Manchester City sluppu með skrekkinn gegn nýliðunum

Siggeir Ævarsson skrifar
Rodri var hetja City í dag.
Rodri var hetja City í dag. Vísir/Getty

Manchester City er áfram með fullt hús stiga í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa sloppið með skrekkinn í dag gegn nýliðum Sheffield United.

City sóttu nánast án afláts í leiknum og voru miklu meira með boltann en gekk illa að koma honum alla leið í markið. Á 37. mínútu fékk City vítaspyrnu þar sem Håland fór á punktinn en skaut í tréverkið. Hann bætti þó fyrir mistökin á 63. mínútu þegar hann kom City yfir eftir undirbúning frá Jack Grealish.

Heimamenn í Sheffield áttu fá marktækifæri í leiknum en tókst þó að nýta eitt þeirra á 85. mínútu þegar Jayden Bogle jafnaði. City menn voru fljótir að slökkva vonir heimamanna um að fá stig út úr leiknum og Rodri kom þeim aftur yfir aðeins þremur mínútum seinna með þrumufleyg úr teignum.

Sanngjarn sigur meistaranna niðurstaðan. Frammistaða þeirra kannski ekki sérlega sannfærandi en þeir gerðu það sem þeir þurftu að gera til að landa sigrinum og skelltu í gír þegar á þurfti að halda undir lokin.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira