Innlent

Byrja að sekta vegna nagla­dekkja þrettánda maí

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Ökumenn mega búast við sektum, verði þeir ennþá á nagladekkjunum eftir 13. maí.
Ökumenn mega búast við sektum, verði þeir ennþá á nagladekkjunum eftir 13. maí. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur þá ökumenn sem það á við, að skipta út nagladekkjunum.

Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu. Þar segir að í ljósi veðurspár næstu daga er enn fremur óþarfi að vera á nagladekkjum núna, en frá og með 13. maí geta ökumenn bifreiða, búnum nagladekkjum, átt von á sekt.

Tíu ökumenn voru sektaðir kvöldið 24. apríl vegna notkunar nagladekkja, en það reyndust mistök og voru sektirnar felldar niður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×