Innlent

Baldur vin­sælasta plan B

Atli Ísleifsson skrifar
Rúmlega fimmtungur aðspurðra segist myndu kjósa Baldur Þórhallsson ef sá frambjóðandi sem þeir segjast ætla að kjósa væri ekki í framboði.
Rúmlega fimmtungur aðspurðra segist myndu kjósa Baldur Þórhallsson ef sá frambjóðandi sem þeir segjast ætla að kjósa væri ekki í framboði. Vísir/Vilhelm

Baldur Þórhallsson er sá frambjóðandi sem flestir myndu kjósa í forsetakosningunum ef sá frambjóðandi sem aðspurðir segjast ætla að kjósa, væri ekki í framboði.

Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Maskínu.

Þar kemur fram að 21,1 prósent aðspurðra myndu kjósa Baldur ef fyrsti kostur viðkomandi væri ekki í framboði. Á hæla hans fylgja svo Halla Tómasdóttir með 19,9 prósent og Halla Hrund Logadóttir með 15,5 prósent.

Í könnuninni, sem framkvæmd var dagana 13. til 16. maí, sögðust 26,1 prósent myndu kjósa Katrínu Jakobsdóttur ef kosningar færu fram á morgun, 21,1 prósent Höllu Hrund, 16,2 prósent Baldur, 14,9 prósent Höllu Tómasdóttur og 12,6 prósent Jón Gnarr.

Í könnuninni spurði Maskína einnig: En ef sá aðili [fyrsti kostur] væri ekki í framboði, hvern af eftirtöldum myndir þú kjósa ef forsetakosningar færu fram á morgun?

Niðurstöðurnar voru á þessa leið:

  • Baldur Þórhallsson: 21,2 prósent
  • Halla Tómasdóttir: 19,9 prósent
  • Halla Hrund Logadóttir: 15,5 prósent
  • Jón Gnarr: 14,6 prósent
  • Katrín Jakobsdóttir: 13,7 prósent
  • Arnar Þór Jónsson: 4,6 prósent
  • Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir: 3,1 prósent
  • Viktor Traustason: 2,5 prósent
  • Ásdís Rán Gunnarsdóttir: 2,1 prósent
  • Ástþór Magnússon: 1,5 prósent
  • Helga Þórisdóttir: 1,2 prósent
  • Eiríkur Ingi Jóhannsson: 0,2 prósent

Tengdar fréttir

Katrín tekur forystuna á ný og Halla T í sókn

Katrín Jakobsdóttir tekur forystuna á ný samkvæmt nýrri könnun Maskínu en þó er ekki marktækur munur á henni og Höllu Hrund Logadóttur. Halla Tómasdóttir er síðan í mikilli sókn og rúmlega tvöfaldar fylgi sitt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×