Danmörk

Fréttamynd

Hræðist framtíðina og hefur beðið um frið

Móðir ellefu ára drengs með ólæknandi taugahrörnunarsjúkdóm og krabbamein segir það hafa gert honum erfiðara fyrir hvað hann sé klár. Hann geti því reiknað út hvað bíði hans. Það sé hræðilegt að horfa upp á drenginn sinn, sem þrái að verða betri í fótbolta, verða sífellt lélegri sama hvað hann æfi sig. Vinir og vandamenn standa fyrir tónleikum til styrktar Mikael í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Andrea Eyland flutt til Danmerkur

Andrea Eyland þáttastjórnandi Kviknar hlaðvarpsins er flutt frá Íslandi til Danmerkur. Þetta segir Andrea á Instagram þar sem hún tekur við spurningum fylgjenda sinna um breytta stöðu.

Lífið
Fréttamynd

Grunaður um að drepa tvær ungar konur í Ár­ósum

Karlmaður á þrítugsaldri er grunaður um að hafa drepið tvær ungar konur í úthverfi Árósa í Danmörku. Hann var handtekinn í tengslum við dauða átján ára stúlku um helgina en er nú talinn hafa átt þátt í dauða annarrar konu í júlí. Konurnar eru taldar hafa látist af völdum eitrunar.

Erlent
Fréttamynd

Á­rásar­maðurinn í Kristjaníu á­tján ára

Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið átján ára gamlan mann í tengslum við skotárás í Kristjaníu í gærkvöldi. Hann er grunaður um morð og tilraunir til morðs í félagi við óþekktan vitorðsmann.

Erlent
Fréttamynd

Einn látinn eftir skot­á­rás í Kaup­manna­höfn

Þrítugur karlmaður lést í skotárás tveggja grímuklæddra manna í Kristjaníu í Kaupmannahöfn fyrr í kvöld. Alls voru fimm skotnir, þar af einn lífshættulega en líðan hans er nú stöðug. Skotmennirnir flúðu á rafskútum og eru enn ófundnir.

Erlent
Fréttamynd

Íslenskur faðir hræddur um líf sitt eftir árásir unglingspilta

„Mér finnst erfitt að trúa því að unglingar í dag geti verið svona hættulegir. Þetta eru ekki bara einhverjir strákar að fíflast. Þetta er komið á það stig að ég er í alvörunni hræddur um líf mitt, og ég er líka hræddur um konuna mína og barnið mitt,“ segir Daníel Viðar Hólm sem búsettur er í Árósum í Danmörku en hann varð í tvígang fyrir aðkasti og árásum af hálfu unglingahóps sem ógnuðu honum með hníf og hótuðu honum lífláti.

Innlent
Fréttamynd

Danir banna brennslu trúar- og helgi­rita

Stjórnvöld í Danmörku hyggjast banna brennur trúar- og helgirita á opinberum stöðum, það er að segja á almannafæri. Ákvörðunin var tekin í kjölfar nokkurra brenna fyrir utan erlend sendiráð nú í sumar.

Erlent
Fréttamynd

Mínimalískur líf­stíll ís­lenskrar fjöl­skyldu vekur at­hygli er­lendis

Dagbjört Jónsdóttir byrjaði að taka upp mínimalískan lífsstíl fyrir tíu árum eftir að henni ofbauð hversu mörgum hlutum hún og fjölskylda hennar höfðu sankað að sér í gegnum tíðina. Síðan þá hefur fjölskyldan losað sig við yfir þúsund hluti af heimilinu og í dag á hver fjölskyldumeðlimur til að mynda einungis einn disk og eitt hnífapar til afnota, og eitt handklæði. 

Lífið
Fréttamynd

Ó­veðrið Hans veldur usla á Norður­löndum

Yfirvöld í Noregi og Svíþjóð hafa sagt íbúum að búa sig undir gríðarmikið úrhelli næsta sólarhringinn, þegar óveðrið Hans gengur yfir. Miklar rigningar og öflugar vindhviður hafa nú þegar valdið aurskriðum sem truflað hafa vegasamgöngur og þá hafa tilkynningar borist um að þök hafi rifnað af húsum.

Erlent
Fréttamynd

Danir og Svíar í­huga bann á Kóran­brennum

Utanríkisráðuneyti Danmerkur hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem það segist íhuga að banna mótmæli sem ganga út á að brenna Kóraninn eða önnur trúarleg rit. Mótmælin ógni öryggi íbúa og skaði orðspor Danmerkur út á við. 

Erlent
Fréttamynd

Lykilhringrás í Atlantshafi gæti stöðvast samkvæmt nýrri rannsókn

Samkvæmt nýrri rannsókn sérfræðinga við Háskólann í Kaupmannahöfn gæti lykilhringsrás sjávar í Atlantshafinu stöðvast á næstu árum, jafnvel árið 2025. Slíkar vendingar myndu leiða af sér hamfarakennd áhrif á loftslagið, þar á meðal Íslandi. Rannsóknin er afar umdeild meðal vísindamanna.

Erlent
Fréttamynd

Í ströngustu öryggis­vist vegna skot­á­rásarinnar í Kaup­manna­höfn

Hinn 23 ára gamli karl­maður sem á­kærður var fyrir skot­á­rásina í verslunar­mið­stöðinni Fields í Kaup­manna­höfn í júlí á síðasta ári hefur verið dæmdur sekur fyrir þrjú mann­dráp og ellefu til­raunir til mann­dráps. Hann verður vistaður í öryggis­vistun sem er ætluð sér­stak­lega hættu­legum föngum, í ótakmarkaðan tíma.

Erlent
Fréttamynd

Móðirin hafi myrt barnið sitt og stokkið frá borði

Harmleikurinn sem átti sér stað í Eystrasalti í síðustu viku var ekki slys samkvæmt danskri slysarannsóknarnefnd. Upphaflega var greint frá því að móðir hefði stokkið á eftir sjö ára syni sínum eftir að hann féll frá borði. Nú er hins vegar grunur um að hún hafi myrt barnið sitt.

Erlent
Fréttamynd

Dæmdur í ó­tíma­bundið fangelsi fyrir morðið á Miu

Hinn 38 ára gamli Thomas Thom­sen sem fundinn var sekur í gær um morðið á Miu Skadhauge Stevn í Ála­borg í Dan­mörku á síðasta ári og fyrir til­raun til nauðgunar og ó­sæmi­lega með­ferð á líki hennar var í dag dæmdur í ó­tíma­bundið fangelsi. Um er að ræða dóm sem kveðinn er upp yfir föngum sem taldir eru sér­stak­lega hættu­legir.

Erlent
Fréttamynd

Dæmdur sekur fyrir morðið á Miu

Thomas Thom­sen, 38 ára gamall karl­maður, hefur verið dæmdur sekur vegna morðsins á hinni 22 ára gömlu Miu Skadhauge Stevn í Ála­borg í Dan­mörku á síðasta ári. Þá var hann fundinn sekur um til­raun til að nauðga henni og ó­sæmi­lega með­ferð á líki hennar sem hann sagaði í sundur í 231 búta.

Erlent