlent

Sjö smáskjálftar við Sýlingarfell og Veður­stofan fylgist vel með

Árni Sæberg skrifar
Líklegast er talið að nýtt kvikuhlaup verði nálægt þar sem gosið hefur áður.
Líklegast er talið að nýtt kvikuhlaup verði nálægt þar sem gosið hefur áður. Vísir/Arnar

Veðurstofa Íslands hefur mælt sjö smáskjálfta við austanvert Sýlingarfell, þar sem kvikuhlaup hafa orðið, í kvöld. Náttúruvársérfræðingur segir vel fylgst með stöðunni en viðbragð hafi ekki verið aukið, enn sem komið er.

„Að sjá svona marga smáskjálfta þarna lætur mann vilja fylgjast betur með þessu,“ segir Einar Hjörleifsson, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við Vísi.

Hann segir að stærsti skjálftinn hafi mælst 0,8 að stærð og önnur merki um yfirvofandi kvikuhlaup hafi ekki sést. Enn sem komið er hafi viðbragð Veðurstofunnar ekki verið aukið en almannavarnir hafi þó verið látnar vita af stöðunni.

Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar væru merki um nýtt kvikuhlaup, líkt og áður, staðbundin smáskjálftahrina í og við kvikuganginn, hröðun í aflögun og þrýstingsbreytingar í borholum á svæðinu.


Tengdar fréttir

Land­ris heldur á­fram á sama hraða

Svipuð staða er í Svartsengi og undanfarna daga með áframhaldandi landrisi. Kvikusöfnun er sögð halda áfram á sama hraða og áður og fyrirvari á öðru gosi gæti orðið mjög stuttur.

Næsta gos gæti hafist á hverri stundu

Nýjar gossprungur gætu opnast með litlum sem engum fyrirvara og land heldur áfram að rísa í Svartsengi. Nokkuð hefur verið um smáskjálfta á svæðinu í dag.

Auknar líkur á gosi sem gæti hafist án fyrirvara

Land rís í Svartsengi með sama hraða og áður. Frá 16. mars, þegar síðasta eldgos hófst, hefur land risið um tæplega tuttugu sentimetra. Kvikusöfnun heldur því áfram og auknar líkur eru á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. Gossprungur gætu opnast með mjög litlum fyrirvara, jafnvel engum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×