Innlent

40 tungu­mál eru töluð í leik- og grunn­skólum Árborgar

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Nú er hægt að fá bókina um Karíus og Baktus á hebresku lánaða á bókasafninu á Selfossi svo dæmi sé tekið.
Nú er hægt að fá bókina um Karíus og Baktus á hebresku lánaða á bókasafninu á Selfossi svo dæmi sé tekið. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nú er hægt að fá bókina um Karíus og Baktus á hebresku lánaða á bókasafninu á Selfossi og þar eru líka bókin um Litla prinsinn á arabísku lánuð út. Bókasafnið á nú nánast bækur á öllum þeim tungumálum, sem töluð er í grunn- og leikskólum Árborgar en þau eru fjörutíu talsins.

Verkefnið kallast „Barnabókahetjur heimsins” og hófst á síðasta ári en tilgangur þess er að bókasafnið eigið bækur á öllum þeim tungumálum, sem töluð eru í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins, eða 40 talsins og nú er það takmark að nást smátt og smátt. Af því tilefni klæddi starfsfólk sig upp í búninga nýlega og gladdist þannig með lánþegum safnsins.

„Og markmiðið með þessu er náttúrulega að sýna fram á hvað Árborg er orðið fjölbreytilegt og æðislega skemmtilegt samfélag, litríkt og á bak við hvert einasta tungumál er náttúrulega heill menningarheimur, sem eru náttúrlega verðmæti , sem eru okkur öllum til góða,” segir Margrét Blöndal, deildarstjóri menningar- og upplýsingadeildar Árborgar.

En hvaða bækur vekja hvað mesta athygli?

„Við eigum til dæmis Karíus og Baktus á hebresku, það eru örugglega ekki margir sem hafa séð það. Við erum líka með Grískarbækur, við erum með japanskar já bara nefndu það.”

40 tungumál eru töluð í leik- og grunnskólum Árborgar og var því fagnað á bókasafninu á dögunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Margrét segir verkefnið „Barnabókahetjur heimsins” ótrúlega skemmtilegt og gefandi og að það hafi algjörlega slegið í gegn á bókasafninu.

Mikil ánægja er með verkefnið „Barnabókahetjur heimsins" á bókasafninu á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Já, við viljum vera svona staður þar sem fólki finnst gott að koma og svona. Hér má flissa og hlægja og hoppa og skríkja, sem var nú ekki í gamla daga á bókasafninu á Akureyri get ég sagt þér,” segir Margrét skellihlæjandi.

Karíus og Baktus eru alltaf í stuði en í þeirra hlutverkum eru þær Margrét Blöndal (t.h.) og Heiðrún D. Eyvindsdóttir, forstöðukona safnsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×