Enski boltinn

Tíma­bilið búið hjá Ederson og City treystir á Ortega í síðustu tveimur leikjunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cristian Romero fer í Ederson í leik Tottenham og Manchester City.
Cristian Romero fer í Ederson í leik Tottenham og Manchester City. getty/Marc Atkins

Ederson, markvörður Manchester City, missir af síðustu tveimur leikjum tímabilsins vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Tottenham í fyrradag. Hann er með brákaða augntóft.

Ederson fór meiddur af velli í 0-2 sigrinum á Spurs sem kom City á topp ensku úrvalsdeildarinnar fyrir lokaumferðina. 

Stefan Ortega kom inn á í hans stað og varði til að mynda frábærlega frá Son Heung-min, fyrirliða Tottenham, úr dauðafæri undir lok leiks.

Nú er ljóst að Ortega mun standa milli stanganna hjá City gegn West Ham United í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn og gegn Manchester United í úrslitum ensku bikarkeppninnar laugardaginn 25. maí.

Ef City vinnur West Ham, eða nær jafn góðum úrslitum og Arsenal, sem mætir Everton á sama tíma, verður liðið Englandsmeistari fjórða árið í röð.

Ederson hefur leikið 43 leiki með City á tímabilinu en Ortega fimmtán.


Tengdar fréttir

Sagði sína menn hafa þurft að þjást og hrósaði vara­mark­verðinum

„Það eru miklar tilfinningar til staðar í svona leikjum og því getur maður oft ekki spilað sinn besta leik,“ sagði Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistara Manchester City, eftir 2-0 sigur liðsins á Tottenham Hotspur í kvöld. Sá sigur skilar liðinu á topp deildarinnar þegar ein umferð er eftir af tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×