Innlent

Sjó­slys, Þór­katla og fram­tíð Play

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum verður rætt við upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar en Gæslan hefur stefnt flutningaskipi til hafnar í Vestmannaeyjum vegna gruns um að það hafi átt þátt í að strandveiðibátur sökk í gærkvöldi.

Þá fylgjumst við með umræðum á Alþingi um málefni heilsugæslunnar sem fram fóru í morgun. 

Einnig verður fjallað um íbúðamálin í Grindavík en forseti bæjarstjórnar gagnrýnir það sem hann kallar allt of háa leigu hjá íbúðafélaginu Þórkötlu sem kaupir nú upp eignir Grindvíkinga.

Að auki heyrum við í forstjóra Play sem ítrekar að félagið hafi engin áform um að flytja úr landi. 

Í íþróttapakka dagsins verður úrslitaeinvígið í körfuboltanum fyrirferðarmest en það hefst í kvöld.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 16. maí 2024


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×