Enski boltinn

Mark Quansah fyrir Liverpool bætti marka­metið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Virgil van Dijk fagnar Jarell Quansah eftir markið hans á Anfield í gær en ungi miðvörðurinn skoraði í tveimur síðustu leikjum tímabilsins.
Virgil van Dijk fagnar Jarell Quansah eftir markið hans á Anfield í gær en ungi miðvörðurinn skoraði í tveimur síðustu leikjum tímabilsins. Getty/Clive Brunskill

Aldrei áður hafa verið skoruð eins mörg mörk í ensku úrvalsdeildinni eins og á tímabilinu sem lauk í gær.

Alls voru skoruð 1246 mörk í deildinni í vetur sem er 24 mörkum meira en gamla metið frá 1992-93 tímabilinu. Þá voru liðin hins vegar tuttugu og tvö í deildinni eða tveimur fleiri en þau eru í dag.

Markametið féll þegar Jarell Quansah kom Liverpool i 2-0 á móti Wolves á Anfield. Markið var mark númer 1223 í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Metið yfir flest mörk í tuttugu liða deild var löngu fallið en það voru 1084 mörk frá því á síðasta tímabili.

Meðal þeirra ástæðna sem eru gefnar upp fyrir fleiri mörkum í deildinni, er lengri uppbótatími, sókndjarfari knattspyrnustjórar og slakari lið sem komu upp í deildina. Allir nýliðarnir fóru beint niður aftur.

Manchester City skoraði flest mörk allra liða eða 96 eða fimm fleiri en Arsenal (91) og tíu fleiri en Liverpool (86).

Sheffield United, neðsta lið deildarinnar, fékk á sig 104 mörk og Luton Town fékk á sig 85 mörk. Burnley fékk á sig 78 mörk og var þriðja liðið sem féll úr deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×