Lífið

GameTíví: Hlaupa saman undan hjörðum ódauðra

Strákarnir í GameTíví ætla að kíkja á hinn nýja leik Dying Light 2 í kvöld. Þar munu þeir taka höndum saman í að hlaupa yfir þök borgarinnar Villedor og forðast hjarðir ódauðra og önnur skrímsli sem fara á kreik á næturna.

Leikjavísir

Gruggugir ormar í jaðar rokki

Hljómsveitin Ormar skilgreinig sig sem jaðar-grugg rokksveit (e.grunge). Þau segja rokk merina vera á fleygiferð þessa dagana en þau hafa sett hnakkinn á og stigið aftur á bak með sínu fyrsta lagi, sem heitir einmitt „Aftur á bak“.

Tónlist

Silfurtónar fá nýtt líf í Verbúðinni

Þjóðin er límd við imbakassann alla sunnudaga og horfir á vinsælustu sjónvarpsseríu okkar Íslendinga, Verbúðina. Þættirnir eru einstaklega vel heppnaðir og er virkilega gaman að sjá hið Íslenska líf á níunda áratugnum. Höfundar þáttanna eru þau Nína Dögg Filippusdóttir Gísli Örn Garðarsson og Björn Hlynur Haraldsson en Mikael Torfason er meðhöfundur.

Albumm

„Hef þurft að úrskurða vinnufélaga minn látinn“

„Maður veit aldrei hvað vaktin ber í skauti sér. Stundum er maður að fara til fólks sem maður þekkir ekki neitt en stundum er þetta fólk sem maður þekkir allt of vel og jafnvel þínir nánustu,“ segir Stefnir Snorrason bráðatækni í síðasta þætti af Baklandinu á Stöð 2.

Lífið

Amy Schumer er með stöðugt „mömmviskubit“

Leikkonan Amy Schumer deildi mynd af sér með syni sínum Gene David með texta sem lýsir öllum þeim flóknu tilfinningum sem hún er að upplifa í móðurhlutverkinu. Hún hefur verið dugleg að tala opinskátt um nýja hlutverkið síðan sonur hennar kom í heiminn fyrir tveimur og hálfu ári síðan og slær á létta strengi.

Lífið

„Í rauninni er ég hræddur við allt“

Hann er hræddur í hvert einasta skipti sem hann lætur vaða en ætlar aldrei að hætta að taka áhættu. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi hitti Sindri Sindrason Alex Michael Green Svansson sem er farinn af stað með ferska og skemmtilega þætti á Stöð 2+, Alex From Iceland.

Lífið

Stórkostlegur árangur gegn hrukkum og svefnlínum

Sefur þú með andlitið klesst í koddann? Flestir sofa á bakinu eða hliðinni, þegar við sofum í þeim stellingum myndast fínar línur á andliti okkar sem verða með tíð og tíma að dýpri hrukkum. Það getur reynst erfitt fyrir marga að breyta svefnvenjum sínum. Þessum línum fór Andrea Bergsdóttir að taka eftir á morgnana og hóf þá leit að lausn. Eftir langa leit fann hún Wrinkles Schminkles sílikonplástrana og hóf innflutning í samstarfi við Alexöndru Eir Davíðsdóttur.

Lífið samstarf

Framtíð Nágranna í mikilli hættu

Óvíst er hvort að framleiðslu áströlsku sápuóperunnar vinsælu Nágranna verði haldið áfram. Sjónvarpsstöðin sem borgar brúsann fyrir framleiðslu þáttanna hefur ákveðið að skrúfa fyrir kranann.

Bíó og sjónvarp

Stjörnulífið: Óvænt gæsun, Afríkuferð og rauð viðvörun

Febrúar er farinn af stað með hvelli, lægð gekk yfir landið og metfjöldi í smittölunum í þessari viku. Þetta var stór vika hjá Sólborgu Guðbrandsdóttur, en hún afhjúpaði leyniverkefnið sitt í vikunni, sem er þáttaröðin Fávitar sem fara í sýningu hjá okkur á Stöð 2+ þann 16. febrúar.

Lífið

Hreyfum okkur saman: Hörkugóðar rassæfingar

Í svona veðri er algjörlega tilvalið að gera heimaæfingu, enda er fólk hvatt til að vera ekki á ferðinni að óþörfu. Í þætti dagsins af Hreyfum okkur saman sýnir Anna Eiríks frábærar rassæfingar.

Heilsa

Stað­festir ekkert um lekann: „Opnar maður ekki jóla­pakkann á að­fanga­dag?“

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, sjónvarpskona og einn skipuleggjenda Söngvakeppni Sjónvarpsins, hvetur fólk til þess að fylgjast með sérstökum kynningarþætti fyrir keppnina í kvöld, þar sem til stendur að afhjúpa þau lög sem keppast um að verða framlag Íslands til Eurovision í ár. Fyrr í dag var greint frá því að lögunum í keppninni hefði verið lekið.

Lífið